Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 6
okkur það, að við getum vel verið án hers- ins fjárhagslega. Mikið af peningum fer til þess að kaupa erlent vinnuafl. En sú lífs- skerðing sem brottför hersins myndi hafa eða á að haía, er ekki skerðing launa litla mannsins, alþýðunnar, heldur á óhófinu, óþarfa kaupum í útlöndum, einkaflugvélun- um og þvíumlíku. Að öðru leyti eiga her- námssinnar ekkert málefni. Óheilindi A-bandalagsmanna á íslandi vekja mér mikla furðu. Ég heyri með for- undran orð Bjarna Benediktssonar, þess manns, sem lagði allt í sölurnar til þess að koma okkur í stríðsbandalagið og útvega okkur og börnum okkar erlenda hermenn svo við værum hvergi óhult á landi okkar. Hann segir á afmæli A-bandalagsins í út- varpið: „íslendingar munu allir fagna því, þegar þeir tímar koma að erlent herlið þarf ekki að dvelja lengur á Islandi.“ Við lesum orð Hermanns Jónassonar í bréfi til Búlganins, að einlægur friðar- og frelsisvilji íslendinga komi glöggt í ljós í sambandi við inngöngu þeirra í A-banda- lagið. Og þar tekur hann skýrt fram, að við viljum ekki hafa her og höfum aldrei vilj- að hafa herinn. En þegar tækifærið býðst og við ættum að hafa það í hendi okkar að losna við þessa óþörfu smán, þá er annað uppi á teningnum. Her í dag en ekki á morgun, en svo Iiinn og hinn og hinn og kannski ekki hinn. Og svo hinn. Allir full- vissa þeir okkur um að þeir vilji ekki að herinn sé. Ég var á palli alþingis þegar núverandi og þáverandi utanríkisráðherra gerði grein fyrir því hversvegna herinn ekki færi og hann bætti því við, að vitanlega vildum við í framtíðinni ekki hafa her. Vandamálum heimsins er borið við í dag eins og aldrei hafi verið uggvænlegt útlit í alþjóðamálum fyrr. Uggvænlegt útlit í al- þjóðamálum er okkur kærkomið tilefni til þess að gugna. Fara ráðamenn Sviss svona að ráði sínu? Er það hlutlaust í dag en ekki á morgun? Fóru Kýpurbúar svona að ráði sínu? Nei, þeir dóu fyrir málstaðinn. Fara Afríkumenn svona að ráði sínu? Nei, þeir sitja í svartholinu í arðrændum nýlendun- um. Hjá okkur býr annað undir en uggvæn- legt útlit í alþjóðamálum, sem borið er við sí og æ. Og það sem undir býr er löður- mannlegra en nokkurn skyldi gruna. Það var í Ameríku sem Bjarni Benedikts- son samdi af okkur landsréttindin. Mér er sem ég sjái hann hafa staðið á Lögbergi og svarið af okkur landsréttindi í augsýn allra landsmanna. Það var á Parísarfundinum 1957, sem Hermann Jónasson gugnaði á því að reka burtu herinn. Það er í Nato, Atl- antsráðinu, sem utanríkisráðherra okkar treystir sér ekki til þess að standa við sínar eigin óskir um að herinn fari. A-bandalagið hefur gert okkur það, að okkur er skipt í tvennt og við getum ekki sameinazt. Það hefur magnað ókunnan anda með íslendingum, það hefur ýtt undir alla gróðafýkn, vændi er hræðilegt böl sem þró- ast í skugga þess, það skerðir öryggi okkar í uppeldi barna, við erum hrædd við eigið þjóðfélag, það skerðir frelsi útvarps og held- ur íslendingum í heljargreip. Þegar brezkt herskip setti nokkra íslenzka menn á land í trássi við landhelgisgæzluna og valdi til þess sjálfa Keflavík, höfuðvígi Bandaríkja- manna á íslandi, sýndu þessi tvö stórveldi, að þau vinna saman gegn hagsmunum ís- lendinga. Vitanlega er þeim alveg sama um Islendinga. Á 10 ára afmæli A-bandalagsins höldum við hátíð þess að bandalagið hefur stungið rýtingnum í bakið á minnstu þjóð innan þess vébanda. Við höldum hátíð þess hversu margar íslenzkar sveitir liafa lagzt í eyði, hve íslenzk tunga hefur spillzt í nám- unda við hernámsliðið, en íslenzkir her- námssinnar verða stöðugt háðari útlending- um í eigin landi. Eftir 10 ár í A-bandalaginu hafa Banda- ríkjamenn náð fram úr 700 ára kúgun Norðmanna og Dana í afsiðun, málspjöll- um og landspjöllum. Nú ætla ég að ljúka þessu skrifi með því 38 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.