Melkorka - 01.09.1960, Page 10

Melkorka - 01.09.1960, Page 10
Keflavíkurgangan fer um Hafnarfjörð. saman við hernaðárþjóð og týna siðum okk- ar á útskeri liins byggilega heims. Þegar útlit var fyrir að þjóðir sættust fannst okkur livað mest tilefni til mótmæla- göngu hér. Þegar sáttarútlit tók að minnka var enn meira tilefni til göngu. Þá var fyrst sú hætta á ferðum að hið norðlæga útsker yrði þeirrar verndar aðnjótandi sem er vernd allra vernda, þjóð þess hyrfi af sjón- arsviðinu; þjóð þess liefði lagt sinn skerf fram handa Bandaríkjunum. Um það bil sem undirbúningsnefnd Keflavíkurgöngunnar komst í mark svo ekki varð við snúið, komu fréttir frá Japan um einhverja stærstu demonstrasjón gegn lierstöðvum og íhlutun erlends ríkis sem við höfðum enn heyrt sagt frá. Þögular mót- mælaaðgerðir þeirra styrktu okkur og hvöttu. Undirtektir undir okkar °ön°u o O urðu miklar og góðar. Bara örfáir töldu úr. Við gengum af stað. Athyglisverðust voru andsvör hernáms- 50 sinna og Natómanna. Fyrst átti aðhlæja þess- ar aðgerðir í hel, þegar það ekki tókst, átti að þegja þær í liel. Herstöðvasinnar settu upp hundshaus og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir reyndu að segja rangt frá staðreyndum, fregninni um gönguna var brenglað vísvitandi í hinu hlutlausa út- varpi. Loks gátu þeir ekkert að gert og þeg- ar gangan hófst voru þeir á vegunum að horfa, bílar þeirra stóðu í þyrpingu með- fram vegunum, andlit þeirra forvitin á rúð- unum, ein og ein móðir eða átjánbarnafað- ir öskruðu út um lúxusbífinn sinn: „herinn skal aldrei burt“. Pels og sigling stóð skrif- að á sum þessara andlita eða ef til vill gólf- sópingar. Það sátu hjón í bíl rétt hjá Hafn- arfirði. Maðurinn hrópaði útum opinn gluggann: „Lengi lili erlendur lier á ís- landi“. En konan gaf honum utanundir með töskunni sinni og hjólaði upp rúðunni. Nokkrar stundir eru mér minnisstæðastar úr göngunni, ein var sú þegar við loksins lögðum af stað frá Keflavíkurhliði, eitthvað MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.