Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 18
JAPANSKUR DANSFLOKKUR unclir stjórn frœgustu clansmeyjar Japana kom til Reykjavikur i marz- mánuði og hélt sjö danssýningar — var aðsókn mikil og var heillandi að sjá dans- og látbragðslist þessara jrœgu listamanna Sólarlandsins. — Koma þeirra er minnisstceður list- rænn viðburður. H. C. ANDERSEN Frh. af 47. bls. myndu allir Danir vilja vera börn hans til að geta kallað listakonuna systur. ,,Ég lield það verði of stór fjölskylda fyrir mig,“ sagði Jenny Lind brosandi. ,,Ég ætla heldur að velja mér einn bróður úr hópnum. Ander- sen, viljið þér vera bróðir minn,“ og skál bróðurins var drukkin. í niðurlagsorðum kaflans um Jenny Lind segir höfundur: ,,Hún yfirgaf Kaupmanna- höfn. Bréfdúfan flaug stundum með bréf á milli okkar og fundum okkar bar seinna saman í Þýzkalandi og Englandi, og mörg vötn féllu til sjávar og tímamir liðu, en ég vil endurtaka og leggja áherzlu á að það var Jenny Lind sem kom mér í skilning um hina heilögu köllun listarinnar, benti mér á að við verðum að gleyma okkur sjálfum í þjón- ustu hins æðra. Áhrif á mig sem skáld hefur enginn haft í jafn ríkum mæli og hún, á vissu tímabili, hvorki bækur, karl né kona, og skýrist þá, hversu lengi ég hef dvalizt við minningu hennar í þessari bók.“ „Ævintýri lífs míns“ mun verða komandi kynslóðum ekki síður en okkur uppspretta mikils fróðleiks um snillinginn sjálfan og samtíðarmenn hans utanlands og innan. Okkur fer að þykja vænt um þetta fólk og finnst það einnig eiga eitthvað af þakklæti okkar skilið. Stórmenni aldarinnar eins og Jenny Lind og Thorvaldsen verða stærri í okkar augum af því að þau skildu skáldið og voru sálufélagar þess.* Hundrað og fimmtíu ár eru liðin hjá. í heimi vetnissprengja og stríðsótta sem við byggjum í dag halda ævintýri danska skálds- ins heimsfræga að óma í eyrum okkar, eins og hljómur klukkunnar í einu af fegurstu ævintýrum hans, og við trúum því að menn- irnir eigi eftir að komast út úr ógöngunum, eins og í ævintýrinu, og næturgalinn að syngja aftur inni í grænum skógum framtíð- arinnar. * Jenny Lind giftist 1852 þýzka tónskáldinu og píanó- leikaranum O. Goldschmidt. Árið 1856 fluttist hún til Englands með manni sfnum og bjó þar þangað til hún andaðist, 1887, 67 ára að aldri. 50 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.