Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 6
er ekki verið að tala tæpitungu í ljóðlínum eins og þessum: Krýndur var bann af kennimönnum, kærri samt, e£ þeir vissu hann fjærri. Drottni var heldur hærra skuldað, harðari var þó biskups kvarði. Smám saman mátti guði greiða, gefinn var frestur breyskum presti. Brynjólfur vildi hafa af honum hreinar og skjótar reikningsgreinir. Síðasta kvæðið í flokknum, Eiðurinn, safnar saman í brennigler, öllum þeim öfl- um mannheims, sem stefnt er gegn lífinu og öllu góðu í því: andlegt vald 17. aldar býr sig til að slökkvalífsneistann í 19 ára stúlku. Þetta er eins og aftaka. Það er hátt reitt til höggs og höggið er ekki í neinu hlutfalli við það, sem reitt er að. Ragnheiður stendur þarna ein gegn ofureflinu, það gefast engin grið. Svona fer mannfélagið með þá, sem gleyma lögum þess eða jafnvel vita ekki um þau — og þó að þau eigi engan rétt á sér, stefni gegn neistanum í mannssálinni. Skáldinu svellur móður og beiskyrðin þjóta sem skæðadrífa. Þar fær kirkjuhöfðinginn, Brynjólfur Sveinsson, ómældan skerf. Sagan er endurkast af hugmyndum samtíðarinn- ar: Hann Brynjólfur í sitt guðshús gekk, og guði var trú hans sönn og þekk; og Mammon þá hefðarhósta fekk; hann hafði þar sæti á innsta bekk í leyni. I>ar færði hann að vör hið fyllta staup og frelsarans blóð til líknar saup, við altarið hans á hné sín kraup og hugsaði þar um jarðakaup í leyni. Hér kynni að þykja skotið yfir markið, því að hinn raunverulegi Brynjólfur Sveinsson hafði þó mannlegar tilfinningar. Hér er yfirbragðið kaldhæðni, en hneyksl- unin kyndir undir. Því er viðbrugðið, hve Þorsteinn notaði lítið myndir og líkingar í skáldskap sínum. Þetta gerði hann af ásettu ráði. í Eiðnum fylgir hann þessari reglu. Hvernig hann nær hinu geysilega áhrifamagni í einfald- leik ljóðanna ætla ég mig ekki færa um að skilgreina. Mýkt ljóðmálsins og þýðleiki eru undraverð; jafnvel ádeilukvæðin ein- kennast af blæþýðum orðum, sbr. hryn- henda erindið úr kvæðinu Á tindinum hér að framan. Og orðaröðin er svo óþvinguð og eðlileg, að stundum er eins og Ijóðið hafi orðið til án fyrirhafnar. Þessa ástundun ein- faldleikans kallaði Þorsteinn að ,,hlúa að máli aldar sinnar.“ Og sannarlega liefur það ekki verið fyrirhafnarlaust að yrkja svona listræn ljóð. En lesandinn lætur blekkjast af allri þessari fágætlegu kunnáttu og létt- leik. Með Þorsteini verða tímamót í ljóða- gerð. Hvemig heppnaðist Þorsteini að koma boðskap Eiðsins til þjóðarinnar? Dómar um Eiðinn voru mikið til sam- hljóða, þegar rætt var um efnismeðferð og form, en um efnið sjálft voru menn á ýmsu máli. Margir hafa beðið bókarinnar með óþreyju eftir að einstök kvæði úr Eiðnum höfðu verið birt á árunum 1894—96, og vafalaust hafa menn ekki orðið fyrir von- brigðum. Valtýr Guðmundsson finnur að hnútun- um til Brynjólfs biskups, og þessum vísuorð- um úr Nótt: Lát engan drottin á þau kalla með öfundsjúkri heiftarraust. Slíkt meiði tilfinningar fólks! (Eimreiðin XX, 141). Sunnanfari (ritstjórar voru þeir Jón Þor- kelsson og Guðbrandur Jónsson) telur dufl og daður Ragnheiðar og Daða ekkert merki- legra en hvert annað flangur eins og gerist, sem aldrei sé svo sem neinar fréttir. Og Sunnanfara þykir harkalega farið með dýr- an mann, Brynjólf biskup (Sunnanfari 1913, 85). 6 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.