Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 23

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 23
23 til að lýsa því yfir, að eg mun leitast við að gera bændurna ánægðari og vinveittari mér næsta sumar. Eg mun ekki þreytast að leita eftir betri og víðtækari markaði fyrir Arngrímur Fr. Bjarnason hross og aðrar afurðir bænda, og mun eg eftirleiðis eins og að undanförnu, staðgreiða með peningum, það verð sem um semst. En skyldu ein- hverjir fremur óska eftir greiðslu að öllu eða einhverju leyti í vörum, tímaritum, vikublöðum og þvílíku, skal það útvegað af betra tagi, að minnsta kosti 10 til 20% und- ir venjulegu kaupfélagsverði, eða hestarnir að sama skapi betur borgaðir á „Tíma“ vísu. Garðar Gíslason." Já, þesísi skemmtilega aug- lýsing segir sína sögu. Og æðarvarpið í Vigur átti sér sína fjanda þá, sem nú, því þeir feðgar Sigurður Stefáns- son cg Bjarni Sigurðsison aug- lýsa í þremur blöðum í röð 1923, að þeir borgi 50 aura fyrir hvern skotinn hrafn. „Borgunin greiðist við af- hendingu nefjanna (efri skoltsins) . . .“ Eitthvað var minnzt á verð- bólgu hér að framan, en önn- ur eins kostaboð og Joh. F. Joh. á Siglufirði býður árið 1924 þekkjast ekki á vorum dögum: „TÍU MILJONIR í þýskum bankaseðlum kosta aðeins 2 krónur, sendar gegn póstkröfu hvert á land sem er. Umboðsmenn óskast gegn háum sölulaunum Skrifið strags í dag.“ Svena mætti lengi halda áfram, en mál er að linni. Freistandi væri að taka upp nokkur sýnishorn af tungu- taki blaðsins í orrahríð dags- ins þegar ritstjórnn fer á kostum í baráttunni gegn „bölsevikuim“, en svo kallaði Sigurður ævinlega jafnaðar- eða Alþýðuflokksmennina, en það verður eigi gert að sinni. Á þesisum merku tímamót- um í sögu Vesturlands fer ekki hjá því, að hugleidd sé framtíð blaðsins. Þeir, sem rita hér í blaðið og sögu þess, eru einhuga um nauðsyn þess að blaðið haldi áfram að koma út og verði enn sem fyrr öflugt og áhrifamikið málgagn Sjálfstæðisflokksins hér í kjördæminu, og einnig málgang, þar sem hagsmuna- mál þessa landshluta eru rædd frá sjónarhóli heima- manna, sem gerzt mega vita hvar skórinn kreppir í þeim málum, ssm til heilla horfa fyrir land cg lýð, sem byggir þennan kjálka. Útgáfa lands- og bæjar- málablaða utan höfuðstaðar- - U ins er mál, sem taka verður miklu fastari tökum, en hing- að til hefur verið gert. Sumir vilja halda því fram, að slík blöð eigi engan rétt á sér, þau séu nánast óþörf vegna þess að hinar greiðu sam- göngur nútímans geri nær hverjum landsmanni kleift að lesa Reykjavíkurblöðin sama dag og þau koma út, og einnig fái menn „þetta allt“ ií útvarpi og sjónvarpi. Þeir, sem þannig eru sinn- aðir, hafa sennilega ekki hugsað málið til botns. Sér- hverju byggðarlagi er mikill menningarauki að eigin blöð- um. Þau eru miklum mun fær- ari til þess að túlka og koma á framfæri skoðunum og hugðarmálum heimamanna en dagblöðin í Reykjavík, án þess að í þessu feliist neitt last á þeirn blöðum. Þeir miklu erfiðleikar, sem eru á útgáfu heimablaða í dag hafa í rauninni skapað það ástand, að dreifbýlið hef- ur að mestu selt dagblöðun- um í Reykjavík sjálfdæmi um það, hvernig sagt er frá mál- um þess, og skýtur þar nokk- uð skökku við þegar dreifbýl- isimenn vilja á þennan hátt afsala „Reykjavíkurvaldinu", eins og þeir kalla það, þennan rétt. Erfiðleikar á útgáfu blaða utan Reykjavíkur eru fyrst og fremst fjárhagslegir. Að sjálfsögðu er frumskilyrði, að hæfir menn fáist til að rit- stýra og gefa út slík blöð, en þegar allt kemur til alls, eru það fjármálin, sem mestu máli skipta. Sá vandi verður ekki leystur með sölu blaðs- ins eða áskriftagjöldum, held- ur fyrst og fremst með vel- viljuðum stuðningi þeirra fyr- irtækja, sem hafa ibolmagn til þess að leggja heimablöð- unum til stuðning með aug- lýsingum. Að vísu