Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 9
ÁVARP ALÞJÓÐASAMBANDS LÝÐ RÆÐISSIN N AÐ RA KVENNA 8. MARZ 1961 Um allan heim mun Alþjóðabaráttudagur kvenna, hmn 51. i röðinni, verða haldinn hátíðlegur. Á hinu ógleymanlega þingi, sem haldið var i Kaupmannahöfn s. I. vor, i tilefni 50 ára afmœli baráttudags kvenna, lögðu þúsund fulltrúar frá 73 löndum áherzlu á mikilvœgi framfara þeirra, sem áunnizt hafa fyrir atbeina kvenna s. I. 50 ár. Sambandi lýðræðissinnaðra kvenna hefur ekki gleymzt þáttur Alþjóða- baráttudags kvenna i þessum framförum. Við verðum að keppa að því að áhrif hans aukist enn í framtíðinni. Á Alþjóðabaráttudeginum gefst milljónum kvenna dýrmætt tækifæri til að staðfesta vináttu milli allra kvenna heims og sanna mátt samtakanna; tækifæri til að sameina krafta sína til baráttu fyrir málstað sínum, og hvatn- ing til að meta réttilega hve mikinn þátt þær geta átt í því að móta almenn- ingsálitið i heiminum og mátt þess. Markmið baráttu kvenna eru margvísleg og eru háð ástandinu i hverju einstöku landi. t rómönsku Ameríku og Asíu, til dæmis, miðast kröfurnar fyrst og fremst við verndun fjárhagslegs sjálfstæðis og þegnfrelsis, og barátt- una gegn fáfræði. Afríkanskar konur skoða sjálfstæðisbaráttu þjóða sinna ofar öðrum kröfum. En eitt mál hlýtur að sameina allar konur heims: Afviopnunarmálið. Stöðugt fullkomnari helsprengjur lialda öllu mannkyni i helgreipum ótt- ans við tortímingu alls Íífs. Fjármagnið, sem vigbúnaðurinn sogar til sin hindrar þjóðirnar í að vinna bug á hungrinu, fátæktinni, sjúkdómum og fáfræði. Kjarnavopnin eru ægilegasta heimska mannkynsins, vegna þeirra lifa kon- ur og mæður í sifelldri angist. Konur, leggjum enn harðar að okkur svo 8. marz megi verða sameiningar- dagur allra kvenna heims um kröfuna um öryggi og ævarandi frið, um kröfuna um alþjóðlega og algjöra afvopnun. melkorka 9

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.