Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 19
&ais> nfcsxFinxxxn ssHafxnEMxnxm
19
Þorvaldui Garðar Kristjánsson,
alþingismaður:
Árnað
heilla
Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan hafin var útgáfa
Vesturlands, blaðs sjálfstæðismanna á Vestfjörðum.
Hér er um merkileg tímamót að ræða. Og fyrir hálfri
öld var það stórviðburður í þjóðmálabaráttu og menn-
ingarlífi ísafjarðar og nágrennis þegar Sigurður Krist-
jánsson hratt þessari útgáfu af stað með þeirri reisn
og djörfung, sem honum var lagið.
Síðan hefur Vesturland skipað veglegan sess í blaða-
útgáfu á Vestfjörðum. í stjórnmálum hefur blaðið hald-
ið uppi sókn og vörn fyrir hugsjónum Sjálfstæðisstefn-
unnar. Það hefur því haft hina mikilvægustu þýðingu
fyrir vöxt og viðgang Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð-
um.
Nú til dags er mikið talað um mikilvægi hinna svo-
kölluðu fjölmiðla; blaða, hljóðvarps og sjónvarps. í
þessum umræðum gleymist oft hlutur þjóðmálablaða,
sem gefin eru út utan höfuðborgarinnar. Slíkt má ekki
henda.
Blöðin, sem út eru gefin á landsbyggðinni, eru á
vissan hátt sízt minna virði en dagblöð höfuðborgar-
innar. Þessi blaðaútgáfa úti á landi gegnir ekki einungis
hinu almenna hlutverki allra fjölmiðla, heldur er hún
ómissandi þáttur í því þjóðlífi, sem þar verður að
dafna, ef jafnvægi í byggð landsins á að vera meira
en orðin tóm.
Á síðustu 50 árum hefur Vesturland gegnt þessu
hlutverki. Auðvitað hefur gengið á ýmsu í útgáfu
blaðsins, eins og allt er breytilegt á svo löngum tíma.
En á þessum merku tímamótum skyldu sjálfstæðis-
menn á Vestfjörðum láta fylgja heilla- og hamingju-
óskum sínum nýtt átak til að efla útgáfu Vesturlands,
svo það geti, trútt sögu sinni og fortíð, veitt sem bezt
brautargengi hugsjónum frelsis, framtaks og framfara.
ÞORVALDUR GARÐAR KRISTJÁNSSON.
CLEÐILEG JÓL! FARSÆET NVTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
HANNYRÐABÚÐIN
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári
PÓLLINN HF., ÍSAFIRÐI
Högni Þórðarson forseti bæjarstjórnar:
Vesturland og bæjarmálin
Á þessum tímamótum í sögu
Vesturlands er skylt að þakka
þau miklu áhrif, sem blaðið
hefur haft á bæjarmálefni ísa-
fjarðar fyrr og síðar.
Þótt mikil lægð hafi verið
að undanförnu varðandi út-
gáfu blaðsins, hefur það vissu-
lega markað djúp spor í
stjórnmálalíf og sögu ísa-
fjarðarkaupstaðar á undan-
förnum áratugum.
Mikilhæfir og duglegir rit-
stjórar, bæjarfulltrúar og
ýmsir áhugamenn hafa ó-
trauðir birt skoðanir sínar á
síðum Vesturlands, og oft var
hart barizt og mikið deilt um
bæjarmál á ísafirði, svo sem
landsfrægt er.
Vesturland hefur, eins og
önnur þjóðmálablöð, jafn-
framt haft þýðingarmiklu
hlutverki að gegna með birt-
ingu frétta um menn og mál-
efni úr byggðum Vestfjarða,
en margt af því, sem blöð
þessi hafa haldið til haga,
væri annars gleymt og grafið.
Það hefur vissulega valdið
sjálfstæðismönnum áhyggjum,
að útgáfa Vesturlands hefur
um hríð legið niðri vegna
þess, að ekki hefur tekizt að
fá ritstjóra að blaðinu.
