Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 14
Silfurgata 3
samningur dagsettur 4. sept.
1885. Þar lofar Þorvaidur að
selja Möller allar lyfjavörur
og áhöld í lyfjabúð. Skyldi
afhending fara fram í októ-
ber. Líklega hefur þó ekki
orðið úr þessum viðskiptum
eða þau gengið til baka eftir
skamma hríð.
Að vísu er Möller enn á
ísafirði 25. febrúar 1886. Þá
er hann vottur að afsalsgern-
ingi milli Leifs Hansens f.h.
Haugesunds Trankompani. —
Seldi Leif Þorvaidi íbúðarhús,
sem stóð á Torfnesi, ásamt
norðurhluta þeirrar lóðar, sem
A. Hansen kaupmaður fékk á
leigu hjá bæjarstjórn árið
1882. Var kaupverðið kr. 1100
og greiddust við undirskrift
samnings.
Þetta hús flutti Þorvaldur
niður á eyrina cg byggði það
upp við Póstgötuna við norð-
urenda íbúðarhúss síns. Það
hús stendur ennþá á horni
Mjallargötu og Fjarðarstrætis
cg er nú í eigu Jóns Helga-
sonar.
Þar hafði Þorvaldur læknir
lyfjasölu, bóksölu og pósthús,
en hann var ráðinn póstaf-
greiðslumaður árið 1889 og
gegndi þvi til 1905.
2. kafli.
Ekki er nú kunnugt, hvar
þeir læknar bjuggu, sem fyrst
tóku sér aðsetur í Isafjarðar-
kaupstað.
Árið 1850 bjó W. P. Wey-
wadt læknir í Læknishúsi með
fjölskyldu sinni, en ekki er
mér kunnugt hvaða hús það
var. Þar hefur lyf jabúð einnig
verið til húsa.
Þorvaldur Jónsson varð
læknir á ísafirði árið 1863.
Hann bjó lengi í Póstgötu 7,
og var hún seinna nefnd
Læknisgata, en heitir nú
Mjallargata og er læknishúsið
nr. 5. Þar er sagt, að meðala-
búð hafi verið 1878. Húsið
stóð við neðanverða garða um
Eyrartún, og á mörkum
kaupstaðarlóðarinnar.
Lýsing á því er til frá ár-
inu 1878. Þar er sagt, að á
neðri hæðinni sé eitt herberg-
ið meðalabúð, og var hún í
norðurenda hússins og í sama
herbergi var einnig póstaf-
greiðslan. Þorvaldur læknir
lét árið 1890 endurbyggja
Mjaliargötu 9. Jóakiim Jóa-
kimsson húsasmiður sá um
þá endurbyggingu.
Sá atburður varð einn dag-
inn, þegar verið var að vinna
þar að smíðum, að smiður,
sem var við vinnu á efri hæð,
missti skaröxi sína, og féll
hún á Jóakim og hjó svöðu-
sár í öxl honum. Jóakim gekk
inn til læknis og bað hann
gera að sárinu. Varð Þorvaldi
hverft við, er hann sá, hversu
mikið Jóakim var særður.
Þegar endurbyggingunni var
lokið flutti Þorvaldur lyfja-
búðina í húsið. Einnig mun
hann hafa haft þar lækninga-
stofu, því það er í frásögur
fært, að uppi á lofti í þessu
húsi, tók Þorvaldur einhverju
sinni fót af manni. Það var
áður en sjúkrahúsið við
Mánagötu var byggt, þar
sem nú er elliheimilið.
Við afgreiðslustörf í lyfja-
búðinni vann fyrst Guðmund-
ur Jónsson kandidat og síðar
Guðmundur Bergsson búfræð-
ingur, sem síðar tók við póst-
afgreiðslunni af Þorvaldi.
