Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2001, Page 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2001, Page 9
Il.tbl. iióvei -b e r 1967 I.árc;. „Góða Vaktin" var blað sem gefið var út af starfsmönnum SR 1967. Ritstjórí að blaðinu sem neðangreind saga birtist í var Steingrímur Krístinsson. Jóhann Pétur (Mannsi) fann blað þetta við tiltekt í bílskúr sínum nýlega. Ef til vill s Óvenumikil leynd hvíldi yfir síðasta stjórnarfundi, stjórnar S.R. Meðal annars því til sönnunar þá var Jóhanni Möller gefið inn svefnlyf, til að fyrirbyggja að nokkuð kviss- aðist út um leyndamálið. En blaðið hefur góð- ann 007 mann í þjón- ustu sinni og upplýsti hann eftir- farandi: Stjórnin hefur ákveðið að hefja smíði á geimskipi einu miklu og valið til þess sína bestu menn. Einnig hefur skipshöfnin verið ákveðin, en þó enn sem komið er án þeirra vitneskju. Sveinn Ben. átti tillöguna og varð hún þá auðvitað samþykkt samhljóða strax. En nota skal skipið til að flytja gamla starfsmenn til Marz og fleiri stjarna, í helgarleyfi á haustin. Sigurður Ellefsen mun teikna skipið með hinum alkunna blýhanti sínum svo og sjá um smíði þess og er ekki að efa að menn þeir sem ráðnir eru til að vinna verkið, geta hvílt sig á meðan „hann" vinnur verkið, því allt þarf að vera 1. flokks. Páll Jónsson mn annast allar innréttingar, ásamt öllum þeim aragrúa af fagmönnum sem hjá honum vinna. Færustu málarar munu sjá um alla málningu, en það munu gera þeir Jónas Guðmundsson málari og Snorri Dalmann. Gunnar á Vatni mun handlanga til þeirra alla málningarvöru nema þynni. Að utan mun Gísli Elíasar sjá um að það verði sprautað eftir ákveðnum reglum. Tómas Jó- hannsson mun laga „special" eldsneytis- blöndu. A 1 1 a r grófari raf- lagnir mun Þórir Björnsson og hans menn annast en Jóhann Tómasson aftur á móti þær fingerðu. Jón Kristj ánsson mun sjá um kíóakleiðslur svo og alla sorpeyðingu á 1 e i ð u n u m . Leifi Hólm sem hefur svo nákvæmt auga mun taka út allar beinar línur og slétta fleti. Stýrimaður og skipstjóri mun verða hinn kunni ökuþór Kristinn Georgsson og aðstoðarmaður hans mun verða Jó- hann P. Halldórsson sen hann hefur nokkra reynslu í flugi og Halldór Bjarnason sem er í góðri þjálfun. 1. meistari í vél verður hinn óviðjafnanlegi As- geir Björnsson og að- stoðarmenn hans verða þeir Andersen og Stebbi gamli sem er með nokkra reynslu í meðferð véla. Siglingafræðingur og leiðarviti verða Jonni Jóns á vélaverk- stæðinu. Allar hjúkranir, líkamlegar og andlegar munu yngismeyjarnar á skrif- stofunni annast. En stúlkurnar á efna- rannsókn munu annast allar hæðamæl- ingar. Allt eftirlit með hreinlæti mun Gísli Hallgríms annast. Læknir skipsins verður Steini Einars vegna sinn- ar miklu reynslu. Matreiðslu munu þeir Símon Már, Hallur Gari og Jóhann Þrasi annast. Fararstjóri í fyrstu ferðinni verður Gústi Nílsson því það þykir full- sannað að hann muni ekki fara i hina leiðina. Ekki er fullráðið hve margir farþegar verða í fyrstu ferðinni, nema það að EggertTh. fær far gegn því að beita sinni alkunnu ritsnilld og skrifa ferðasöguna til birtingar í „Góðu vakt- ina“. Og Jóhann Sigurðsson gegn því að semja ekki drápu um verksmiðjustjórn- ina. Líklega verða þeir einu farþegarnir sem þurfa að greiða fyrir farið.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.