Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 19
Það ei* ómögulegt að sjá fyrir allar afleiðingar kjarnorkusprengjutilraunanna Ur viÖtali viÖ Iréne Joliot-Curie Þær „tilraunir" með atomsprengingar sem ameríkumenn gerðu á Marshalleyjum með þeim afleiðingum að japanskir fiskimenn ásamt fiskinum, sem þeir veiddu, urðu fyrir geislaverkunum, er hreint og beint glæpur gagnvart öllu mannkyni. Þessar tilraunir geta liaft ófyrirsjáanlegar og óútreiknanlegar afleiðingar á fjarlægustu stöðum og komið í ljós eftir mjög langan tíma. Þær geta orsakað áður óþekkta sjúkdóma sem geta lagt undir sig allan hnöttinn. Þær geta líka leyst úr læð- ingi geislavirkt ryk, sem getur fallið til jarð- ar hvar sem vera skal — hér hjá okkur — hjá ameríkumönnum — það er ómögulegt að segja hvar, Þetta segir Iréne Joliot-Curie, hún talar mjög hægt og íhugar vandlega. hverja setn- ingu. Hún situr í skrifstofu Curie vísinda- stofnunarinnar, sem hún veitir forstöðu, og þar er allt í fyllstu reglu, ekkert lrljóð kemst — Sjöunda hvert barn sem fæðist í Nagasaki er vanskapað Sfðan kjarnorkusprengjunni var kastað á Nagasaki 1945 hafa fæðzt þar 30,150 börn. Þar a£ eru 4,282 á einhvern hátt afbrigðileg. 1,046 börn hötðu afbrigði- lega beinabyggingu eða taugakerfi, vöðva- cða húð- sjúkdóma. 254 höfðu vanskapaðar varir eða tungu, 59 voru holgóma, 243 með vansköpuð innri líffæri, 429 með vansköpuð nef og eyru, 47 börn með van- þroska heila, 25 börn með enga heila og 8 börn án augna og augtialoka. (Úr skýrslu frá 18. sept. 1954). V_______________________ y inu ut'an að. En að baki þessarar kyrrlátu framkomu finn ég ólga reiði og sorg þessarar miklu vísindakonu, sem ásamt maka sínum hefur gert eina mestu uppgötvun okkar tíma, og sér nú þá uppgötvun notaða þannig, að í stað þess að verða mannfólkinu til fram- dráttar, getur hún orðið liið mikla slys mann- kyns. Iréne Joliot-Curie er prófessor við Sor- bonne háskólann í París og maður hennar, Frédéric Joliot, er prófessor við Collége de France. Þau fenau Nobelsverðlaunin saman. Hún hefur fengið óteljandi virðingar- og heiðursmerki — og sjálfsagt er engin kona henni framar eins og er. En við skulum ekki láta vísindakonuna skyggja á konuna. Há og grönn, með breitt, hvelft enni, augun skýr, næstum barnslegt bros, sem bregður stöku sinnum fyrir, ó- venjulegur persónuleiki orku og siðferðis- styrks. Hún heldur áfram: Hvorki mér né Frédé- ric Joliot-Curie komu á óvart „hinar óvæntu afleiðingar“ amerísku tilraunanna. Hinir bandarísku starfsbræður okkar geta ekki af- sakað sig með fáfræði eða undrun — það sem við vitum, vita þeir einnig! Þegar eldfjallið Krakatá gaus, héldust reykský frá gosinu mörg ár í loftinu um alla jarðkringluna. Og þá féll þetta ryk til jarðar á ýmsum, óvæntum stöðum. Því getið þér getið yður til hverjar afleiðingar geta orðið af kjarnorku- eða vatnsefnissprengingu. Geislavirkt ryk getur fallið hvar sem er á jörðinni — líka í Amer- íku. Og það þarf ameríska þjóðin að vita. Sú staðreynd að Bandaríkjamenn loka nokkrum MELKORKA 51

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.