Melkorka - 01.06.1957, Síða 8

Melkorka - 01.06.1957, Síða 8
GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR: HJÁ ARARAT Ferðasögubrot frá Armeniu Síðastliðið smnar buðu Samtök sovétkvcnna Menning- ar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna í Reykjavík að senda sex manna sendinefnd til Sovétríkjanna til hálfsmánaðar dvalar þar. Eftirtaldar konur tóku þátt í för þessari: Halldóra B. Björnsson, rithöfundur frá MFIK (Menningar- og friðarsamtökum ísl. kvenna), Arnheiður Sigurðardóttir stud. mag. frá Lestrarfélagi kvenna, Valgerður Guðmundsdóttir kennari, Reykja- vík, Steinunn Bjarman ritari, frá deild MFIK Akureyri og undirrituð sem skrifar þessar línur. Frú Kristín Sigurðardóttir, fulltrúi Kvenréttindafélags íslands, ein af nefndarkonunum, veiktist í Helsingfors og varð að snúa heim aftur. Við lögðum af stað til Helsinki með Dettifossi þann 23. júlí. I'órum þaðan með rússneskri járnbrautarlest til Leningrad. í Leningrad dvöldum við í þrjá daga og héldum síðan ferðinni áfram til Moskvu. Eftir fjögra daga dvöl þar flugum við til Armeníu og vorum þar í nokkra daga, lengst í Erevan, höfuðborg landsins. í þessum þrem borgum heimsóttum við margskonar menningarstofnanir, svo sem söfn, kirkjur, æskulýðs- hallir, sjúkrahús og skóla. A kvöldin fórum við í leik- hús og aðra skemmtistaði eða sátum veizlur. Allstaðar þar sem við komum fengum við hinar höfðinglegustu móttökur og hlýtt og ástúðlegt viðmót. Margt af því sem fyrir okkur bar á ferðalaginu, mun verða okkur ógleymanlegt, þar á meðal hcimsóknin á samyrkjubúið Efra Artashat í Ararat héraði. Því mun ég hér á eftir segja frá þessari heimsókn, þó ég viti að orð-mín geta ekki vakið í htiga lesandans þau óviðjafn- anlegu áhrif, sem við urðum fyrir. Samyrkjubúið Efra-Artashat Er við komum á samyrkjubúið tók bú- stjóri á móti okkur fyrir utan stórt hús, sem var félagsheimili og skrifstofur. Bústjórinn var miðaldra maður svartur á hár og brún- eygður eins og allir Armenar. Hann minnti einna helzt á, að okkur fannst, myndarlegan íslenzkan bónda. Er við höfðum tekið sæti þarna á skrif- stofunni ásamt túlkum og fylgdarliði, sagði bústjórinn okkur ýtarlega frá skipulagi bús- ins og starfsháttum öllum. Mun ég drepa hér á nokkur atriði úr ræðu hans: Samyrkjubú þetta sagði bústjóri að væri félagsbú stofnað 1928 og telur þrjúþúsund manns. Tvö þúsund og fjögurhundruð vinna við búið — en sex hundruð vinna annars staðar, við baðmullar- eða grænmet- is- og ávaxtaframleiðsluna, eins og t. d. á vínberja- og melónuökrum. Aðalfundur samyrkjubúsins, sem lialdinn er árlega, ákveður hve mikið starf skuli teljast einn vinnudagur og einnig dagkaup- ið fyrir slíka vinnu. Það daglega starf, sem hverjum og einum er ætlað á búinu, er auðvelt að leysa af hendi, bæði fyrir yngri og eldri, á 7—8 klukkustundum. Algengt er að fólk vinni 350—400 slík dagsverk á ári — en sumir afkasta sem svarar til 600 dags- verka á ári og fá auðvitað kaup eftir því. Árið 1956 var kaup fyrir áætlaðan vinnu- dag 18 rúblur, 4 kg vínber, 2i/£ kg jiurrkað- ir ávextir, og 300 gr mjólkurafurðir, 1 kg grænmeti, ll/2 kg hveiti og 250 gr vodka. Nokkrum hluta af tekjum búsins er skift á milli bændanna. Tilskijdri upphæð er varið til ýmiskonar menningarframkvæmda, 10—15% árstekna fer til viðhalds búinu, 7% er látið í ellistyrktarsjóð. Ef tekjur bús- ins fara langt fram úr áætlun er peningum og miklum vörubirgðum skipt á milli bænd- anna. Ef samyrkjubóndi verður veikur fær liann ókeypis læknishjálp, meðöl og dagpen- inga. Samyrkjubúið á ýmsar eignir fyrir utan jarðirnar, svo sem skóla, lieilsuverndarstöð, kornmyllu og vínræktarstöð. í sambandi við 40 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.