Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 10
10
Prestar og biskup ganga frá gömlu kirkjunni til vígslu hinnar nýju.
varð á milli, að nam um 10
mínútna akstri. —
Þegar vegurinn var kominn
um og eftir árið 1950 var
sýnt að gera þurfti einhverj-
ar breytingar á þessum mál-
um, og var um tíma rætt um
að leggja niður Staðarkirkju
og reisa aðra í hennar stað
inni í sveitinni. Báðar kirkj-
urnar voru þá ríkiskirkjur,
nær aldargamlar og þó Stað-
arkirkja nokkru yngri. Voru
þær að vonum farnar að
hrörna nokkuð og þá um
tvennt að velja, þegar rætt
hafði verið til þrautar; annað
hvort að reyna að halda við
kirkjunum, og hafa sóknar-
skipun óbreytta, ellegar að
sameina báðar kirkjusóknirn-
ar í eina sókn, fá ríkið til að
afhenda einum söfnuði báðar
kirkjurnar með nægilega
miklu álagi svo unt væri að
reisa eina veglega kirkju í
Reykhólasveit, sem yrði þá
ein kirkjusókn og kirkjan í
ábyrgð og eigu safnaðarins.
Síðari kosturinn var valinn,
ekki sízt fyrir þá sök að fyrir-
sjáanlegur var mikill viðgerð-
arkostnaður á báðum gömlu
kirkjunum, og sömuleiðis við-
haldskostnaður, sem fara
mundi vaxandi með árunum,
og margir óttuðust að erfitt
mundi verða að fá til þess
nægjanlegt fé frá ríkinu, sem
var eigandinn, sökum ólækn-
andi fátæktar ríkiskassans og
tregðu ríkisins til að eyða fé
til kirkjubygginga og viðhalds
á þeim.
Samningar um yfirtökuna
gengu nokkuð greiðlega þegar
búið var að sameina sóknirn-
ar, og þann 8. september árið
1963 var nýja kirkjan á Reyk-
hólum vígð með mikilli við-
höfn cif biskupi landsins, og
var þar isamankomið mikið
fjölmenni. Gengu 10 prestar
hempuklæddir í prósessíu á-
samt biskupi, sóknarnefnd og
meðhjálpara úr gömlu kirkj-
unni með helga gripi hennar
til hinnar nýju. Er sá dagur
mjög eftirminnilegur öllum,
sem þar voru viðstaddir.
Ekki var hróflað við gömlu
kirkjunum þótt aflagðar væru
báðar sem sóknarkirkjur. Réði
þar mestu um, að menn báru
þá von í brjósti að einhver
leið mundi e.t.v. finnast til
að gera við þær og varðveita
þær þótt seinna yrði, því báð-
ar eru þær merkilegar fyrir
aldurs sakir og í byggingar-
legu tilliti. íbúum sóknarinnar
nýju var það um megn því
öll orkan fór í það að koma
upp hinni nýju kirkju, samt
sárnaði öllum að sjá þær
gömlu í vaxandi afturför með
hverju árinu, sem leið.
Vonir manna um Staðar-
kirkju rættust þó innan fárra
ára er hún var tekin á þjóð-
minjaskrá. Var þá gert við
hana af kunnáttumönnum og
henni komið í upprunalegt
horf og er síðan í vörzlu
þjóðminjavarðar.
En áhyggjur um örlög
Reykhólakirkju fóru vaxandi
því hún hélt áfram að hrörna,
og hafa ýmsir kviðið því að
þurfa loks að rífa hana eða
óttast að óveður feykti henni
um koll af ótraustum undir-
stöðum.
Níu ár liðu og ekkert gerð-
ist. Vonir um björgun hennar
tóku að dvína og raddir tóku
að heyrast um, að ósæmilegt
væri að láta hana halda áfram
að grotna niður, auk þess, sem
hættan á að hún fyki fór vax-
andi, og væri því réttast að
láta hana hverfa.
Þá kom hreyfing á málið
aftur. Menn gerðu sér Ijóst
byggingarsögulegt gildi henn-
ar og viljinn til aðgerða var
fyrir hendi, en fátækt og
getuleysi hindraði fram-
kvæmdir.
