Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 4
Um Eiðinn, kvæðaflokk Þorsteins Erlingssonar Eftir Nönnu Ólafsdóttur Niðurlag. Eiðurinn er ekki nema annar hluti kvæða- flokksins, eins og hann átti að verða. Því, sem Þorsteinn hafði ort af síðari hlutanum, brenndi hann stuttu fyrir andlát sitt, að sögn frú Guðrúnar, konu skáldsins. Bjarni frá Vogi segir í Þjóðólfi 1903 frá því, hvern- ig Þorsteinn hafði hugsað sér byggingu Eiðs- ins. Fyrri hluti Eiðsins átti þá að vera í tveim köflum; héti hinn fyrri Kossinn, en hinn síðari Eiðurinn. Þriðji kaflinn átti að heita Reiðarslagið. Ætlaði hann þar að lýsa sorgum og hugarstríði Ragnheiðar og ævi- lokum. Bjarni segir, að úr jiessum kafla séu til einstök kvæði. En mikið vanti hér í, jiví að þessi kaflinn verði lengstur og erfiðastur viðfangs, en vonandi fallegastur. Fjórði og síðasti kaflinn átti að heita Hrunið. Þar skyldi lýst Brynjólfi, hugarangri lians vegna örlaga Ragnheiðar. Segir Bjarni, að höfund- ur hugsi sér þann kafla 2—3 arkir að stærð. Um 9 árum áður hafði Þorsteinn hugsað sér Eiðinn aðeins sem meðalkvæði, að því er ráða má af frásögn í Þjóðviljanum unga 3. nóv. 1894. í þessu blaði Skúla Thoroddsens og þenn- an dag, 3. nóv. kom fyrst á prent kvæði úr Eiðnum. Það var kvæðið í leyni. Það var svo endurprentað næsta ár í 1. árg. Eimreið- arinnar ásamt kvæðunum Ragnheiði og því kvæði, sem síðar hlaut nafnið Til feðranna, en heitir í Eimreiðinni Kossinn. í 2. árg. Eimreiðarinnar (1896) er framhald Kossins og er nú hluti þess kvæðis, sem síðar fékk það nafn, og höf. jók og breytti. Þá voru í þessu sama riti kvæðin Álfar, Menn (sem síðar hlaut nafnið í Mannheimum) og Hann. Önnur kvæði úr Eiðnum voru ekki prentuð sérstaklega, en þessum kvæðum, að undanteknu kvæðinu í leyni, breytti Þor- steinn talsvert fyrir prentunina 1913. Sá hluti Eiðsins, sem skáldið lauk við er 18 kvæði, mjög mismunandi löng, 5—49 vís- ur. Allur er flokkurinn ortur undir mis- munandi háttum, rímnaháttum, eftirlætis- háttum Þorsteins; einnig notar hann hætti austfirzku skáldanna Einars í Eydölum og Stefáns í Vallanesi. En í flokknum er líka að finna dýra hætti. Vegna þess, að Eiðurinn er aðeins til að hálfu eða þar um bil er ómögulegt að gera sér heildarmynd af honum. Svo virðist sem skáldið hafi haft misjafn- lega mikinn áhuga á hinum einstöku Jrátt- um og því lagt misjafnlega mikla alúð við þá. Mestur er áhuginn á elskendunum og kvæðin um þá fegurst. Minna þykir manni til um kvæðin Ferðanestið og Páskahret. í kvæðunum um biskup og vald hans, svo sem Á tindinum og Eiðurinn skortir ekki skerp- una. í kvæðunum um Ragnheiði og Daða annars vegar og biskupinn liins vegar, rís flokkurinn liæst og verður nú minnzt á nokkur kvæði í því sambandi. En fyrst er inngangskvæðið. í fyrsta kvæðinu, Til feðranna, er hin kankvísa glettni í fyrirrúmi. Skáldið skopast að hinni jtrotlausu leit að ríkum tengdason- um: Þið farið nærri um nef hins unga manns, hvort nokkuð bóli á fétopp þar að ráði, þið sjáið strax á háralagi hans, hvort honum tekst að ná í próf með láði. Og þá fer ekki lítil orka í að halda í hem- ilinn á ungum, ástleitnum dætrum, sem 4 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.