Melkorka - 01.06.1957, Qupperneq 16

Melkorka - 01.06.1957, Qupperneq 16
HANNYRÐIR Eftir Grethe Benediktsson VOFFLUSAUMUR „smock“ -saumur Þessir saumar eru ekki sízt fallegir á krakkaföt og telpukjóla, en það má líka nota þá t. d. á blússur og náttkjóla á fullorðna. Auðveldast er að nota röndótt eða köflótt efni, en einlitt efni útiieimtir sérstakan und- Telpukjóll. Smokksau mur. irbúning. Sjáið uin að nota garn, sem litar ekki frá sér. Bómullarefni og amagergarn er yfirleitt henttigast. Efn- ið á að vera þrisvar sinnum breiðara en stykkið þegar það er búið. Saumað er í tveimur þáttum, fyrri þátturinn, rykk- ingin, er dálítið leiðinlcgur, cn sá seinni, saumurinn sjálfur, er skemmlilegur og fljótlegur. Þýðingarmikið er að og efnið teygt langsum til þess að fellingarnar verði að liggja nákvæmlega bver undir annarri; því verður að nota málband, reglustiku og blýant á einlitt efni og sctja punkta með jöfnu millibili, venjulega yí,—f sm„ og með 1—11/2 sm. milli raðanna. Notið langan tvinna- spotta með sterkum bnút á endanum við rykkinguna, stingið ofan í punktana og upp mitt á milli. Þegar búið er að þræða allar raðirnar, eru þræðirnir dregnir fast að og efnið teygt langsum til þess að fellingarnar verði skarpar. Nú er losað um þræðina þangað til stykkið hefur þá breidd, sem óskað er eftir. Saumað er frá vinstri til hægri eða, réttara sagt, frá sér; myndirnar sýna aðferðirnar. Almenn regla er að taka í næstu fellingu við hvert spor, en með því kemsl teygja í sauminn. í vöfflusaumi má láta þráðinn liggja á réttunni milli raðanna, eins og sést á myndinni. Það má nota margs konar spor að auki eins og t. d. greinar- sporin á telpukjólnum á myndinni, en Jrá er auðvitað saumað í venjulega átt, eins og sporið útheimtir. 48 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.