Melkorka - 01.09.1960, Qupperneq 20

Melkorka - 01.09.1960, Qupperneq 20
’ mm Fyrsti kvenforsætisráðherra i heimí Frú Sirimavo Bandaranaike hefur hlotnazt sú virðing aö verða fyrsti kvenforsætisráðherra í heiminum. Hún er ekkja sjálfstæðisleiðtoga Ceylonsbúa sem var myrtur í september 1959. Hún virðist hafa eitthvað af skap- lyndi Ólafar Loftsdóttur ríku því í stað þess að gráta mann sinn safnaði hún liði í kosningabaráttu gegn pólitískum andstæðingum með þeim ágætum að flokkur manns hennar vann glæsilegan kosningasigur í júlímán- uði. Ceylon hefur lotið nýlendustjórn öldum saman, síðast Englendingum. 19-18 var lýst yfir sjálfstæði eyjarinnar en stéttarmunur er mikill og kjör almennings bágborin. En mikill framfarahugur hefur gripið þjóðina síðan hiín fckk fullveldi sitt og ráðizt hefur verið í á seinni árum stórkostlegar verklegar framkvæmdir. Þjóðin telur um 8 milljón íhúa, en á blómaskeiði hennar fyrir 2000 árum voru íbúarnir um -15 milljónir og þá blómguðust einstæðar bókmenntir og listir hjá þessnm eylandsbú- um og svo var gróðursæhiin mikil, og er enn á þessari fögrti eyju að skrifaðar hafa verið ótal bækur til að sanna að þar hafi aldingarðurinn Eden verið. Te og kókoshnetur eru aðalútflutningsvara, cn hinar víðáttu- tniklu teekrur eru þó ennþá að mestu leyti í höndum útlendinga. Konur láta mikið til sín taka í cfnalegri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og Sirimavo Bandara- naike sýnir að ceylonskar konur hafa hugrekki og skap að berjast fyrir þjóð sína. p y Eftir lestur Melkorku FrelsiÖ oss veitir hinn fegursta arf svo fjarlœgan ancllausu striti. Melkorku þakka ég mikilvœgt starf hún mcclir af þekkingu og viti. Lilja Björnsdóttir 60 MELKORK \

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.