Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 20

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 20
20 HEILLAÓSKIR TIL VESTURLANDS * Asberg Sigurðsson, borgardómari Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að Vesturland, blað vestfirzkra sjálfstæðis- manna, hóf göngu sína. Þessi hái aldur Vesturlands sýnir hvað bezt þörf og þýðingu blaðaútgáfu úti á landsbyggð- inni. Vesturland og blöðin á ísa- firði hafa á undanförnum ára- tugum verið merkur þáttur í bæjarlífinu og ómetanlegur vettvangur í hagsmunabar- áttu vestfirzkra byggða. Víst er, að mörg merk mál hafa náð fram að ganga, a. m.k. fyrr en ella, fyrir skrif vestfirzku blaðanna. Má í þvi sambandi á síðari árum t.d. nefna baráttuna fyrir bygg- ingu menntaskóla á ísafirði og lagningu Djúpvegarins, sem væntanlega verður lokið á næsta ári. Hustið 1948, þegar Vestur- land átti 25 ára afmæli, tók ég að mér að annast útgáfu og ritstjórn blaðsins, og starf- aði við það um fjögurra ára skeið. Ekki skrifaði ég blaðið einn. Margir ágætir flokks- menn rituðu að staðaldri í blaðið, og vil ég þar til nefna m.a. Sigurð Bjarnason sendi- herra, Matthías Bjarnason al- þingismann og Jón Pál Hall- dórsson framkvæmdastjóra. Þá vil ég sérstaklega nefna Hannes heitinn Halldórsson, sem alla tíð hafði brennandi áhuga á útgáfu Vesturiands, og annaðist um langt skeið fjárreiður þess. Fyrir þetta samstarf flokksmanna tókst að halda Vesturlandi úti nokk- uð reglulega á miklum erfið- leikatímum. Ég minnist starfa minna við Vesturland með mikilli ánægju. Það var sannarlega gaman að koma í hina gömliu prentsmiðju ÍSRÚNAE.. Þar hitti maður fyrir Magnús heitinn Ólafsson prentsmiðju- stjóra, þann mikla ágætis- mann, síkátan og skemmti- legan, á hverju sem gekk. Og ekki spilltu ungu mennimir, Sigurður Jónsson og fleiri, því frjálslega andrúmslofti glaðværðar og spaugsemi, sem jafnan ríkti í prent- smiðjunni. Það var mannbæt- andi að koma í prentsmiðjuna eftir að hafa barið saman ldtt merka skammagrein. Nú á 50 ára afmæli Vestur- lands eru merkileg þáttaskil í atvinnumálum ísafjarðar og raunar Vestfjarða. Með til- komu skuttogara, sem komnir eru í gagnið, er fyrsta stóra skrafið stigið til að auka sókn Vestfirðinga á hin fengsælu mið úti aí Vestfjörðum og leysa erlenda togara af hólmi er 50 milna fiskveiðilögsaga er orðin staðreynd. Mesti auður íslands eru fiski- miðin við landið. Þessum auði má ekki sóa, heldur verður að auka hann á komandi ár- um. Á undanförnum árum hafa erlendir togarar veitt um 350 þús. lestir af bolfiski við Island, þar af a.m.k. 100—120 þús. lestir af Vestfjarðamið- um. Þennan afla útlendinga verðum við smátt og smátt að nýta sjálfir. Engum er betur treystandi til þess að hagnýta þessi fiskimið og afla þeirra skyn- samlega, en Vestfirðingum sjálfum, sem hafa mesta og bezta venkmenningu í fisk- iðnaði allra landsmanna. Það er þjóðarnauðsyn að efla útgerðarbæina á Vest- fjörðum á næstu árum til þess að skapa meiri festu og eðli- lega verkaskiptingu á hverj- um stað. Það verður að bæta og jafna svo aðstöðu fólksins í útgerðarbæunum, að það vilji búa þar og starfa. Ég óska Vesturlandi til hamingju með 50 ára afmæli þess og góðs gengis í framtíðinni. ÁSBERG SIGURÐSSON. Guðfinn ur Magn ússon Nú eru 50 ár liðin frá því að Vesturland hóf göngu sína. Á þessum aldarhelmingi hafa orðið stórfelldar breytingar á íslenzku þjóðlífi. Einangrun rofin með 'bættum samgöng- um. Bættar samgöngur eiga sinn þátt í því, að blöð þau.sem gefin eru út, utan þéttbýlustu héraða landsins, eiga æ erf- iðara uppdráttar í samkeppni við dagblöð höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir allt hefur Vest- unland haldið velli öll þau 50 ár, sem liðin eru frá því að blaðið hóf göngu sína, þó að stundum hafi orðið