Melkorka - 01.06.1959, Page 12

Melkorka - 01.06.1959, Page 12
Nefndin skilaði af sér störfum til Alþing- is undir lok þingsins, og frumvarp hennar kom aldrei nema fyrir efri deild og var af- greitt þaðan með meðmælum Trygginga- ráðs og heilbrigðis- og félagsmálanefndar efri-deildar. Aðalhækkunarliðir frumvarps- ins eru 20% hækkun á elli-, örorku og barnalífeyri að grunnupphæð, en þó ekki tekið neitt til greina að jafna þau 30%, sem barnalífeyrir eða meðlag hefur lækkað að grunnupphæð frá setningu laganna, sé bor- ið saman við elli- og örorkugrunnupphæð, auðvitað liefur það verið ætlunin að þessar bætur ættu að fylgjast að, þó einhverjum háum herrum liafi tekizt að bregða fæti fyrir það. Auk þess eru tilsvarandi breyting- ar til hækkunar á öðrum bótum, t. d. hækk- ar hjónalífeyrir um 10%. í frumvarpinu er lagt til að þessar breytingar gangi í gildi 1. jan. 1960, nema skerðingin á lífeyri skal standa til ársloka 1960. Um þetta atriði barst þó nefndinni tilmæli frá Karli Guð- jónssyni og Jóhanni Þ. Jósepssyni, þing- mönnum Vestmannaeyja, um að skerðingar yrðu þegar felldar niður. Fylgiskjal segir útgjaldaaukningu af þess- ari hækkun miðað við árið 1959 og nýju vísitöluna 100, verða 33,8 milljónir, — og þó segir í frumvarpinu skýrum stöfum að þörf væri meiri hækkunar á elli- og örorku- bótum en frumvarpið gerir ráð fyrir. Bent er á, að ef hækkað yrði aldursmarkið mætti þar fá nokkrar milljónir. Þótt lífeyrisþegi, sem dvelur á elliheimili fái uppbót á elli- styrkinn samkvæmt 23. gr. almannatrl., en verja má í þessu skyni nú 7% af heildar- upphæð elli- og örorkulífeyris fyrra árs (nefndarmenn leggja til að þessi upphæð hækki í 10% 1960) og takmarkast því eðli- lega mjög, þá verða aðstandendur samt að borga 6350 á ári að auki, og hver veit hve- nær verðbólgan tekur til og gerir þessa upp- hæð enn verulegri. Skiljanlega er þetta á- stand þungbært fyrir vandamenn öryrkj- anna fjárhagslega. Fjöldamargt launafólk berst í bökkum fjárhagslega og tekur það því sárt að sjá ástvini sína nálgast það meira og meira að komast á sveitina í bók- staflegum skilningi. Góðar almannatryggingar eru því eitt af nrikilsverðustu hagsmunamálum launþega, og þeir þurfa að opna meira augun fyrir því en hingað til, að þeir í kosningum geta lagt sjálfum sér lið, og á þann hátt tryggt áhrif sín á félagsmálalöggjöfina í landinu. í greinargerð frumvarpsins er samanburð- ur á bótum hér og í Svíþjóð og Danmörku, og standa þau lönd þó ekki fremst með til- liti til félagslegs öryggis. Nefndarmenn geta þess að bótakerfi hinna ýmsu landa séu nokkuð misjöfn, svo að hlutfallstölur séu ekki fullkomlega sambærilegar, og jafn- framt sé þessi samanburður varhugaverður vegna mismunandi ákvæða skatta- og út- svarslaga og með tilliti til fjölskyldubóta. Samanburðurinn er gerður í október síð- astliðnum, eftir að til framkvæmda eru þá komnar tvær hækkanir á grunnupphæð líf- eyris, 5% hækkun í júní 1958 á laun fyrir neðan 4. launaflokk og á lífeyrisbætur. Þá er barnalífeyririnn eða meðlag í fyrsta sinn frá setningu almannatryggingalaganna, hækkað samtímis elli- og örorkubótum að grunnupphæð, og um næstu kauphækkun sem er 9i%% í sept. gildir það sama. Eftir að samanburður þessi var gerður, var ákveðið með lögum, að flestar bætur al- mannatrygginganna skyldu greiddar með vísitölu 185 frá 1. febrúar 1959, þótt laun væru ekki greidd með hærri vísitölu en 175. Samanburðurinn er þó ekki hagstæðari en raun ber vitni að því er varðar einstakl- ingslífeyri: ísland 17,0% af launum verkamanna Danmörk 30,2% - - - Svíþjóð 35,0% - - - Eftir 20% hækkun yrði Idutfallstala ís- lands þó ekki hærri en 23,8%. Samanburður á lífeyri hjóna ááðurnefnd- um Norðurlöndum er þannig: 44 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.