I Mjallargötu 9 var lyfja-
búðin þangað til Davíð Schev-
ing Thorsteinsson varð hér-
aðslæknir á Isafirði 17. júní
1901. Eftir að Davíð tók við
embætti bjó hann fyrst í
Tangagötu 4, en 1902 keypti
hann gamla barnaskólann,
sem byggður var 1875, við
Silfurgötu 3. Þar setti hann
upp lyfsölu og rak hana þang-
að til Gustav Adolph Ras-
mussen hóf rekstur lyfjabúð-
ar á Isafirði árið 1910. Við
afgreiðslu hjá Davíð voru
Halldóra Eyjólfsdóttir, 1.
kona Odds Jónssonar læknis
á Þingeyri cg Teitur Jónsson
Hartmann.
3. kafli.
Árið 1910 verða þáttaskil
í lyfjasölu á ísafirði. Þá var
lyfsalan falin sérfræðingi í
lyfjafræði, cg greinin þá gerð
að sjálfstæðum atvinnu-
rekstri.
Carl Gustav Adolph Ras-
mussen var fæddur í Grená
í Danmörku 9. desember 1882.
Faðir hans var Rasmus C.
Rasmussen úrsmiður í Grená.
Hann lauk prófi í lyfjafræði
árið 1906 í Kaupmannahöfn.
Starfaði hann síðan víða í
Danmörku við lyfjabúðir, en
í nóvember 1907 varð hann
lyfjasveinn við Reykjavíkur-
apótek, og þar starfaði hann
til 1. janúar 1911.
Honum var veitt lyfsölu-
leyfi á ísafirði 15. september
1910, en opnaði þar ekki
lyfjabúð fyrri en 23. febrúar
1911. Tók hann á leigu hús-
næði að Pólgötu 1, sem Sigur-
jón Jónsson bankastjóri var
þá eigandi að. Þar var hann í
leiguhúsnæði þangað til hann
keypti eignina 1. febrúar 1917
fyrir kr. 11.620,00. Húseign
þessi var 'byggð árið 1901 af
Einari Bjarnasyni kaupmanni,
en 1910 keypti Sigurjón húsið
af honum.
Rasmussen fór frá ísafirði
12. júli 1920 með eimskipinu
Sterling. Fékk hann þá Sig-
urði Sigurðssyni frá Vigur
umboð til þess að afsala eign-
um sínum. En Rasmussen
hafði með kaupsamningi dag-
settum í Randers 9. marz
1920 selt Pólgötu 1 fyrir
kr. 50.000,00 Gunnari Juul
lyfjafræðingi. Einnig seldi
hann Juul þá lyfjabirgðir all-
ar. Sigurður gaf afsal fyrir
eigninni 14. október 1920.
Þegar Rasmussen fór frá
ísafirði keypti hann lyfjabúð
í fæðingarbæ sínum Grená,
en 1931 keypti hann lyfjabúð
í Álaborg og starfaði hann
þar til dánardægurs 7. ágúst
1939.
Rasmussen var mikill reglu-
maður við störf sín og efn-
aðist vel meðan hann var á
ísafirði.
Rasmussen kvæntist í Ár-
ósum 7. nóvember 1907 Elise
Elenora, (f. í Árósum 22.7.
1883) dóttur Frederiks C. Sör-
ensens, bókara og Elenoru
Marie, konu hans. Þau áttu
margt barna.
4. kafli.
Árið 1920 seldi Rasmussen
Gunnari Juul lyfjabúðina,
eins og áður getur. Hann
stækkaði húsið til vesturs ár-
ið 1926.
Gunnar Juul var fæddur í
Saksköbing 16. marz 1894.
Faðir hans var Jens Pedersen
Juuíl yfirkennari, en móðir
Palma Carine, fædd Nielsen.
Gunnar Juul dó á ísafirði 27.
ágús-t 1943. Hann var kvænt-
ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR
Isafjarðarkaupstaður óskar öllura þegnum sínum
gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs og þakk-
ar þeim fyrir árið, sem er að líða.
RÆJARSTÓRINN Á ÍSAFIRÐI