Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 17
Og hver og ein hefur sínu mikilvæga hlutverki að gegna. Ekki er Öskjuhliðin vel hirt. Þar standa ryðgaðir bragg- ar frá stríðinu og gaddavírsvef jur og girðingar og víggirð- ingar allt í kring, tunnur, spýtur og möl. Á íþróttasvæðinu voru strákar að leika sér og litlir strákar með stóra hvíta lubbakolla voru að hoppa uppi í hlíðinni á steinunum. Kollarnir þeirra skinu milli grárra steina eins og stærð- ar holtasóleyjar. Þeir eru samskonar gróður og þessar litlu heiðajurtir, sem cg finn í Öskjuhlíðinni og una sér svo vel í holtinu, þar sem ekki er búið að rækta. En Jrað er búið að rækta stóra spildu efst í Öskjuhlíð- inni, og lyngi og grjóti rutt úr vegi. Þarna verðttr líklega grænn hóll áður en lýkur. hað eru orðnar fáar leiðir fyrir göngufólk úr henni Reykjavík. Þeir sem ekki hafa bíla og vilja komast út fyr- ir bæinn gátu áður fyrr farið í heilsubótargöngu upp á Öskjuhlíð og andað Jrar ferskara lofti cn er í bænum. Mér finnst þó nokkuð atriði, að melar og heiðagróður verði á regi manna á hressingargöngu og get ég ekki liugsað mér heppilegri lystigarð fyrir Reykvíkinga en einmitt Öskjuhlíðina eins og hún var fyrir stríð. Það yrði mikill gróði fyrir náttúrudýrkendur ef ruslinu yrði ýtt til hliðar og grjótið látið vera og íslenzkum heiðagróðri leyft að dafna í friði. Japanar. Það fréttist að fólk styndi og púaði og gengi út í hrönn- um. Þetta væri enginn dans og hljómlistin [reirra svæfði menn. Það var á sýningu japanska dansflokksins sem hingað kom á vegunr Þjóðleikhússins. Þessi japanski dans er óvenjulegur og furðulegur. Hann sameinar allar listgreinar, dans Jreirra er hreyfing eftir hljóðfalli, málverkasýning, saga, leiklist, allt í senn. Aldrei er dauður púnktur og litavalið svo auðugt, að jafnvel abstraktmálarar gætu sagt gúmoren. Japanarnir eru ekki hræddir við liti, dans þeirra er litaflóð. Lita- flóðið mikla. Frjáls verzlun. í höfuðborg vorri, þar sem minnismerkin eru reist frjálsri verzlun til þess að útlendingar sem rekast hingað haldi ekki að við séum einhver lýður, er dálitið gaman að verzla. Menn geta eytt sínum síðasta skilding í flík, sem er bara nothæf einu sinni, eða Jrar til hún er Jrvegin og hleypur [rá í kökk og er ójrekkjanleg frá því hún blasti við í búðarglugga. Svona flík er ekki seld fyrir neinn snráaur, það væri líka annaðhvort að gefa slíkan grip, sem hvergi myndi fást lélegri fyrir liærra verð nokkurs- staðar annarsstaðar í heiminum. Skiljanlegt er það, að innflytjendur vilji hagnast á ein- liverju, helzt að kaupa 5. flokks vöru í útlöndum og selja okkur sauðsvörtum almúganum sem fyrsta flokks. Svo mannlegir erum vér neytendnr og svo umlrurðarlyndir, að við látum þetta viðgangast frá ári til árs. Samt er einn varningur setn ekki fæst, jafnvel ekki sæmilega dvr. og eru Jrað Jiægilegir lághælaðir kvenskór. Ég býst við að fólk í flestum löndum geti fengið sér skó á fætur, ef Jrað á peninga fyrir þeim. En þeir skór sem hér fást hæfa ekki nokkrum fæti, skilja eftir lilöðrur, sár eða algjört mjóaleggsleysi. Neytendur skónna eru orðnir kúfuppgefnir um nón og verða ]>aö síðan til ei- lífðarnóns. Það má gera því skóna, að skóleysið og vörusvikin verða aðalsmerki frjálsrar verzlunar á 100 ára afmælisári hennar. í SUMARBÚST AÐINN: PúSi og lampaskermur úr samskonar efni. MELKORKA 49

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.