Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 12
12
&ant> afosFtsxxm ðs/taFSJXf/sxmom
Gamla kirkjan á Reykhólum.
að verða á mikil breyting í
þessum efnum.
Önnur mikilsverð hlunnindi,
sem ekki eru nefnd í vísunni,
þang og þari, sem mjög mikið
er af í sjónum, verða ásamt
jarðhitanum grundvöllur að
atvinnulegri endurreisn og
uppbyggingu staðarins sjálfs
og sveitanna þar í kring.
Verða þá Reykhólar sú mið-
stöð héraðsins í verklegu og
menningarlegu tilliti, sem
mun gjörbreyta lífsháttum og
lífskjörum íbúa þar vestur í
sveitum, sem hafa átt í vök
að verjast undanfarandi ár
með lægstar meðaltekjur á
öllu landinu.
Nú er þegar byrjað á fram-
kvæmdum til undirbúnings
þangvinnslu, sem veita mun
mörgum atvinnu. Nýtt og
myndarlegt skólahús er í
smíðum og þegar lokið við
stóran áfanga í þeirri fram-
kvæmd. Tilraunastöð land-
búnaðarins, ein af fjórum á
landinu, hefur verið þar síðan
1946 og hafa þar veitt for-
stöðu sem tilraunastjórar
tveir menn hver eftir annan,
duglegir og framsýnir hug-
sjóna- og atorkumenn.
Mikið af landi jarðarinnar
hefur verið ræst fram og
ræktað, og margt fleira mætti
nefna, sem bendir til að sókn
er hafin til bjartari og betri
tíma fyrir það góða fólk og
atorkusama, sem þarna hefur
þraukað og barizt við erfið
lífskjör þegar aðrir flýðu af
hólmi. Það á vissulega skilið
að geta nú horft fram til vax-
andi velmegunar og upphafn-
ingu mannlífs þar, til fyrri
vegs og sæmdar. En það er
vitað, að við norðanverðan
Breiðafjörð var fyrr á árum
andleg og veraldleg reisn, sem
jafnaðist á við það, sem bezt
gerðist annars staðar á landi
hér og í sumum greinum
höfðu þeir forustu í menning-
armálum eins og t.d. bóka-
safnið í Flatey og Kollabúða-
fundimir bera vitni um.
Kirkjan er ný og reisuleg
þar sem hún stendur efst
uppi á hólnum og gnæfir yfir
mannlífið allt um kring og
bendir með háum turni sínum
til himins eins og til að minna
á himininn og þann, sem þar
býr, svo ekki gleymist að
vegsama hann, þafcka honum
og tilbiðja hann í þeirri vel-
sældartíð, sem allir, sem
staðnum unna, vænta nú að
sé framundan og fari sívax-
andi.
Fari svo, sem nú eru hcrfur
á í verklegum og veraldlegum
efnum, og fólkið, sem þar
mun lifa og starfa gleymir
ekki táknmáli kirkjuturnsins,
mun á Reykhólum og í sveit-
unum þar í kring „verða gró-
andi þjóðlíf með þverrandi
tár, sem þroskast á Guðsrík-
is braut.“
Gamla altaristaflan, sem Jón Thoroddsen gaf, og nú hefur
verið endurbætt af niðjum hans.
Byggingameistarar
Húsbyggjendur!
RUNTAL-
ofninn er smíðaður úr þykkasta
stáli allra stálofna
☆
RUNTAL-
ofninn er með 3ja ára ábyrgð
☆
RUNTAL-
ofninn minnkar hitakostnaðinn
☆
RUNTAL-
ofninn er hægt að staðsetja við
ólíkustu aðstæður og hentar
öllum byggingum
☆
Verðið hagstætt — Leitið tilboða.
ÞJÓNUSTA HVERGI BETRI
RUNTAL-oinur hi.
Síðumúla 27 - Símar: 35555 - 34200
Við óskum öllu starfsfólki okkar
á sjó og landi, viðskiptavinum,
svo og öllum Vestfirðingum,
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs,
og þökkum viðskiptin
á líðandi ári.
*
Ishúsfélag Bolungarvíkur hf.
Baldur hf. — Röst hf.