Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 14
hjúskaparlaganna festi rætur í réttarvitund almennings. Þeim mun auðveldara verður við heildarendurskoðun laganna að semja ný lög, sem hafa að meginreglu jafnrétti hjóna, en ekki aðeins jafnrétti karla og kvenna almennt, eins og með miklum rétti má segja að hjúskaparlögin frá 1923 geri, því að þau segja oftast: Það hjóna, hitt hjóna, annað hjóna, hvort hjóna o. þ. u. 1. Jafnræðishugsjónin, sem tíðrætt var um, og tvær fyrstu greinar laganna hafa villt mörgum sýn. í þessar greinar er oft vitnað, þegar talað er um, hvílík fyrirmyndarlög- gjöf hjúskaparlögin á Norðurlöndum séu, að þau leggi að jöfnu vinnu konunnar á heimilinu og peningaöflun eiginmannsins. Þrátt fyrirþað, að jafnræðishugsjónin átti að vera leiðarljósið við samning frumvarps- ins, „hafa hjúskaparlögin misst marks“ .7a) Leiðarljósið slokknaði í lok annarrar greinarinnar. Vinnan á heimilinu týndist í myrkrinu. Vinnan gefur ekkert jafnrétti. Til jafnréttis þarf jafnmikla peninga, jafn- miklar eignir. Samt sem áður teljast lögin vera byggð „á þeirri meginreglu, að eignir hjónanna séu sameign þeirra — —.“8) Undantekningar frá þeirri reglu eru séreignir, sem í ýmsum tilfellum eru nauðsynlegar. „Allar aðrar eignir eru sameign. Um þetta gilda margar sérstakar reglur. Sú mikilvægasta er, að sam- eignin skiptist jafnt milli hjóna við fjár- skipti, skilnað að borði og sæng eða lög- skilnað, og við skipti eftir dauða annars hjóna skiptist jafnt milli bús þess og hins er eftir lifir.“9a) Nú mætti ætla, að eignirnar væru raun- verulegar sameignir tveggja einstaklinga meðan hjúskapur varir. En svo er alls ekki: „Yfir þeim hluta sameignarinnar, sem maki átti við giftingu eða hefur aflað síðar, ræð- ur hann bæði í raun og veru og við réttar- meðferð, alveg eins og séreign væri, eða eins og ógiftur maður yfir eign sinni, — “91’) Þær reglur, sem gilda meðan hjúskapur varir, eru nokkurskonar ölmusureglur til þess að vernda tekjulausa húsmóður, svo að hún hafi „dálitlu fé yfir að ráða í daglegu lífi, en þær gefa henni ekki umráðarétt yfir því, sem maðurinn hefir dregið saman af tekjum sínum.“10) Þó eru takmarkanir lagðar „á einræði hvors hjóna yfir hjúskap- areign þess.“]1) Fjármálum hjóna, sem framfæra heimili sitt með hefðbundinni verkaskiptingu, er þannig varið, að „samkvæmt hjúskaparlög- unum lendir hjúskapareignin aðallega til mannsins, ráðstöfunarréttur hans vex stöð- ugl sjdlfkrafa, ef buið er í vexti, en hjúskap- areign konunnar hlýtur í flestum tilfellum að standa i stað eða rýrna,"7b) Fjárræði húsmóður er aðeins yfir penin?- um til kaupa á heimilisnauðsynjum og til sérþarfa hennar sjálfrar. Auk þess hefur hún nokkurs konar neitunarvald gegn ráðstöf- unum eiginmannsins á eignum, sem notað- ar eru beinlínis í þágu heimilisins (sama rétt hefur eiginmaður, sem vinnur búi eða fyrirtæki, sem kona hans átti við stofnun hjúskapar eða síðar varð þinglesin eign hennar. Jafnrétti karla og kvenna yfirleitt er þannig allt annað en jafnrétti milli hjóna). Þetta fjárræði giftrar konu nægir til þess að hún teljist fjár síns ráðandi og hefur hún því kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis. Væri jafnræði með hjónum að lögum, ætti auðvitað að standa í stjórnarskránni, að hjón teldust bœði fjár sins ráðandi, þótt þau ættu óskilið fjárlag.^) Kjörorð kvenréttindabaráttunnar er nú: Sömu réttindi, sömu skyldur. Réttara væri: Jöfn réttindi, jafnar skyldur. Faðir og móðir geta ekki innt af hendi sömu skyldur í einu og öllu. Faðirinn getur a. m. k. aldrei tekið að sér þær skyldur móð- urinnar, sem forsjónin hefur falið henni: að bera barnið undir brjósti, fæða það og næra af líkama sínum. Það er reginmunur á fram- lagi karls og konu við að rækja frumskyldu hjónabandsins. Hve margfalt meiri hinn lífeðlislegi hlutur móðurinnar er að orku 14 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.