Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 7

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 7
L. árgangur. ísafirði í desember 1973. 1.—9. tölublað. Hátíð fjölskyld■ unnar Séra Andrés Ölafsson prófastur á Hólmavík ,,()</ þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef, og ungbarnið liggjandi í jötunnu." Lúk. 2, 16. Hún er falleg þessi jólamynd, sem orð guðspjallsins bregða upp, af fjölskyldunni litlu í Betlehem. Bæði fjármenn og vitringar koma og fara, og þeirra getur ekki framar, en hin heilaga fjölskylda er eftir, þegar englar fara til himins og mennirnir hver til síns heima. Jólamyndin er því í vissum skilningi fjölskyldumynd. Ef til vill er það þetta, sem hefur gert jólahátíðina að fjölskyldu- hátíð, öllum öðrum hátíðum fremur. Aldrei er fjölskyldan eins sam- einuð og einmitt um jólin. Meðlimir hennar víla ekki fyrir sér löng ferðalög til þess að geta verið saman á jólunum. Foreldrarnir verða aftur börn með börnum sínum og gleðjast með þeim á einfaldan og barnslegan hátt. Bilið verður skemmra milli barna og fullorð- inna. Og dagana fyrir jólin láta menn gjarnan hugann dvelja meira eða minna við það, með hverjum hætti heimilisfólkið geti glatt hvert annað. Þegar svo stendur á, að ekki er hægt að fullnægja þeirri þörf að vera saman á jólunum — leita hugirnir saman — og tilfinningin fyrir sameign jólahelginnar á liðnum árum verður ennþá skýrari en ella. Af þessum rótum er það einnig runnið, hversu títt þér verður hugsað til bernskujólanna þinna, þegar þú heldur jól síðar á ævinni. í huga þínum dvelja þeir, sem þá voru með þér, en nú eru horfnir þér sýnum, annað hvort til fjarlægra staða eða yfir í æðri heim. En þegar þú heldur jól með fjölskyldu þinni og ástvinum, hvað er það þá, sem gerir þau jól að jólum? Eru jólin þín ekkert annað en samverustund án annars innihalds en að þú og ástvinir þínir nálgist hver annan? Hvað er það, sem gefur þeirri samverustund innihald, svo að hún verður með allt öðrum blæ en flestar ef ekki allar aðrar samverustundir? Hvað er það, sem gaf fjölskyldunni, er dvaldi í fjárhúsinu í Betlehem, og þeim, sem heimsóttu hana, jólagleðina og friðinn? Það var hann, sem þá var ungbarnið, liggjandi í jötunni. Þar var kærleikur Guðs, sem með þessum hætti kom til mannanna. — Þetta sama veitir þér og þínum gleðileg jól! — Þar sem mennirnir finna enga löngun til að veita honum lotningu, enga löngun til að þakka Guði fyrir hann, — þar verða engin jól í sannasta skilningi þess orðs. Þýzkur prestur sagði svo frá, að það fegursta, sem ætíð rifjaðist upp fyrir honum frá bernskujólunum, var það, þegar faðir hans tók fram gagnsæja mynd og lét Ijós á bak við hana, og þá kom fram á spjaldinu jólamyndin af Maríu, Jósef og barninu liggjandi í jöt- unni. Og hann lýsti því, hvernig hann og systkini hans hópuðust fyrir framan þessa mynd og hlustuðu hugfangin á föður sinn segja söguna af því, sem gerðist í fjárhúsinu í Betlehem. Það er þetta, sem þarf að gerast á hverju kristnu heimili með einhverju móti á öllum jólum — að fjölskyldan sé ekki aðeins saman komin umhverfis jólaborð, jólatré og jólagjafir, heldur um- hverfis jötuna, þar sem frelsari mannanna er í reifum. Þeir, sem eru vanir því, að jólaguðspjallið sé lesið á heimilinu, munu fá reynslu fyrir því, hvað slík stund veitir. Það eru fleiri en prestar, sem geta tekið Biblíuna sér í hönd og lesið fyrir börn sín og heimilisfólk, áður en gengið er til náða. Ef móðir eða faðir vilja heldur biðja eitthvert barnið að lesa söguna um jólabarnið upphátt, hvaða húslestur væri í raun og veru tilhlýðilegri á jólanótt? En hvernig svo sem framkvæmdin er hið ytra, má kjarni þessarar hugs- unar ekki glatast, að það er Kristur, sem helgar samverustundir heimilisfólksins á jólunum. Ég hefi rættum jólin sem fagnaðarhátíð fjölskyldunnar og heimil- isins, en reynsla iólanna er einnig sú, að þá líta menn út fyrir sinn eigin fjölskylduhring, fremur en oftast endranær. Á jólunum finnur þú, að þú ert ekki aðeins skyldur föður þínum og móður, systrum og bræðrum, heldur öllum mönnum. Þess vegna finnum við sárast til þess þá, ef við erum ósátt við aðra, og aldrei finnum við betur til hins syndsamlega atferlis mann- anna, heldur en þegar jólin eru saurguð með mannvígum, ránum og ódæðisverkum. Jólin undirstrika þá staðreynd, að Guð vill líta á allt mannkyn sem eina fjölskyldu. Sjálf friðarhugsjón kristin- dómsins er í því fólgin, að allur heimurinn sameinist um jötu jóla- barnsins. Það er misskilningur á eðli mannlífsins, ef því er haldið fram, að friður geti orðið á jörðu fyrir tilverknað mannanna einna án Guðs hjálpar. Þegar spámaðurinn Jesaja setti fram sína stórkostlegu friðarhug- sjón, blés Guðs andi honum í brjóst þeim skilningi, að friður kæm- ist á fyrir mátt Guðs, en ekki mannanna: ,,Þuí að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn lwíla. Nafn lians skal kallað: Undraráðgjafi, guðshetja. eilífðarfaðir, friðarhöfðingi." Sjálf guðsríkishugsjónin er í því fólgin, að jólafriðurinn breiðist út um alla jörðina og mannkynið lifi hin sömu jól í hugsun sinni, trú og breytni. Það er þetta, sem Guð er að koma til leiðar með fæðingu hans, sem í gripahúsinu fæddist. Langt mun að vísu að bíða þeirrar stundar, að mannkynið veiti þessu viðtöku, og á meðan svo er ekki, heldur ófriðurinn áfram að geisa, bæði á vígvöllum þjóðanna og ekki síður í sambúð einstak- linganna og jafnvel hið innra með hverjum og einum, þar sem oft má ekki á milli sjá hvort betur hefur, hið góða eða hið illa. En því meiri nauðsyn er okkur að leggja rækt við allt, sem glæðir hjá okkur trúna, vonina og kærleikann, og þar á meðal hin heilögu jól. Taktu þess vegna á móti hverjum jólum sem gjöf frá Guði til þín persónulega. Veittu þeim viðtöku sem kalli föðurins himneska til allra sinna barna — boði hans um að vera heima hjá honum og fjölskyldu hans. Megi þá þessi jólahátíð, sem nú fer í hönd, færa þér og þínum þá heimilisgleði sem sönnust er, og þann frið, sem því fylgir að sam- einast við jötu frelsarans og friðarhöfðingjans. GLEÐILEG JÓL! J Ó L !

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.