Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 22
22
sai9 sk&mwDutH avxapsssMsxoom
Þennan skilning mun blaðið
rökstyðja frekar síðar, og á
þann hátt og annan veita
þessum atvinnurekstri hvor-
tveggja allan þann stuðning,
er það getur.
Loftur Gunnarsson
Frjálsa verslun mun blaðið
styðja, hvort heldur er kaup-
félagsskapur eða einstakra
manna verslun; en berjast
mun það gegn einkasölu og
einokun, nema stríðsástand
eða aðrar jafngildar ástæður
réttlæti.
Blaðið mun vinna að gætni
og sparsemi í fjármálum
landsins og leggja aðaláherslu
á það, að verklegum fram-
kvæmdum verði sem mestur
gaumur gefinn.
Það mun standa fast gegn
byltingum og stormbreyting-
um í stjórnskipulagi landsins
og þjóðarháttum, en halda
fast við fornar og þjóðlegar
venjur.
Að öðru leyti mun blaðið
jafnótt og það kemur út,
skýra nánar stefnu sína í
þeim málum, sem hér eru
nefnd, og einnig þeim, sem
ótalin eru.
Rétt er að taka það fram,
að blaðið er ekki gefið út af
neinu félagi eða flokki. Út-
gefendur eru aðeins þrír auk
ritstjórans og blaðútgáfan öll-
um öðrum óviðkomandi að
öðru leyti en því, að vænst
er velvildar og stuðnings allra
þeirra manna, sem fylgjandi
eru stefnu þeirri, er blaðið
heldur fram.
Matthías Bjarnason alþing-
ismaður hefur greint frá
störfum cg ferli Sigurðar
Kristjánssonar i grein hér í
blaðinu, og vísast til hennar.
Þegar Sigurður flutti til
Reykjavíkur í árslok 1930
tók Sjálfstæðisfélag Vestur-
lands við útgáfu blaðsins, og
var útgáfan í höndum sjálf-
stæðismanna á ísafirði til árs-
ins 1963, en þá tók Kjördæm-
isráð Sjálfstæðisflokksins í
Vestfjarðakjördæmi við út-
gáfu blaðsins og hefur haft
hana á hendi síðan.
Á eftir Sigurði Kristjáns-
syni hafa þessir menn verið
ritstjórar cg ábyrgðarmenn
Vesturlands: Loftur Gunnars-
son kaupmaður 1930—1931,
Jón Grímsson málaflutnings-
maður frá 1931—1932, Steinn
Emilsscn jarðfræðingur frá
1932—1933, Arngrímur Fr.
Bjarnason frá 1933—1941,
Sigurður Bjarnason frá Vigur
1942—1959, en á þeim árum
voru einnig ristjórar og
ábyrgðarmenn þeir Sigurður
Halldórsson bæjarstjóri og
Ásberg Sigurðsson borgar-
fógeti, þar sem Sigurður
Bjarnason var löngum fjar-
vistum frá ísafirði vegna setu
á Alþingi.
Matthías Bjarnason alþing-
ismaður tók við ritstjórn
Vesturlands af Sigurði frá
Vigur, en hafði þá um langt
árabil ritað mikið í blaðið.
Á eftir honum varð Guðfinn-
ur Magnússon ritstjóri blaðs-
ins til 1963, en þá tók við rit-
stjóminni Högni Torfason, og
starfaði hann við blaðið til
ársloka 1968. Síðan hefur
Finnur Th. Jónsson verið rit-
stjóri og ábyrgðarmaður
blaðsins.
Af fimmtíu ára ferli blaðs-
ins mætti segja langa sögu,
en hér verður látið nægja að
stikla á stóru.
í fyrsta tölublaði er þess
getið, að áskriftarverð verði
3 krónur til áramóta, en ár-
gjaldið 7 krónur. Á árinu
1923 komu út 25 tölublöð og
hefur þá eintakið kostað 12
aura, og gefur það nokkra
hugmynd um verðlag á þeim
árum. Á árinu 1924 komu út
51 tölublað, en ritstjórinn
hafði þann hátt á, að telja
útgáfuna frá 1923 cg 1924
sem fyrsta árgang blaðsins.
Þegar flett er gömlum
blöðum af Vesturlandi vekur
athygli hve frágangur blaðs-
ins er prýðilegur og útlit gott.
Prentsmiðjan virðist hafa átt
allgott úrval af leturgerðum,
cg gætir töluverðrar fjöl-
breytni í umbroti blaðsins,
sem var f jórir dálkar. Mynda-
mót eru aðeins í auglýsing-
um, en yfirleitt var baksíðan
auglýsingasíða, en reyndar
auglýsingar líka á öðrum síð-
um blaðsins, sem var 4 síður.
