Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 13

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 13
13 JÓH. GUNNAR ÓLAFSSON: LYFJASALA Á ÍSAFIRÐI Póstgata 7, síðar Læknisgata, en nú Mjallargata 5. Á fyrri öldum var lítið um eiginlega lyfjanotkun á ís- landi til lækninga, enda voru læknarnir fáir og dreifðir. Getið er um nokkra erlenda bartskera, sem hingað flutt- ust, eflaust fyrir tilstuðlan valdhafa, einkum til þess að lækna sárasótt, sem fór um landið eins og farsótt. Þau meðul, sem einkum voru not- uð, munu hafa verið gerð úr jurtum. íslendingar fengust þó aMtaf við lækningar sjálfir, og er þeirra kunnastur Rafn Sveinbjörnsson bóndi á Rafns- eyri í Arnarfirði, sem gerði skurðaðgerð til steins í blöðru. Það var ekki fyrr en á síðari hluta 18. aldar, að rík- isstjórnin ákvað að taka upp læknishéraðaskipun og ráða lækna til að gegna þeim. Var það samfara stofnun land- læknisembættis á íslandi 1760. Vestfirðingafjórðungur var í upphafi eitt læknishérað. Þá bjó læknirinn á Snæfellsnesi, sem næst í miðju héraði. Þeirri skipan var komið á með konungsbréfi 20. júní 1766. Læknarnir seldu og brugguðu lyfin, sem þeir not- uðu við lækningar sínar, og hélzt það lengi, að lyfjasalan var í höndum héraðslækna, cg svo er enn í sumum lækn- ishéruðum. Breyting var gerð á þessu með konungsbréfi frá 17. des. 1781. Þá var læknishéraðinu skipt og náði þá norðurhér- aðið yfir Barðastrandarsýslu, ísafjarðarsýsiu og Stranda- sýslu. Breyting varð ekki á þessari skipan fyrrd en með bréfi dómsmálaráðuneytisins frá 12. október 1870. Þá var ákveðið að héraðið skyldi ná yfir ísafjarðarsýslu, Rauða- sandshrepp, Dalahrepp og Suðurfjarðahrepp í Barða- strandarsýslu. í fyrstu var ekki ákveðið hvar læknissetrið skyldi vera og bjuggu læknar ýmist í Barðastrandarsýslu, á Þing- eyri og að Árrnúla á Langa- dalsströnd. En árið 1835 settist A. P. Jensen læknir að á ísafirði, og er það fyrsti laiknirinn, sem þar tók sér bólfestu. Með þessum lækni færðist lyfjasalan til ísafjarð- ar, og var hún jafnan í hönd- um héraðslæknanna þangað til árið 1910. Að vísu gerði Emil Möller, lyfsali í Stykkishólmi, tilraun til þess að setja upp lyfjabúð á ísafirði árið 1884, og átti það að vera útibú frá lyfja- búð hans í Stykkishólmi. Möller lyfsali fékk konungs- leyfi til iþess að reka auka- lyfjabúð á ísafirði 17. okt. 1884 (Fiilialapotek). Hann fór sjálfur til ísafjarðar, en setti Nicclin iyf jasvein fyrir lyfja- búðina í Stykkishólmi. En það mun þó ekki hafa verið fyrr en á miðju ári 1885, eða jafnvel síðar, að Möller flutti vestur. Um þessar mundir var Þor- valdur Jónsson héraðslæknir á ísafirði. Hafði hann haft alla lyfjasölu þar og átti þvi nokkrar birgðir af lyfjum, þegar Möller kom til þess að byrja rekstur sinn. Virðist hafa komið flatt upp á Þorvaid lækni, að MöM- er hafði verið veitt leyfi til lyfjasölu á ísafirði, og urðu með þeim nokkrar greinir. Á miðju ári 1885 sneri Þor- valdur læknir sér til Vestur- amtsins út af þessu. Með bréfi dags. 5. sept. 1885 skrif- aði amtmaður til landshöfð- ingja, sem þá var Magnús Stephensen, um máiið og sendi honum bréf héraðslækn- is. Landshöfðingi skrifaði aftur til amtmanns 19. sept. um lyfjaverzlunina á ísaifirði og er það bréf á þessa leið: „Með þóknanlegu bréfi 5. þ.m. hafið þér, herra amtmað- ur, sent mér erindi frá hér- aðsiækninum í 6. læknishér- aði, Þorvaldi Jónssyni, þar sem hann, í tilefni af því að E. MöMer lyfsaii í Stykkis- hólmi, er setztur að á ísafirði til að stofna þar lyfjabúð samkvæmt ailrahæstu leyfis- bréfi dags. 17. okt. f.á., gjörir fyrirspurn um það: 1. Hvort MöMer eigi að lögum sé skyldur til að kaupa meðalabirgðir hans. 2. Hvort honum sé heimil meðalaverzlun á Isafirði fyrr en lyfjabúð hans er komin reglulega á fót. 3. Hvort héraðslækninum, eins og á stendur, eigi sé heim- ilt að selja meðalabirgðir sinar, sem hann nú hefur, meðan þær endast, og 4. Hvort héraðslæknirinn geti eigi fengið bætur fyrir tjón það, er hann bíður af stofnun lyfjabúðarinnar cg á hvern hátt. Út af þessu og eftir að ég hef meðtekið áUt landlæknis- ins á íslandi um málefni þetta, ska'l yður hér með þjónustusamlega til vitundar gefið það, er nú skal greina, til þóknaniegrar leiðbeiningar og frekari birtingar: Ad 1. með þvi að engin á- kvörðun er um það í leyfis- bréfimi frá 17. ckt. f.á., um stofnun aukalyfjabúðar á ísafirði, að MöUer lyfsali skiMi skyldur til að kaupa meðalabirgðir, héraðslækn- isins þar, verður þessari spurningu að svara neit- andi. Ad 2. Með því að heimild MöUers lyfsala til lyfja- verzlunar á ísafirði, verður að byggjast á nýnefndu leyfisbréfi, en leyfi það, sem það veitir, er bundið þeim 'skilyrðum, að hann hafi þar á boðstólum ÖM lyf, sem til eiga að vera í hverri aðaUyfjabúð, og fyrir verzl- uninni standi candidatus pharmaciæ, þá verður þess- um skilyrðum að vera full- nægt, áður en hann byrjar lyfjaverzlun á nefndum stað. Ad 3. Það virðist sanngjarnt og rétt, að héraðslæknir- inn, sem samkvæmt instruc- tion 25. febrúar 1824, er skyldur tii að birgja sig upp með nægilegum meðala- birgðum, þangað til reglu- leg lyfjabúð er komin á fót, megi selja upp birgðir þessar meðan þær endast, einnig eftir að slík lyf jabúð er stofnuð, ef lyfsaUnn ekki vill kaupa birgðirnar af honum. Ad 4. Með því að héraðslækn- inum hefur eigi verið veitt- ur beinn sérstakur réttur til lyfjasölu á ísafirði, verður að svara þessari spurningu neitandi.“ Af þessu virðist mega ráða að Carl Emil Ole Möller hafi ekki verið búinn að opna lyf jabúð þegar Þorvaldur leit- aði til amtsins. En talið er að MöUer hafi aðeins rekið lyfjabúðina tæpt ár, 1885— 1886, og gefizt upp vegna samkeppninnar við Þorvald lækni. Af veðmálabókum Isa- fjarðarsýslu má sjá, að þeir Emil Möller lyfsali cg Þor- valdur Jónsson læknir hafa gert með sér kaupsamning um birgðir Þorvalds, og er sá Mjallargata 9.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.