Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1963, Síða 5

Vesturland - 24.12.1963, Síða 5
VESTURLAND 5 an til samkv. fundargerð. Viar tekin gröf í suðvesturhorni hins nýja garðsstæðis fyrir 18 manns úr Hnífsdal, sem jarðsett voru þar hinn 26. febrúar, sem farizt höfðu í snjóflóði þar 18. þess mánað- ar. Mun þetta að líkindum eftirminnilegasta jarðarförin hér, enda líklegt, að hvorki fyrr né síðar hafi svo margir verið jarðsettir þar í einu, og áttu margir um sárt að stæði, enda lengi verið á döf- inni, en engin ákvörðun tekin um það enn þá. Um kirkjuorganleikara og söng í ísafjarðarkirkju. Eins og öllum mun vera kunnugt, tíðkaðist það ekki fyrr en á seinustu öld hér á landi, að hljóðfæri væru notuð við guðsþjónustur og aðrar athafnir í kirkju til að son og hélt því til september loka. Allt frá 1874 mun sama orgelið hafa verið í kirkju- nni unz keypt var hljóðfæri 1908 frá J.P. Nyström í Karlsstad í Svíþjóð, stórt og vandað kirkjuharmoníum með tveimur hljómborðum. Voru það mikil viðbrigði frá gamla hljóðfærinu, sem að vonum var orðið lélegt. Á þetta hljóðfæri var svo spilað allt ar. Var þetta hvorutveggja gert þá um sumarið. Viarð endaniegur kostnaður þessara framkvæmda, að orgelið upp- sett kostaði kr. 7221,13 og söngstúkan kr. 6705,92. Harmoníum kirkjunnar var um haustið selt í Núpskirkju 'í Dýrafirði og mun vera not- að þar enn þá. Þá gerðist sá merkisatburður í söngmál- um kirkjunnar þetta ár að stofnaður var Sunnukórinn, sem hafði það að öðru höfuð markmiði að syngja við guðs- þjónustur og aðrar kirkju- legar athafnir í kirkjunni. Ilelzt sú skipan enn þá og er með ágætum. Um skeið var mikið um það rætt að byggja hér nýja kirkju, þar sem þessi þætti of lítil. Þegar árið 1916 er rætt um þetta mál á sóknar- nefndarfundi hér og kosin 7 manna nefnd til athugunar og undirbúnings. Enn er þetta mál rætt á fundi 1918 og á fundi 1919 kemur fram til- laga um að skora á safnaðar- búa að leggja fram fé til byggingar nýrrar kirkju. Mun eitthvað hafa verið unnið í því máli og fé safnað, því fram kemur í fundargerð frá 1922, að byggingarsjóður sé til staðar og í vísitaziugjörð biskups frá 1923 er hann tal- inn að upphæð kr. 3436,01. Árið 1924 er skipuð 15 manna nefnd, sem annast skal fjár- söfnun í þessu skyni. Mun sllk nefnd hafa starfað ó- slitið síðan þar til fyrir nokkrum árum. Laust eftir 1930 mun mikill hugur hafa verið á meðal sóknarmanna að hefja kirkjubyggingu, sem strandaði einfaldlega, eftir því sem bezt verður séð, á fjárskorti, og að ekki fékkst ián úr hinum almenna kirkju- sjóði til framkvæmdanna, sem miklar vonir virðast hafa verið bundnar við, en á þeim tíma mun ekki hafa verið auðhlaupið að fá lánsfé hjá lánastofnunum, slíkir kreppu- tímar, sem þá voru á landi hér. Og síðan verðgildi pen- inganna hefir minnkað sem raun ber vitni, hafa menn fundið tilgangsleysi sjóðsöfn- unar, sem sífellt minnkar að gildi með hverju árinu. Hefur raunin orðið sú, að fjársöfn- un í kirkjubyggingarsjóð hefir legið niðri um skeið, mest, hygg ég, af þeim sök- um. Horfið hefir verið að því ráði í staðinn að bæta þessa kirkju sem bezt og balda henni við og framtíð- inni falið að ráða fram úr kirkjubyggingarmálunum þeg- ar brýn þörf gerist. Kirkjugarðurinn. Samkvæmt fornri Isl. venju er grafreiturinn umhverfis kirkjuna. Miðbik hans er garðurinn, eins og hann var áður en núverandi kirkja var byggð. Hann hefir verið stækkáður nokkrum sinnum á þessu eitthundrað ára tíma- bili, sem hér um ræðir, vegna fólksfjölgunar í sókninni og því fleiri dauðsfalla árlega. Þegar núverandi kirkjia var byggð, var hún reist sunnan við þáverandi kirkjugarð. Mun svæðið í kringum hana hafa þá verið tekið sem kirkjugarðsauki, en 1883 og á næsta ári, var hann enn stækkaður og þá upp á við. Árið 1904 er enn komið svo málum að