hefur nú fyrir nokkru verið lagt út á þá braut, að láta hið opin- bera veita blöðunum veruleg- an fjárstyrk, og hafa dag- blöðin ekki síður þurft á hon- um að halda en smáblöðin í hinum dreifðu byggðum Sigurður Halldórsson landsins. Nokkur styrkur er veittur til dreifbýlisblaðanna, svo framarlega sem þau eru gefin út reglulega. Viða verður mik- ill misbrestur á þeirri „reglu- semi“, og fyrir vikið fæst styrkurinn ekki. Samkeppnin á auglýsinga- markaðinum er orðin ákaf- lega hörð síðustu árin. Furðu margir róa á þau mið og kaupsýslumenn og verzlunar- fyrirtæki, sem helzt er leitað ti'l, stynja undan þessu álagi. Sannast sagna hefur skapazt hreint öngþveiti í þessum málum. Allir virðast vera að leita að einhverjum fjáröfl- unarleiðum til styrktar sínu málefni, hvort sem það er nú eitthvað framfaramál heima- byggðarinnar eða barasta að fá aura til að skreppa í skóla- ferðalag, helzt til útlanda. Með þessu móti er verið að þrengja stórlega hinn litla auglýsingamarkað, sem hlýtur að vera undirstaða útgáfu blaða. Hinir cg þessir aðilar gefa út auglýsingablöð, sem ekkert eiga skylt við blaða- mennsku eða eðlilega starf- semi fjölmiðla. Þessa sögu er hægt að segja svo að segja hvar sem er á landinu. Það er eindregin skoðun undirritaðs, að það sé hverju og einu byggðarlagi dýrmæt- ara að eiga sín eigin blöð, sem njóti þess skilnings, að þeirn séu tryggð lifvænleg starfsskilyrði, og þá fyrst og fremst með stuðningi heima- manna, heldur en að þeir leggi fé sitt í hin og þessi prentverk, sem hafa í raun- inni engan tilgang, sem nokk- uð á skylt við hlutverk blaða. Sumum kann að finnast nokkuð sterkt að orði kveðið. Má svo vera. En útgáfa dreif- býlisblaða, þó póltísk séu, er ekkert einkamál viðkomandi stjórnmáiaflokks, — heldur miklu fremur vottur um menningarbrag viðkomandi útgáfustaðar. Tími er ti'l þess komin, að menn velti því fyrir sér hvort dreifbýlisblöðin eigi að lifa eða deyja. Hér dugar ekkert hálfkák. Hér verða heima- menn að snúast til sóknar og standa dyggan vörð um sín eigin málgöng, hvar í flokki sem þeir standa. Prentstofan ÍSRÚN á ísa- firði hefur prentað blaðið mörg undanfarin ár. Vil ég nota tækifærið til þess að þakka forstjóra hennar, Sig- urði Jónssyni, og hans ágætu starfsmönnum, ánægjulega samvinnu og margvíslega fyr- irgreiðslu í önn og erli dags- ins, og síðast en ekki sízt það notalega rabb, sem á stundum fæst ef maður rekst af tilvilj- un inn í prentsmiðjuna á kaffitíma. Vesturlandi árna ég allra heilla í framtíðinni og á þá ósk heitasta í þess garð, að verulegt rek verði gert að því, að tryggja útgáfu þess, svo að það megi vera Sjálfstæðis- flokknum og hinum vestfirzku byggðum traust og hald um ókomna framtíð. Þeim fjölmörgu mönnum á Vestfjörðum, sem studdu mig með ráðum og dáð þann tíma, sem ég annaðist útgáfu blaðs- ins, flyt ég alúðarþakkir og kveðjur. HÖGNI TORFASON. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÍTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári Brauðborg - Ingólfsbrunnur, Reykjavík GTEBITEG JÓL! FARSÆTT AVTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári Patreksfjarðarbíó GTEÐILEG JÓT! FARSÆTT NVTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári Efnagerðin Valur GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT AVTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári Ásbjörn Ólafsson, heildverzlun, Reykjavík GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT AVTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári Niðursuðuverksmiðja O. N. Olsen GTEÐILEG JÓT! FARSÆTT NVTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári Sjálfstæðisfélögin á ísafirði GEEÐIEEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári Samlag skreiðarframleiðenda

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.