Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 14
Annan apríl síðastliðinn voru 150
ár liðin frá fæðingu danska ævintýra-
skáldsins H. C. Andersens. í því til-
efni var hans minnzt um allan heim,
en mest var um dýrðir í lians eigin
landi, sérstaklega Odense þar sem
hann fæddist af bláfátækum foreldr-
um og ólst upp. Þó ævintýri hans séu
nú sameign alls þorra mannkyns eða
allra þjóða sem ritinál eiga og hann sjálfur
fyrir löngu kominn í tölu hinna ódauðlegu
snillinga, hefur ferð hans til stjarnanna fram
eftir aldri verið jarðneskum þyrnum stráð
eftir því er hann segir sjálfur í endurminn-
ingum sínum, enda hefur eitt af ævintýrum
lians, Ljóti andarunginn, sem allir íslend-
ingar kannast við. verið talið saga hans sjálfs,
sögð í ævintýrabúningi. Það er vitað að er-
lendis, sérstaklega í Þýzkalandi og Englandi,
var nafn Iians frægt löngu áður en Danir
sjálfir áttuðu sig almennt á því, hvílíkt skáld
væri hér á ferðinni.
Þegar við blöðum í sjálfsævisögu hans er
skáldið kallar „Ævintýri lífs míns“ er það í
raun og veru ævintýrið um karlssoninn er
fór bláfátækur úr föðurgarði og lagði undir
sig ríki og álfur. Fjórtán ára gamall lagði
hann á stað til Kaupmannahafnar með tíu
ríkisdali í vasanum og fataböggul undir
hendinni — og ævintýri lífs hans er hafið. —
Því hafði verið spáð fyrir honum að fæðing-
arbær hans Odense mundi einhverntíma
verða skrautlýstur honum til sæmdar og
liann lagði út í heiminn staðráðinn í að
verða frægur maður.
Þótt hann væri bláfátækur og umkomu-
laus urðu einkennilega fljótt nafn-
frægir Danir þess tíma á vegi lians
og urðu til þess að rétta þessum sér-
kennilega pilti hjálparhönd. Einn
þeirra kom Jrví til leiðar að hann var
styrktur til náms og settur í latínu-
skóla og lauk hann seinna stúdents-
prófi með 2. einkunn. — í ævisögu
sinni minnist hann á fjölda sam-
tíðarmenn sína, skáld, lista- og vísindamenn
sem urðu vinir hans og velunnarar og við
rekumst strax á nöfnin Ingemann og Oehlen-
schlager. í þessum hópi er einnig mesti
myndhöggvari aldarinnar, Thorvaldsen, sem
var íslenzkur í föðurætt eins og kunnugt er.
Þeir kynntust á Ítalíu í fyrstu utanför skálds-
ins og urðu strax góðvinir, en um þessar
mundir átti H. C. Andersen einna mestum
andbyr að mæta heima fyrir, bókmennta-
gagnrýnendur veittust harkalega að honum,
sérstaklega skáldið og menningarfrömuður-
inn Johan Ludvig Heiberg. í þessu sam-
bandi má minnast þess að Grímur skáld
Thomsen, seinna bóndi á Bessastöðum, varð
einna fyrstur með ritdómi í dönsku tímariti
til að benda Dönum á að mikið skáld væri
risið upp meðþjóðinni.
Vinátta H. C. Andersens og hins mikla
listamanns Thorvaldsens var náin og innileg
og okkur skilst að mörg ævintýri skáldsins
hafi skapazt í návist hans, eins og t. d. Óli
Lokbrá. Þeir dvöldu oft báðir lengri og
skemmri tíma hjá sameiginlegu vinafólki á
dönsku aðalssetri. Á einum stað segir hann:
„Oft konr það fyrir er við sátum í rökkrinu á
veröndinni, ásamt fjölskyldunni, að Thor-
H. C. ANDERSEN
Eftir Þóru Vigfúsdóttur
H. C. Andersen
•10
MELKORKA