Jón Grímsson
Nafn blaðsins var handsett
úr stóru letri, en á ritstjórn-
artíma Sigurðar Halldórsson-
ar fékk hann bróður sinn,
Björn Halldórsson leturgraf-
ara, til þess að teikna og gera
myndamót af nafni blaðsins,
cg er það enn notað.
Vesturland lét þegar í upp-
hafi mjög til sín taka lands-
málin og bæjarmálin og var
þar haldið á málunum með
festu og einurð þeirri, sem
einkenndi Sigurð Kristjáns-
son. Hann stóð í hörðum deil-
um við andstæðinga sína og
gaf ekkert eftir, enda kió þar
sá er kunni. Er mér til efs
að nokkru sinni hafi verið
gefin út jafn eftirsótt blöð
hér í bæ en Vesturland cg
Skutull, þegar þeir öttu kappi,
kempurnar Sigurður Krist-
jánsson cg sr. Guðmundur
Guðmundsson, sem báðir voru
frábærlega ritfærir og kapps-
fullir baráttumenn. Vafamál
er þó, að tungutak þeirra á
stundum þætti til fyrirmynd-
ar nú á dögum, enda hefur
tónninn í stjórnmálaþrasinu
tekið miklum breytingum frá
þeim tímum, og meiri hóf-
semi gætir í málflutningi en
þá. Hinu er ekki að neita, að
almenningur hafði gaiman að
hressilegu orðafari þessara
Kaupfélag Isfirðinga sendir starfsfólki
sínu og viðskiptavinum bestu óskir um
gleðileg jól og ánægjulegt nýtt ár.
Kaupfélag
ísfirðinga
ritstjóra, og las blöð þeirra
með mestu ánægju.
Á þessum árum var ótrú-
lega mikið auglýst i blöðunum
af heimamönnum, cg reyndar
nokkuð um auglýsingar aðila
i höfðustaðnum. Það er gam-
an að lesa ýmsar þessar
gömlu auglýsingar, og í þeim
er að finna margs konar fróð-
leik, sem varpar ljósi á lands-
hagi cg aldarfar. Að ýmsu
leyti eru auglýsingar frá þess-
um tímum sýnu skemmtiiegri
en nú á dögum, cg gjarnan
minni alvara. Gamansemin í
verzlunarstéttinni fyrir fimm-
tíu árum hefur verið meiri
en nú.
Verðbóigan hafði ekki hald-
ið innreið sína fyrir hálfri
öld eins og kemur fram í
verðlagi á ýmsum vörum og
þjónustu, sem auglýst er í
blaðinu. Þá kostaði kaffið kr.
2,80 pr. kg., export kr. 2,40
cg veitingahúsið Aldan seldi
kost fyrir 65 krónur um mán-
uðinn. Fyrir 50 árum auglýs-
ir Bernhard Petersen að fyrir-
tækið kaupi lýsi, og það er
eitt þeirra fyrirtækja, sem
auglýsir nú í þessu blaði.
Verzlun G. B. Guðmundssonar
auglýsir Brjóst lin á kr. 1,35
og stíf á kr. 1,75. Verði Ijós!
er fyrinsögn á auglýsingu frá
Karli cg Jóhanni (áður Edin-
borg), um rafmagnsperur.
H.f. Carl Höepfner í Reykja-
vík auglýsir niðursoðna mjólk
sem heitir Bláa beljan og
fylgir mynd af stæðilegri
belju frá Danmörku með
enskum texta, þar sem bláa
beljan er kölluð Dancow. f
sama blaði segir Edinborg,
að súkkulaðið hjá sér sé svo
gott, að það biðji menn um
að borða sig. Og „Sannleik-
urinn er það, að skófatnaður
líkar best frá LEÓ.“
Jafnvel auglýsingarnar eru
ekki lausar við pólitík. í 27.
tbl. birtist stór auglýsing á
baksíðu frá Garðari Gísla-
syni:
„Yfirlýsing.
Af venjulegum velvildarhug
til mín og umhyggju fyrir
tímanlegri velferð þjóðarinn-
ar, hefir „Tíminn" fleirum
sinnum látið þess getið fyrir
munn sinna föllnu engla, að
bændur „fyrir norðan" séu
óánægðir og óvinveittir mér
útaf því, að þeir hafi selt mér
of ódýra hesta á síðastliðnu
sumri.
Án þess að eg hafi orðið
þess var úr annari átt, heldur
þvert á móti, lýsi eg ánægju
yfir því, hve keppinautar mín-
ir voru örir á fé á þeim tím-
um og slóðum, er ég keypti
hesta, gefur þetta mér tilefni
Allar almennar myndotökur
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
I'ökkum viðskiptin á líðandi ári.
Ljósmyndastoia ísafjnrðar
Mánagötu 2 — Sími 3776