Skutull - 24.12.1975, Page 5
SKUTULL
5
til að aka hraitt, en hann
þorði það ekki vegna hálk-
unnar. Hann varð að viður-
kenna það fyrir sjálfum sér,
að hann væri óvamiur að aka
hratt og var satt að segja
ailveg hættur að reyna það.
Hann kveið fyrir háu brekk-
unni fyrir innan borgina hún
gat oft verið viðsjárverð í
hálku. Alit gekk þetta samt
vonum framar og þrátt fyrir
mikla hálku og þó bifreiðin
dansaði til, tóks-t honum þó
að komast á leiðarenda.
Hús þau, sem þarna voru,
ef hús skyldi kalla, voru
sýnilega byggð af miklum
vanefnum, þetta voru kofar,
sem hróflað hafði verið upp
í flýti og til bráðabirgða.
Eftir nokkra leit tókst
honum loks að finna rétta
húsið, lítinn skúr, sem ber-
sýniliega var aðeins eitt her-
bergi. Hann barði að dyrum
en enginn kom til dyra. Ef
til viil var emginn heima, ef
til vill hafði kaupmannsfrúin
boðið allri fjölskyldunni að
halda jólin hjá sér. Hann fann
til sárrar gremju með sjálfum
sér.
Honum datt í huga að
reyna að sjá imn um glugg-
ann hvort ekki væri einhver
inni. Hann sá ekki betur en
þar væru böm að leik svo
hann ákvað að kveðja dyra
á ný. Það fór sem fyrr, eng-
inn kom og því greip hann til
þess ráðs að reyna að opna
hurðina. Jú — mikið rétt,
hún reyndi-st ólæst og hann
gekk inn. Það var hálfgert
myrkur innd og hann var
nokkurn tíma að átta sig.
Tvö börn voru í áflogum á
gólfinu, önnur tvö lágu í
rúmfleti við vegginn að því
er virtist sofandi. Inni í
þessari vistarveru var ákaf-
lega loftlaust, einhver inni-
byrgð lykt, samMand af sorp-
lykt og þeim þef, sem kemyr
af börnum þegar þau pissa
á isiig og ekkert er síðan hirt
um þau.
Á borði, sem stóð undir
þeim eina glugga sem á hús-
inu var, lágu óhreinir diskar
og matarleifar, er færðu heim
sanninn um, að hér hafði verið
síðast snæddur saltfiskur.
Húsgögn voru emgin, utan
þetta borð og nokkrir eldhús-
kollar.
Pilltimum vafðist tunga um
tönn, þetta var alt svo fram-
andi fyrir honum, að hann
gleymdi í svipinn hvers
vegna hann var hér. Það var
ekki fyrr en hann fann að
hann hélt á stórum, þungum
'böggli, að hann áttaði sig.
Börnin höfðu hætt áflogum
sínum og horfðu nú stórum,
spyrjandi augum á piltinn og
þó fremur á bögguiinn.
Börn þessi voru bersýni-
lega tvíburar, drengur og
stúlka, á að giska þriggja
ára, bæði fáklædd og óhrein.
„Hvar er mamma ykkar?”,
spurði pilturinn. „Mamma er
hjá Bírnu”, bablaði litla stúlk-
an.
Pilturinn ákvað að afhenda
mú bara pakkann og fara og
sagði að þennan pakka ættu
þau að eiga. Hann lagði pakk-
ann á gólfið og þustu þá að
fleiri börn og tóku að reyna
að opna pakkann. En þá
heyrðisit hljóð úr horni: „Er
þetta matur?” var sagt með
drafandi karlmannsrödd, en
eigandi hennar hafði sem sé
legið í fletimu við vegginn,
sýnilega húsbóndinn sjálfur.
Piltinum brá, við 'þessu
hafði haim ekki búist. Honum
vafðist tunga mn tönn. Hann
reymdi að svara spumingunni,
sagði að þetta væri fatnaður
og hver hefði sent harun.
Þegar húsráðandinn hafði
heyrt þetta, lagðist hann
aftur í fletið og lét sér sýni-
lega fátt um finnast.
Erindi piltsins var nú lokið,
hann kvaddi og óskaði gleði-
legra jóla um leið og hann
gekk út.
Á leiðinni. heim hugsaði
hann um eymdina, sem hann
hafði orðið áhorfandi að,
hugsaði um óréttlætið og
niðurilæginguna, isem þarna
kom niður á saklausum böm-
um. Hann bar þetta allt sam-
an við þau jól, sem hann
skyldi nú haida með fjöl-
skyldu sinni.
Og alt í einu var hann
farinn að gráta...............
Vestlirðingar athugið!
Hef opnað lögfræðiskrifstofu að Silfurtorgi 1,
ísafirði.
Viðtalstími kl. 15—17 alla virka daga.
Annast öll lögfræðilieg störf, m.a. innheimtu skulda,
málflutning, fasteigna- og skipasölu,
skattamál o.fl.
Hef til sölu eftirtaldar fasteignir og skip:
1. Verkstæðishúsnæði að Fjarðarstræti 20,
108 m2
2. Stekkjargötu 7, Hnífsdal, íbúðarhúsnæði
150 m2 ásamt risi, þvottahúsi
og geymslum.
3. M.b. Hafdísi, ÍS-71, 9,5 smálestir
að stærð. Byggð árið 1961.
Hafið samband við undirritaðan, ef þér viljið kaupa
eða selja fasteign eða skip.
Mistök við samningsgerð geta orðið dýrkeypt.
Notið yður því kunnáttu fagmanns.
Tryggvi Guðmundsson, lögfr.
Silfurtorgi 1, sími 3940 Heimasími 3702
HALVES IN HEAVY SYRUP
KAUPMENN - KAUPFÉLÖG
Jólasendingar af nýjum ávöxtum verða til afgreiðslu
5.—15. desember.
Amerísk delicious epli í 20 kg kössum
Frönsk epli rauð og gul í 10 kg kössum
Jaffa appelsínur í 20 kg kössum
Fyrirliggjandi allar ORA VÖRURNAR
m.a. NÝJA RAUÐKÁLIÐ.
Næsta sending af IXL NIÐURSOÐNUM ÁVÖXTUM
kemur í janúar og verður á sérlega hagstæðu verði.
SANDFELL HF.
Símar 3500 & 3570 ÍSAFIRÐI
Stúlka
Helst vön vélritun óskast til starfa
á sýsluskrifstofuna.
Upplýsingar á skrifstofunni
í síma 3733 eða 3159.
Sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslu
Bæjarfógetinn á Isafirði
Gleðileg jól! Farsælt homondi
ór! ,.
Þökhum
viðskiptin
-m
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
ísafjarðarumboð Aðalstræti 22 — Sími 3164