misbrest- ur á útgáfu þess. Vænti ég þess, að blaðinu auðnist enn að stuðla að framgangi sjálfstæðisstefn- unnar á Vestfjörðum. Víst er, að útgáfa blaðsins hefur alla tíð verið vestfirzkum sjálf- stæðismönnum styrkur í bax- áttunni, stuðningur við þá menn, sem verið hafa í fylk- ingarbrjósti á hverjum tima. Það er vissa mín, að á síð- um blaðsins hafa fyrst borið fyrir augu Vestfirðinga marg- ar þær tillögur, sem að gagni máttu verða, þeim til heilla og samfélaginu til velfarnað- ar. Þó að blaðið þjóni vart sama hlutverki og á fyrstu áratugum þess, er það trú mín og von, að því auðnist að halda uppi merki sjálfstæðis- stefnunnar og stuðla með því að velfarnaði allra Vestfirð- inga. Vil ég með þessum orðum senda vestfirzkum sjálfstæðis- mönnum heillaóskir í tilefni af 50 ára afmæli Vesturlands. Guðfinnur Magnússon. Finnur Th. Jónsson Frá því að VESTURLAND hóf göngu sína fyrir 50 árum, hefur margt breytzt og mikil bylting orðið á svo að segja öllum sviðum mannlífsins. Þegar Sigurður Kristjáns- son réðst í útgáfu VESTUR- LANDS árið 1923, var það gert af brýnni þörf þeirra manna, sem vildu ekki sætta sig við þær þjóðmálaskoðanir, sem hafðar voru uppi af vinstrimönnum hér á ísafirði og reyndar á landinu öllu. Öldurnar risu oft hátt í pólitískum ritdeilum í þá daga, ekki hvað sízt í fsa- fjarðar-blöðunum, en ísfirð- ingar höfðu löngum orð á sér fyrir að vera öðrum mönnum gefnari fyrir hatramlegar og persónulegar stjórnmáladeil- ur. Gat ekki hjá því farið, að frjálslyndir og einarðir fylgis- menn hins frjálsa framtaks ættu sitt eigið málgagn, bæði til varnar og sóknar. Ef flett er gömlum blöðum VESTURLANDS og SKUT- ULS frá ritstjórnarárum Sig- urðar Kristjánssonar og séra Guðmundar Guðmundssonar frá Gufudal, má glöggt sjá, að þar halda engir veifiskatar á pennanum. Báðir voru þeir Sigurður og séra Guðmundur með ritleiknustu mönnum, enda var á orði haft að ísa- fjarðarblöðin, Vesturland og Skutull, væru á þeirri tíð með bezt rituðu blöðum á íslandi, —þótt orðbragðið væri ekki ávallt fagurt eða kveðjurnar vandaðar, er þau sendu hvort öðru. Nú eru aðrir tímar. Með stórauknum og bættum sam- göngum milli landshluta og tilkomu útvarps og sjónvarps, hefur stoðunum verið að nokkru kippt undan dreifbýl- isblöðunum, sem voru snar þáttur í lífi fólksins áður fyrr. Eru nú uppi raddir um að það sé tæpast annað en sóun á tíma og peningum að vera að gefa út stjórnmálablöð úti á landsbyggðinni, þegar dag- blöðin úr Reykjavík berast mönnum oftast í hendur um allt land sama daginn og þau koma út, og allar fréttir eru sagðar mönnum og sýndar í hljóðvarpi og sjónvarpi, nán- ast um leið og þær gerast. Er að sjálfsögðu mikið til í því, að landsmálablöðin, sem gefin eru út utan Reykja- víkur, hafa minna hlutverki að gegna nú, en þau höfðu fyrr á árum, þegar nútíma- fjölmiðlar voru ekki komnir til sögunnar og samgöngur stopular. Eigi að síður má ekki van- meta um of gildi dreifbýlis- blaðanna. Þau hafa enn sem fyrr nokkra sérstöðu og geta, ef vel er á haldið, haft menn- ingarlega þýðingu fvrir lands- byggðina. Þrátt fyrir þær raddir, sem telja að dagar hinna litlu blaða úti í dreifbýlinu séu taldir, veit ég að það er al- mennur vilji vestfirzkra sjálfstæðismanna, að VEST- URLAND megi lifa og dafna um ókomin ár. Því miður hafa ýmsir erfið- leikar valdið því, að VEST- URLAND hefur komið mjög óreglulega út hin síðustu árin. Er það ósk mín blaðinu til handa á þessum tímamótum, að brevting megi verða hér á, og að vestfirzkum sjálfstæðis- mönnum reynist fært að standa myndarlega að útgáfu VESTURLANDS í framtíð- inni. FINNUR TH. JÓNSSON. Óskum starfsfólki voru og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. GIIMR & EBEIZER HF.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.