Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 21
Avarp fyrir heimsþing mæðra sem kemur saman í sumar Við erum mæðui' og í nafni móðurástarinnar beinum við máli okkar til allra mæðra. Við, sem þekkjum þá gleði að eiga börn, þekkjum einnig þá sorg að missa þau. Það er skylda okkar að vernda þau fyrir þeim illu örlög- urn, sem ógna þcim, — hungri, kulda, sjúkdómum og styrjöld, sem hefur í för með sér allar þessar hörmungar. Allt of margar mæður hafa þungbæra reynslu af styrj- öld. Hún hefur eyðilagt mörg heimili, gert svo marga að munaðarleysingjum, eytt svo mörgum mannslifum. Og nú er enn hætta á styrjöld! Stríðsæsingarmenn reyna að stofna öryggi þjóðanna í hættu með því að hervæðast af kappi, með því að ala á ósamlyndi Asíuþjóðanna, og með endurvopnun Vestur- Þýzkalands, eins og ætlunin er með Parísarsamningun- um. Sú ákvörðun forráðamanna Norður-Atlanzhafs- Irandalagsins um að beita kjarnorkuvopnum, ef til stvrj- aldar kemur, leggur þessi ægilegu vopn í hendur þeirra, sem báru ábyrgð á fjöldamorðunum í Lidicc, Maidenek og Auschwitz. Hiroshima, Nagasaki og Bikini sýna hverri móður ljós- lega skelfingu kjarnorkuvopna. Við getum ekki lcyft, að slík vopn verði nokkru sinni notuð aftur. Ásamt friðaröflum alls heimsins munum við koma í veg fyrir að þeir, sem ógna lífi barna okkar, noti kjarnorkuvopn. Engum í heiminum má leyfast að beita þeim. Mæður í öllum löndum! Þótt hættan sé mikil trúum við því ekki. að styrjöld sé óumflýjanleg. Við höfum mátt til að koma í veg fyrir hana. Sérhver okkar verður að gera sér ljóst, að hún gctui ekki staðið hjá hlutlaus á meðan verið er að úndirbúa styrjöld; ef hún gerir það, bregzt hún skyldunni við börn sín. Konur og mæður, við erum hundruð milljóna og krefj- umst friðar. Þeir scm undirbúa styrjöld, spyrja ekki mæður um álit þeirra. Við verðum að bera fram kröfur okkar. Við viljutn ekki styrjöld. Við viljunt að vinátta riki milli alha þjóða og krefj- umst afvopnunar. Við krefjumst þess, að það afl sem nú MELKORKA kemur út þrisvar á án. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 25 krónur. í lausasölu kostar hvert hefti 10 krónur. Gjalddagi er 1. marz ár hvert. Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og afgreiðslu til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavíkur annast Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstræti 27, Reykjavík, sínti 5199. Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21. Nokkur eintök af fyrri árgöngunt ritsins eru enn fáanleg. l’UENTSM ÍÐJ AN HOLAR H-F V_______________________________________________ er notað til styrjaldarundirbúnings, verði helgað frið- samlegum störfum. Það er innileg ósk okkar aö kjarnorkan, mesta upp- finning aldarinnar, verði einungis notuð tnannkyninu til heilla og framfara. Konur og mæður í öllunt löndum! Til að bjarga börnum okkar, skorurn við á ykkur að sameinasf. Við skorum á ykkur að taka þátt í Heitnsþingi mæðra, sem lialdið verður í júlf 1955. Þar mæla mæður sér mót: — mæður, sem ekki gcta gleymt hörmungum styrjaldar. — mæður, sem hafa upplifað skelfingar loftárása. — mæður þeirra dánu, þeirra, sem líflátnir hafa verið og þeirra, sem hafa setið í stríðsfangabúðum. — mæður, sem eiga á hættu að synir þeirra vcrði kvadd- ir í styrjöld. — mæður, sem eiga börn er skortir mat, beimili og skóla. — tilvonandi mæður. — mæður, sein vilja halda hamingju lieimila sinna. — mæður allra þjóða, allra stétta, allra kynflokka, allra trúarskoðana og á öllum aldri. Við munum berjast fyrir því í sameiningu að vernda lífið gegn dauðanum, vináttu gegn hatri, frið gegn stvrj- öld. Ekkcrt getur stöðvað okkur í baráttu okkar fyrit hamingju og öruggri framtíð barna okkar. (Þetta ávarp var samþykkt einróma á fundi Alþjóða- sambands lýðræðissinnaðra kvenna í Gcnf 9.—13. febrúar 1955). M ELKORKA 53

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.