Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 10
vinnuleysi og launaleysi gieymist fljótlega, en samt getur maður ekki látið vera að undr- ast live djarft er siglt í blöðum ríkisstjórnar- innar. Samanlagður blaðakostur hennar hef- ur stundað það eitt allar Jressar sex vikur, að ófrægja það athæfi Jressara 7 Jrúsund manna að neyta Jress eina möguleika, sem þeir hafa til að fá bætt kjör sín: að leggja niður vinnu. Og af þ\ í að rógurinn ber ekki nægilegan ár- angur þrátt fyrir allt, eru al Is konar sögur um ofbeldi \ erkfallsmanna spunnar upp, sýni- lega í þeim tilgangi að æsa til óeirða. Hljóta Jjcss háttar skrif að varða við lög. Satt er það að vísu, að fjöldi fólks fær ekki séð skyldleika Jaessa tvenns: afkomu sinnar í Jrjóðfélaginu og Jaeirrar pólitísku stefnu sem það kýs sér með atkvæði sínu á kosn- ingadegi. En Jarátt fyrir það virðist ekki langt undan, að stjórnmálaleg eining vinnandi fólks verði að veruleika og mun Jretta verk- fall Iteldur hafa skýrt hina pólitísku ásýnd hlutanna en hitt. Þannig hlýtur þróunin að verða Jrrátt fyrir digra kosningasjóði stjórn- málaflokka, sem gengið hafa sér til húðar með sómalausri framkomu utan lands og innan. AXNA SIGURÐARDÓTTIR: Alþjóðasamtök kvenna 50 ára Viðtal við frú Sigurbjörgu Ldrusdóttur Alþjóðasamband kvenna (International Alliance o£ Women) vav stofnað árið 1904 I Berlín. Tilgangur þessa félagsskapar, scm konur i 33 löndum eiga aðild að, cr að vinna að jrví, að allar konur heims fái stjórnmálaleg réttindi jafnt og karlar og að hvers konar umbótum öðrum, er nauðsynlegar eru til þess að raunverulegt jafnrétti karla og kvenna komist á, baeði að lögum og í framkvæmd laga, svo og frjálsræði og aðstöðu til að nota rétt sinn. Þá vinnur sambandið að því, að friður á jörðu megi haldast. Félög innan sambandsins mega ekki tilheyra sérstök- unt stjórnmálaflokkum. Kvenréttindafélag íslands gekk skömmu eftir stofnun þess í A1]>jóðasambandið, enda mun frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir bafa stofnað félagið fyrir hvatning Mrs. Carrv Chapman Catt, fyrsta formanns I. A. W. Frú Bríet sótti ]>ing I. A. W„ og síðar hafa allmargar íslenzkar konur sótt þau. A þinginu í Kaupmannahöfn árið 1939 voru 7 íslenzkar konur (sjá Melkorku 1944). Haustið 1952 var þing I. A. W. haldið í Neapel á ftalíu. Formaður K. R. F. í„ frú Sigríður J. Magnússon, og frú Sigurbjörg Lárusdóttir, Egilsstaðaþorpi i Suður-Múla- sýslu, sátu ]>ingið fyrir íslands hönd. Frú Sigurbjörg sagði mcr fréttir af þinginu, er heim kom, en nýlega datt mér í hug að leggja fyrir hana spurningar í nafni Melkorku, því efalaust fýsir marga lesendur blaðsins að lesa fréttir frá borginni, sem um er sagt: „Sjá Napóli og dey síðan." Er Napóli eins fögur borg og af er látið? Já, ég verð að segja, að mér fannst hún fegurri en ég hafði búizt við, og viðvíkjandi máltækinu: „Sjá Napólí og dey síðan“ (sem sumir segja að sé á misskilningi byggt), vildi ég mega bæta Caprí og Pompej við, og því skyldi maður þá ekki vera ánægður með að deyja á eftir. Pompej heimsóttum við um kvöld, og var borgin upplýst með daufum ljósum liér og þar. Þessi birta gerði allt miklu áhrifameira og dularfyllra útlits. Þarna vorum við allar, um 200 að tölu, og þágum hressandi svaladrykki í einni hinna gömlu frægu rústa. Við töluðum saman um afdrif borgarinnar og hlustuðum á öll mögu- leg tungumál. 42 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.