laðkallandi er stækkun garðsins eða taka upp nýjan kirkjugarð. Er um það rætt þá að færa hann upp í hlíðina fyrir ofan eyr- ina, en næsta ár skorar sókn- arnefnd á bæjiarstjórn að leggja til stækkunar garðs- ins hluta af Eyrartúni. Enn er þetta ámálgað 1908 og krafist lóðar til aukningar kirkjugarðsins. Loks 1909 er samþykkt af bæjarstjórn lað láta af hendi hluta af Eyrar- túni til stækkunar „út og norður að hinni fyrirhuguðu götu upp með húsi Sigríðar Eggertsdóttur." Var þessi hluti girtur á því ári. Hinn 23. febrúar 1910 var útfærsl- binda eftir það hörmulega slys. Mest, veit ég síðan, um 5 manns, sem jarðsettir voru þar í einu, eftir hið minnis- stæða brunaslys 3. júní 1946. Árið 1912 var lagður vegur út eftir gamla kirkjugarðinum og krossvegur eftir þeim nýja. Árið 1924 var ákveðin stækkun á garðinum niður á við um miðbik garðsins. Var það allstór spilda, sem síðan var girt með steinvegg 1925, en um 1930 var garð- urinn svo stækkaður lítið eitt upp á við, langs með Kirkju- garðsstígnum, og út á við alveg að Eyrargötu, sem var aðeins mjó ræma. Var síðan gerður skipulagsuppdráttur af garðinum 1931. Er hann nú takmarkaður af götum á alla vegu og verður því ekki stækkaður meir og er að flatarmáli um 0,8 ha að stærð. Hefir hann verið girt- ur steingirðingu á alla vegu, sem framkvæmd hefir verið í áföngum, með gönguhliði að norðanverðu, út að Eyrar- götu, en sáluhliði að sunnan- verðu við Hafnarstræti. 1 því er tvískipt jámgrind, sem myndar táknmynd trúar, von- ar og kærleika. Aðkallandi er nú orðið að leita að nýju kirkjugarðs- Séð inn í kór ísafjarðarkirkju leiða sönginn og létta undir með honum. Og víst má telja, að þær kirkjur hafi verið færri, sem eignuðust hljóð- íæri fyrr en eftir aldamót, en nú mun vart þykja hlýða, að syngja við kirkjulegar at- bafnir án hljóðfæris. Ekki er vitað hver eða hverjir voru fyrstu organleik- arar við kirkjuna, en 1879 kom Grímur Jónsson, cand. theol. hingað til ísafjarðar og settist hér að. Hann gerðist organleikari við kirkjuna, en sagði því starfi af sér vorið 1891. Hann var mjög söng- elskur maður, sem lærir af sjálfum sér að spila. Hann samdi sönglög, þar á meðal lag við sálminn, Sjá himins opnast hlið, sem sungið var í fyrsta sinn í kirkjunni á jólum 1887. Óli Ásmundsson, verzlunar- stjóri, tók við organleikana- starfinu af Grími Jónssyni og hélt þeim starfa til 1897, en þá tók við María Nielsen, dóttir Sophusar Nielsen, verzlunarstjóra hér. Þess má geta til fróðleiks, að hún var móðir Erlings Blöndal Bengt- son, cellóleikara, sem getið hefir sér mikið orð fyrir hljómlistarhæfileika. María hélt starfinu til 1901, en þá tók við því Anna Benedikts- til 1934, eins og fyrr getur. Hinn 1. okt. 1910 tók svo Jónas Tómasson, tónskáld, við organleikarastarfinu í kirkjunni og hefur haft það óslitið á hendi til þessa dags, þó lét hann af að spila við guðsþjónustur eftir 51 árs starf, eða í septemberlok 1961. Þegar hann tók við starfinu, var hann nýkominn frá námi hjá Sigfúsi Einars- syni, tónskáldi, en hjá honum lærði hann organleik, hljóm- fræði og söngkennslu. Tók hann einnig þá um vorið söngkennarapróf við kennara- skólann. Hann hafði jafnan með sér fjölmennan og góðan söngflokk í kirkjunni, sem var ófélagsbundinn í 23 ár, en 25. jan. 1934 var Sunnu- kórinn stofnaður sem fyrr getur, en verkefni hans er fyrst og fremst að annast söng í kirkjunni. Þess má geta hér, að Sigurgeir Sig- urðsson, þáverandi sóknar- prestur hér, var ásamt Jónasi, aðalhvatamaður að stofnun kórsins. Ragnar H. Ragnar tók við organleikarastarfinu í kirkj- unni 1. okt. 1961, að spila við guðsþjónustur. Þjónandi prestar á Isafirði 1863—1963. Sá prestur, sem fyrst og Frá vígslu orgelsins 1958. Dr. Páll lsólfsson við orgelið. Sunnukórinn syngur.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.