Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 12
Frd Italiu. liinna ýmsu landa. Ein Norðurlandakona skyldi aiiienda henni gjafirnar með nokkr- um velvöldum orðum og þakka henni vei unnin störf í þágu kvenréttindamálanna. Tvær konur úr stjórninni, þær Nina Spiller os Maroaret Mathieson völdu mig til að Ö o o framkvæma þetta fyrirvaralaust. Eg dreif nrig þá upp að háborðinu og ég held, að þetta lrafi teki/t sæmilega, að minnsta kosti var klappað vel og fyrrnefndar konur þökk- uðu nrér alveg sérstaklega fyrir á eftir. Af Norðurlandakonum fannst mér Ester Graff, hinn nýi forseti, bera af i glæsileik og góðri framkomu, en af Suðurlandakonum þótti nrér nrest koma til Parísarkonunnar Andrée Lehmann, sem er virðuleg í franr- komu og ræðusnillingur. Mér fannst lang- skemmtilegast að hlusta á ræður hennar. Þá vil ég 1 íka minnast formanns kvenréttinda- félags Napólíborgar, Antonette Sava Paterni, barónsfrúar. Hún er auk mælskunnar mjög fögur og glæsileg kona. Einnig kynntist ég vel Austurlandakon- unni dr. Ezlynn Deraniyagala, sem er for- maður félags þess á Ceylon, sem sjá mun um þingið og afmæiishátíðina í sumar. Hverjir scckja þing Alþjóðakvennasam- bandsins? 44 Hvert land má senda 12 aðalfulltrúa og 12 varafull- trúa. Fulltrúar frá ýmsum alþjóðakvennasamtökum, sem ekki eru sambandsfé- lög I. A. W. sitja þingin, svo sem frá Alþjóðafélagi há- skólakvenna, Heimssam- bandi sveitakvenna og Kristilegu félagi ungra kvenna, svo nefnd séu kvennasamtök, sem þekkt eru hér á landi. Þar að auki koma fulltrúar frá Samein- uðu þjóðunum, Alþjóða- vinnumálastofnuninni og UNESCO. Þá geta og allar konur, sem eru einstakl- ingsmeðlimir I. A. W. sótt þingin. Samband- ið iiefur áhuga á því, að senr flestar konur séu einstaklingsfélagar. Ég vil hvetja konur til að gerast einstaklingsfélagar í Alþjóða- kvennasambandinu. Það kostar aðeins eitt sterlingspund (raunar er liærri upphæðþakk- samlega þegin), og fær þá félagskona blaðið International Women’s News ókeypis. Ann- ars kostar blaðið 10 shillinga. Það er mánað- arblað, sem er aðallega á ensku, en einn þriðji hluti þess er á frönsku. Auk þess að fá blaðið fyrir pundið sitt, fá einkafélagar fundargerðir þinganna og fundarboð send beint. Hvenœr verður nœsta þing og hvar verður það haldið? Næsta þing verður sem sagt haldið í Co- lombo á Ceylon í sumar, dagana 18.—30. ágúst. Það verður jafnframt afmælishátíð sambandsins. Félagsskapurinn „All-Ceylon Women’s Conference", sem er mjög öflugt, en aðeins 10 ára gamalt félag, mun sjá um þingið og öll hátíðahöld viðvíkjandi afmælinu. Heldurðu að verði ekki töluvert heitt um þingtímann þarna suðurfrá, aðeins fáeinar gráður frá miðbaug? MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.