Nú er samt svo komið mál-
um, að allar líkur eru á því,
að takast megi að bjarga
gömlu Reykhólakirkju, á ann-
an veg, að vísu, en menn
höfðu gert sér hugmyndir um,
en samt þannig, að á betra
verður ekki kosið ef af verð-
ur. Mun það bráðlega koma
í ljós og hirði ég því ekki að
segja frá iþví nánar, að svo
komnu máii.
Nýja kirkjan á Reykhólum
er mikið og vandað hús enda
ætlað að standa um langa
framtíð. Hún er hituð með
hveravatni, en engin upphitun
var í þeirri gömlu. Jarðhita-
lögn til hennar mistókst cg
var ekki aftur reynd. Af þeim
sökum skemmdust sumir af
gripum hennar. Mikið og
vandað orgel, sem henni var
gefið, ónýttist og hin merka
altaristafla var orðin stór-
skemmd.
Á 10 ára vígsluafmæli nýju
kirkjunnar hinn 8. sept. s.l.,
var haldin mikil vígsluafmæl-
ishátíð. Kom þar prófessor
Gunnar Thoroddsen, ásamt
konu sinni og fylgdarliði.
hafði hann, og niðjar Jóns og
Þóreyjar Thoroddsen, látið
gera við gömlu altaristöfluna,
sem Jón kom rneð frá Dan-
mörku meira en 100 árum áð-
ur. Hafði prófessor Gunnar
haft forgöngu um þetta mál
og afhenti kirkjunni töfluna
frábærlega vel viðgerða af
kunnáttumönnum. Var henni
komið fyrir á réttum stað í
nýju kirkjunni og sómir sér
þar mjög vel.
Hélt prófessorinn ræðu í há-
tíðamessulok eftir að altaris-
taflan hafði verið endurvígð
í kirkjuathöfninni, sem var
raunar biskupsmessa. Var
gerður góður rómur að máli
hans af þakklátum þiggjend-
um rausnargjafar þeirra ætt-
menna, en kirkjan var yfirfull
af kirkjugestum á þessu 10
ára vígsluafmæli.
Það sem gerði Reykhóla
frá fyrstu tíð að stórjörð og
höfuðbóli voru miklir land-
kostir einkum hlunnindin, sem
voru mörg og gjöful. í þessari
gömlu vísu eru þau nefnd:
Söl, hrognkelsi, kræklingur,
hvönn, egg, reyr, dúnn, melur,
kál, ber, lundi, kolviður,
kofa, rjúpa, selur.
Það, sem athyglisverðast
er við þessa vísu þykir mér
vera, að ekki eru talin þau
hlunnindin, sem mest er af og
mikilverðust eru, en það er
jarðhitinn. Mikill fjöldi hvera
er þar um cdlt og undir, í
jörðinni, þrumar ótæmandi
onka, sem bíður þess að verða
beizluð og hagnýtt. Framsýn-
um mönnum hefur fyrir löngu
verið ljóst, að jafnóðum og
gildi hinna gömlu hlunninda,
sem nefnd eru í vísunni,
þverra, þau sem gerðu jörðina
mikla og eftirsóknarverða á
liðnum öldum, vex að sama
skapi gildi þeirra landgæða,
sem ekki eru talin, jarðhitans,
sem öll framtíð Reykhóla
hlýtur að byggjast á og verð-
ur til að lyfta staðnum til
ekki minni reisnar en hún
áður var mest.
Það er eiginlega furðulegt
um að hugsa, að allt fram-
undir miðja þessa öld voru
einu not jarðhitans þau, að
í hverunum var soðinn matur
og hverabrauð. Þarna hafa
vatnsmiklir lækir af heitu
vatni runnið endalaust ár og
síð til sjávar án nokkurs
gagns. Það var ekki fyrr en
eftir 1930, að farið var að
nota hverahitann til að hita
íbúðarhús. - Nú er hins vegar
\Uöl
*** drykkir
Öigerðin Egill Skallagrímsson hefur ávallt á
boðstólum ferska og bragðgóða svaladrykki
til hæfis fyrir alla fjölskylduna.
Sérmenntaður bruggmeistari hefur umsjón með
ölgerðinni, enda hefur Egils Pilsner þótt
framúrskarandi frá fyrstu tíð.
Umboð á ísafirði:
JÓHANN KÁRASON, umboðs- & heildverzlun,
Engjavegi 8, sími: (94) 3538