Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 24
Utan úr heimi
Iikkja Lumumba og tveggja ára sonur þeirra.
Síðasta bréf
Patrice Lumumba
Eins og kunnugt er var þjóðarleiðtogi Kongóþjóðar-
innar og forsætisráðherra landsins myrtur í fangelsi um
miðjan febrúar síðast liðinn, aðeins 34 ára að aldri.
Hann lætur eftir sig konu og fjögur börn. Nýlega hefur
verið birt bréf, sem Lumumba skrifaði konu sinni lir
fangelsinu nokkru fyrir dauða sinn. I bréfi þessu segir
meðal annars:
.. . Það er trú mín og hjartans sannfæring að þjóð
mín muni fyrr eða síðar reka erlenda og innlenda kúg-
ara af höndum sér, muni rísa upp sem einn maður
gegn deyjandi nýlenduvaldi og losa sig að fullu undan
smán og niðurlægingu nýlenduvaldsins og endurheimti
reisn sína og sjálfsvirðingu í hreinu andrúmslofti fóst-
urjarðarinnar . . .
Við stöndum ekki ein, Afríka, Asfa og frjálsar og
frelsisunnandi þjóðir í öllum álfum heims styðja frels-
iskröfur Kongóþjóðarinnar, en hún mun ótrauð bcrjast
áfram fyrir rétti sínum þar til síðasti fulltrúi ný-
lenduvaldsins eða handbendi þess er rekinn úr landi . . .
Synir mínir, sem ég hef orðið að yfirgefa og ég sé ef
til vill aldrei framar, við ykkur vildi ég segja
þetta: Land okkar á glæsilega framtíð fyrir höndum og
Starf Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna á s.l.
ári hefur að venju verið mjög fjölþætt. Má í því sam-
bandi nefna fulltrúafund, sem haldinn var í Varsjá dag-
ana 29. nóv. — 5. des. s.l. Þar voru mættir 136 fulltrúar
frá 60 löndum. Fjölmörg mál voru rædd á þessum fundi
og margar ályktanir gerðar.
Sérstaklega var rætt mikið um ástandið í Afríku og
baráttu Afrikuþjóða fyrir frelsi sínu.
Harðorð mótmæli voru send Sameinuðu þjóðunum
og Hammarskjöld, vegna afskiptaleysis þeirra af málum
S—Afriku, Alsír og Kongó, þar sem ofbeldismenn vaða
uppi í skjóli vestrænna heimsvaldasinna.
Mótmælt var ofsóknum gegn friðar- og frelsishreyf-
ingum í ýmsum löndum, t. d. V—Þýzkalandi, Spáni og
Portúgal og víðar, þar sem Mannréttindaskrá Samein-
uðu þjóðanna er að engu höfð, en ofsóknir og fangels-
anir eru daglegt brauð.
Þegar litið er yfir starfsemi Alþjóðasambands lýðræð-
issinnaðra kvenna þau 15 ár sem það hefur starfað, kem-
ur skýrt í ljós hinn mikli árangur af starfsemi þess og
eru nú starfandi sambandsfélög í 61 landi og Alþjóða-
samband lýðræðissinnaðra kvenna hefur meiri og minni
tengsl við kvenansambönd í yfir 80 löndum.
Með tilliti til hins síbreytilega ástands í alþjóðamál-
um hvetur fulltrúafundurinn sambandsfélögin til að
miða störf sín við ástandið eins og það er á hverjum
tíma, og taka þá að sjálfsögðu tillit til hinna sérstöku
aðstæðna í hverju landi.
Fundurinn hvetur sambandsfélögin til að liefja skel-
egga baráttu
fyrir brottvísun allra erlendra herstöðva úr löndum
sínuin
gegn vígbúnaðarkapphlaupi og gegn tilraunum með
vetnisvopn
gegn Jreim styrjöldum, sem nú eru háðar
ég vænti Jress af ykkur eins og ég vænti þess af hverjum
einum þeirra milljóna sem land okkar byggja, að
þið leiðið okkar heilaga málstað fram til sigurs fyrir
sjálfstæði og óskoruðu fullveldi .. . Ég mun aldrei láta
bugast þó ég sæti grimmilegri meðferð, þoli spott og
pyndingar, né biðjast mér vægðar. Ég vil geta borið
höfuðið hátt ef dauðann ber að höndum. ... Þeir dag-
ar koma að sagan sjálf talar máli okkar. Ekki sú mann-
kynssaga sem notuð er við kennslu í skólum Parísar,
Washington og á vegum Sameinuðu þjóðanna hcldur
saga þjóða í frjálsum löndum, sem brutu af sér hlekki
nýlenduvaldsins. Og saga Afríkujrjóðanna frá norðri til
suðurs munu geyma minningu hetjulundar og mann-
dáða.
24
MELKORKA