Þótt blaðaútgáfa hér vestra
sé ekki stór í sniðum, þarf þó
að gera ákveðnar kröfur til
ritstjóra um þekkingu á ís-
lenzku máli, áhuga í starfi
og umfram allt tíma frá öðr-
um störfum, til þess að sinna
útgáfunni.
Hér eru vissulega margir
góðir sjálfstæðismenn þeim
kostum búnir að geta tekið
að sér ritstjórn, en þeir eru
bundnir við önnur störf, sem
þeir geta ekki hlaupið frá,
og hafa því ekki treyst sér
til að taka að sér ritstjórn
sem aukastarf.
Vonandi tekst fljótlega að
leysa þetta vandamál.
ísafjarðarkaupstaður stend-
ur nú á miklum tímamótum
og því nauðsynlegt, að sjálf-
stæðismenn geti haldið fram
skoðunum sínum í Vestur-
landi og gert grein fyrir
störfum sínum í bæjarstjórn.
Aukið svigrúm, sem til
varð við sameiningu Eyrar-
hrepps við hinn gamla kaup-
stað, gefur nú tækifæri til
undirbúnings fjölda verkefna,
sem mörg hver verða leyst
á næstu árum.
Sjálfstæðismenn hafa á
undanförnum árum lagt höf-
uðáherzlu á gerð nýs aðal-
skipulags fyrir kaupstaðinn,
og með auknum áhrifum
þeirra á gang bæjarmála setti
núverandi meirihluti bæjar-
stjórnar sér það takmark, að
skipulagið yrði staðfest fyrir
lok þessa kjörtímabils.
Högni Þórðason
IVIörg þeirra stóru verkefna,
sem framundan eru, þurfa
mikinn undirbúning og ríkis-
valdið, sem í ýmsum tilvik-
um leggur fram fjármagn til
móts við framlög bæjarins,
krefst þess, að tæknilegur
undirbúningur, teikningar og
kostnaðaráætlanir liggi fyrir,
áður en hafizt er handa.
Þau mál, sem nú eru efst
á baugi hjá bæjarstjórn ísa-
fjarðar eru skipulagsmál,
bygging heilsugæzlustöðvar,
sjúkrahúss og dvalarheimilis
aldraðra, hafnarframkvæmdir,
virkjun vatnslinda í Dagverð-
ardal og Hnífsdal, varanleg
gatnagerð, auknar íbúðabygg-
ingar, bygging sorpbrennslu-
ofns o.fl.
Hér er tæpt á stærstu verk-
efnunum og undirbúningur
þeirra er misjafnlega á vegi
staddur. Þau eru því miður
of mörg og stór, til þess að
unnt sé að leysa þau öll á
mjög skömmum tíma og inn-
an þeirra marka, sem fjár-
hagsgeta bæjarfélagsins leyf-
ir.
Æskilegt væri að gera
hverju verkefni fyrir sig
nánari skil, og vonandi gefst
tækifæri til þess bráðlega á
síðum Vesturlands.
Ég vil nota þetta tækifæri,
til þess að þakka þeim ágætu
mönnum, sem fyrr og síðar
hafa staðið að útgáfu Vestur-
lands. Þeir hafa lagt á sig
mikil aukastörf fyrir blaðið
og fórnað því miklum tíma
og oft við erfiðar aðstæður.
Sjálfstæðismenn á Vest-
fjörðum standa í ævarandi
þakkarskuld við þessa menn,
sem ekki verður goldin á ann-
an hátt, en með því að halda
merki þeirra á lofti með
þróttmikilli útgáfu Vestur-
lands í framtíðinni.
HÖGNI ÞÓRÐARSON.
STJÖRNU-
SM JÖRLIKI
hefir alla þá eiginleika
sem aðrir segja að sitt smjörlíki hafi,
„en færri galla" segir afi.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Hf. Smjörlíldsg'erð Isafjarðar
Sími: 3001 og 3194