Melkorka - 01.09.1960, Qupperneq 14

Melkorka - 01.09.1960, Qupperneq 14
sagt í umræðunum: Málið ætti að liggja ljóst fyrir hvað mínu landi viðvíkur af því að við höfum enga vopnaða heri og því ekkert til þess að afvopna." En bætti samt við að fsland gæti ekki tekið aftur ábyrgð sína og skyldur á tímum þegar enginn staður á jörð- inni væri óhultur ef heimsbálið yrði kveikt. í ávarpi allsherjarnefndarinnar segir að afvopnuri sé mikilvægasta vandamál sem uppi sé í heiminum í dag og þar er látin í ljós sú von að strax verði eitthvað að gert sem mætti koma til leiðar algjörri afvopnun og verða að samkomulagi. 10 þjóða nefndin sem skipuð hafði verið áður, fékk í hendur það verkefni að koma þessu á rekspöl. Nefnd- in er nýtekin til starfa í Genf. I samþykkt allsherjarnefndarinnar er fólgin hljóðlát viðurkenning á því að stríð sé tilgangslaust og þessi staðreynd gerir aðstöðu okkar ltetri enda þótt það kunni að hljóma sem mótsögn. Afvopnunin sem Bis- mark kallaði áður fyrr draum og ekki einu sinni fagran draum er núna eina leiðiri sem við eigum kost á ef við viljum ckki halda áfram að lifa við gjöreyðingarhættu og fjárskort eða það sem verra er en fjárskortur, fá- tækt og neyð. Við höfum að vísu ekki orðið göfugri en áður og sambúðin hefur ekki orðið hetri. En við erum að vakna til meðvitundar um það að okkur er engra kosta völ. Hjá sumum okkar hefur hugarfarsbreyting átt sér stað. Þetta vekur vonir. Hið leiðinlcga er hins vegar að nær því ekkert hefur gerzt. Aðeins eitt — og það cr þó ánagjuleg staðreynd — er það að Sovétríkin hafa fækk- að í herjum sínum um 1.200.000 manns. Annars er stríðshefðin alveg órofin og öll fyrirtæki hennar óhreyfð en á meðan bíðum við eftir árangri af fundi afvopnun- arnefndarinnar og byggjum vonir okkar á fundi æðstu manna sem á að vera 16. maí. Við höfum fengið frest, en við gelum sannarlega ekki setið aðgerðarlaus. Her- foringjarnir og margir stjórnmálamenn í mörgum lönd- um tala um og mæla með vígbúnaði rétt eins og ekk- crt hefði verið sagt í allherjarnefnd Sameinuðu þjóð- anna. Nýjar tillögur eru samþykktar, ný vopn fram- leidd, vopnahirgðirnar (kjarna) aukast, flugskeytin verða æ fullkomnari. Einn talsmaður stríðsins í Banda- ríkjunum skrifaði nýlega vegna baráttu sem friðarvin- ir háðu: „Við höfum haft þann hátt á að leiða storm- inn hjá okkur og þegar hann er liðinn hjá tökum við upp þráðinn þar sem honum sleppti og höldum áfram eins og áður.“ Hættan er sú, að þeir sem vinna í þágu friðarins verða oft að vinna í hjáverkum en þeir sem vinna í þjónustu stríðshefðarinnar eru opinberir starfs- menn og launaðir. Þeir mala og mala dag eftir dag — jieir leiða hjá sér storm friðarbaráttunnar aftur og aftur. Almenningsálitið jtarf að beinast gegn ófriði í sívax- andi mæli, fleiri og fleiri þurfa að taka virkan þátt í þessu. 'I il þess að |rað megi takast, þarf þckkingu og meiri þekkingu og sameiningu allra friðarafla, að sann- færa alla um að ófriður sé öllum skaðsamlegur. Þekking hefur vaxið afarmikið en við gerum okkur ekki ánægða með minna en það, að öllum verði ljóst, að nútíma styrjöld er sania sem tortíming mannkynsins. -1000 ægi-vetnissprengjur nægja til að fullkomna þetta verk, og nú sem stendur hafa Bandaríkin mátt til að tortíma 10 sinnum og Sovétríkin 5 sinnum. Við verð- um að gera Jrað lýðum ljóst, að allar álfur hnattarins eru undir þetta seldar, þó að svo kunni að fara, að eyðileggingin verði ekki alger alls staðar. Umfram allt verðum við að gera það heyrurn kunnugt, hvílík hætta óbornum kynslóðum er búin af slíkri styrjöld og hví- lík ábyrgð hvílir á þessari. Hingað til hefur mannkyn- ið ekki megnað að spilla erfðavísum sínum svo veru- legu næmi. Nú er það í lófa lagið með kjarnorkustríði- Við verðum einnig að leggja áherzlu á, að jafnvel undirbúningurinn undir kjarnorkustyrjöld, sprengju- tilraunirnar, eru mannkyninu hættulegar. Og að síð- ustu megum við ekki dylja það, að fyrirætlanir um eitur- og sýklahernað crtt á döfinni, og að þeirra vegna er ekki sízt bráð þörf á algcrri afvopnun. Ekkert ann- að dugir. Meðan Jressi marghöfðaða ófreskja fær að halda einu höfði, munu henni vaxa ný. Þess vegna hljótum við að sameina friðaröflin, með engu móti öðru munu Jjau koma fram ællun sinni og verða nógti sterk. Stríðsöflin reyna að sundra jicim. Allir sem starfa í þágu friðarins verða nú að gera sér ljóst hve áríðandi er að starfa saman. Konurnar hafa nú sligið fyrsta sporið til að leiða almenningsálitið í átt til sameinaðs vilja til algerrar afvopnunar. Það gcrðist í Kungalv í Svíþjóð dagana 10.—12. des. 1959, og var þá haldin þar alþjóðleg ráðstefna að undirlagi Alþ.samb. lýðræðissinnaðra kvenna, sem sendi áskorun til kvenna í ölluin löndunr frá stjórnarfundi sínum í okt. Ráðstefnan var ekki fjölmenn, fulltrúarnir voru 60 og komu frá 27 löndum, en samkomulagið reyndist gott, þó að skoðanir væru skiptar um ýmsa hluti. Ráð- stefnan sendi áskorun til allra kvenna: „Nú er nauð- synlegt að gleyma allri misklíð og samhæfa alla við- leitni okkar til að ná settu marki." Ráðstefnan sendi líka lrréf til allra þjóðhöfðingja stórveldanna, jrar sein svo er að orði komizt: „Það er óhjákvæmilegt að rækta með sér traust og bróðurþel, en þetta er hinn traust- asti grundvöllur samvinnu meðal þjóðanna." Gleðilegt væri cf margir hér vildu verða til að sam- einast um jrær óskir og vonir sem hin aljrjóðlega af- vopnunarráðstefna kvennanna lét í ljós í bréfinu til hinna fjögurra æðstu manna stórveldanna, sem saman eiga að koma: „Við vonum að á fundi æðstu manna verði tekin til meðferðar undirbúningur að: — Algjöru banni við kjarnorkuvopnatilraunum. — Samningum um að jafna öll deilumál og ófrið, sem nú er á döfinni. 5-1 MEEKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.