Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 8
flok'ksins eru aðeins tegundar myndir, Þor-
steinn er að yrkja um mennskar manneskj-
ur, elskendur allra tíma. Sagan um Ragn-
heiði og Daða er yfirvarp, en skáldið notar
hana til þess að koma á framfæri nýjum
hugmyndum samtímans um ástina sem ráð-
andi afl í sambúð manns og konu.
Það var frelsi ástarinnar, sem hann var að
boða.
Skáldið er ekki að lýsa einstaklingsörlög-
um, heldur er harmsaga Ragnheiðar og
Daða einnig harmsaga samtímans. Kristinn
E. Andrésson hefur fyrstur bent á að Eiður-
inn er tilgangskvæði (Eyjan hvíta 53).*
í kvæðaflokki Þorsteins er Brynjólfur
tákn og inntak þess afturhalds og mann-
skemmdaafls, sem Þorsteinn er að berjast
við og því leggur hann allan kraft sinn í
höggin. í persónu biskups speglar skáldið
þjóðfélagið, sem hefur afskræmt líf einstakl-
inganna með úreltum kennisetningum, boð-
um og bönnum. Þorsteinn er ólmur gegn
þessum kennisetningum.
Þorsteinn vildi losa um hömlur kirkju
og kreddu, sem samtíðin var hneppt í. Það
var mannasetning, að maður eða kona áttu
ekki að giftast niður fyrir sig, eins og það
hét. Það var mannasetning, að hjónaband
væri hagsmunasamband, að fjármunir ættu
að ráða sambandi karls og konu. Hér er
einn þáttur þeirrar jafnaðarliugsjónar, sem
sósíalistar samtímans höfðu á dagskrá sinni
og Þorsteinn hafði tileinkað sér. Eins og í
öðrum tilgangskvæðum sínum er hann víg-
fimur í bezta lagi, sum skeytin, sem hann
* Þó að seint sé er hann beðinn afsökunar að þessa
var ekki getið er fyrirlesturinn var fluttur, 27/9 1958.
Vegna hins nauma tíma til undirbúnings (8 daga) yfir-
sást mér að hann hafði bókfest þetta höfuðatriði 1951.
N. Ó.
sendir, eru baneitruð, önnur eins og nálar-
oddar, hnyttnin og háðið leika um völl og
skellt er upp á gátt fylgsnum mannlegrar
ódyggðar.
Eiðurinn er runninn upp úr þjóðfélags-
hugsjónum liöfundarins. í ljósi þeirrar stað-
reyndar verður að meta boðskap hans. Þjóð-
in tileinkaði sér þennan boðskap vegna
þess að þeirri kennisetningu kirkjunnar
sem Þorsteinn yrkir gegn, hafði hún aldrei
veitt siðferðilega viðurkenningu í raun frek-
ar en þjóðskáld hennar Þorsteinn Erlings-
son.
HEIMILDARIT:
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Þorsteinn Erlingsson,
Rvík, 1958.
Eimreiðin I, Khöfn 1895, II, Khöfn 1896, XX, Khöfn
1914.
Guðmundur Kamban: Daði Halldórsson og Ragnheiður
Brynjólfsdóttir, Skírnir, Rvík 1929.
- Skálholt, Rvík 1930-1935.
Jón Halldórsson: Biskupasögur I—II, Rvík 1903—1910
og 1911-1915.
Kristinn E. Andrésson: Eyjan hvíta, Rvík 1951.
Sigurður Guðmundsson: Þorsteinn Erlingsson og Eið-
urinn, Heiðnar hugvekjur og mannaminni, Akureyri
1946.
Sunnanfari XII, II, Rvfk 1913.
Torfhildur Hólm: Brynjólfur biskup Sveinsson, Rvík
1882.
Torfi Jónsson: Æfisaga Brynjólfs Sveinssonar biskups,
viðauki við Biskupasögur Jóns prófasts Halldórsson-
ar II. B (sjá að ofan).
Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, Jón
Helgason bjó til prentunar, Safn Fræðafélagsins,
Khöfn 1942.
Valtýr Guðmundsson: Þorsteinn Erlingsson, Eiðurinn.
Kvæðaflokkur, Rvík 1913. Eimreiðin XX, Khöfn
1914.
Þjóðviljinn ungi IV, ísafirði 1894.
Þorsteinn Erlingsson: Eiðurinn. Kvæðaflokkur, Rvík
8
MELKORKA