Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 9
VERKFALLSÞANKAR Eftir Nönnu Ólafsdóttur Þegar þetta er ritað stendur enn eitt harð- asta verkfall, sem liér hefur verið liáð. Urn sjö þústind manns, þ. á m. lægst launaða lólk- ið í landinu, hefur orðið að standa í nærri sex vikna deilu um liækkun á kaupi sínu. Virðast þó allir viðurkenna, a. m. k. með vör- ununi, að lægst iaunaða fólkið muni illa komast af. Og þó eru jafnvel því engin boð gerð. Atvinnurekendur með ríkisstjórnina að baki, og Bandaríkjamennina aftur að baki henni, hafa stundað þögnina og aðgerðar- leysið, og munu þó fæstir þessara atvinnu- rekenda hafa ráð á þeim luxus. En ltér eru fyrst og fremst stærstu atvinnurekendurnir að verki, þ. á m. hinir erlendu yfirtroðslu- menn, sem ekki eiga því að venjast, allra sízt í löndum með nýlenduafstöðu (eins og ástatt er fyrir landi okkar síðan Bandaríkjamenn settust þar upp), að vinnandi fólk liafi meira að segja um kjör sín en góðu hófi gegnir. Það er ekkert aukaatriði fyrir bandaríska at- vinnurekandann á Keflavíkurflugvelli að kaup á íslandi sé sem lægst. Þvert á móti. Því er það ákvæði t landssölusamningum við bandarísk stjórnarvöld, að íslendingar skuli „viðhalda réttu gengi“, sem í reyndinni er ætlað að þýða, að Bandaríkjamenn skuli sjálfir ;ikveða verð á því sem þeir þarfnast hér, vinnukrafti sem öðru. Hin nánu tengsl ríkisstjórnarinnar og þessa setuliðs liafa svo blindað forráðamenn okkar, að fyrsta svar frá ábyrgum manni, forsætisráðherranum, við verkfallinu var hótun um gengisfellingu. Og annað dæmi mætti nefna, sem sýnir hve fjarri forráðamenn okkar eru raunveru- leikanum á íslandi, að í byrjun verkfalfsins \ar gefið út hagfræðilegt .álit þar sem m. a. var haldið að reykvískum almenningi, að húsaleiga hefði nær ekkert liækkað síðastl. tvö ár! Ef nokkur liður út af fyrir sig í fram- færslukostnaði í Reykjavík er sérhverjum manni 1 jós, þá er jnað húsaleigan. og það sent meira er, svo ört hækkandi liður vegna ltús- næðis ó-standsins í bænum, að heizt minnir á „inflation". Hagfræðilegir reiknimeistarar ríkisstjórnarinnar segjast líka byggja á veik- unr grunni. Þetta eina atriði lýsir betur en langt mál afstöðu ráðandi manna til launa- baráttu almennings: kaupið verður ekki ltækkað, ef við fáum við ráðið, því að verð- hækkanir iiafa svo til engar orðið. Þó er verkamaður fyrir löngu hættur að geta framfleytt sér og fjölskyldu með 8 klst. vinnudegi. Þetta \ita allir, íslenzkir ráða- menn ekki sízt. Og að auki liafa þjóðartekj- urnar vaxið, og ekki nema réttmætt að vinn- andi fólk í landinu, sem fyrst og fremst skap- ar þær, fái nokkra hlutdeild í þeim. Málið ætti því að \ era nokkuð auðleyst: réttlátari sk ip ting þ j óðarteknann a. Þegar svona mikill fjöldi fólks leggur nið- ur vinnu, hefur það áhrif tun allt land, enda liefur fólk mjög almennt sýnt áhuga á þessari deilu og fylgzt mjög nákvæmlega með gangi hennar. Ekki mun álit stjórnarflokkanna hafa vaxið af jæssari kjarabaráttu almenn- ings. Þó eru jteir að því er virðist ekki hrædd- ir við fylgishrun. Treysta þeir sjálfsagt á sína digru sjóði til næstu kosninga. Má vel vera að ekki bregðist þeim bogalistin að blekkja fólk til fylgis við sig og þessar sex vikur í NÍELKORKA 41

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.