Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 18
18
PiB..
SIGURÐUR BJARNASON FRA VIGUR:
Árna „Vesturlandi" nýs
gengis og þroska
Þegar ég gerðist ritstjóri
Vesturlands 1. janúar 1942
var stjórnmálabaráttan hörð
og stundum bedskju blandin
heima á Vestfjörðum, ekki
síst á ísafirði og við Djúp.
Ekki er mér það þó eftir-
minnilegast þegar ég var beð-
inn að minnast 50 ára afmæl-
is blaðsins. Það sem fyrst og
fremst kemur upp í hugann
nú, var gleðin yfir því að
verða ritstjóri að blaði heima
í Djúpi, sem hægt var að
nota til þess að berjast fyrir
hagsmunamálum lands og
þjóðar. Víst var hin pólitíska
barátta ánægjuleg, enda þótt
hún væri stundum persónu-
legri en skyldi. En kjarni
málsins var þó barátta ungs
manns fyrir hugsjón sinni og
trú á framtíðina, einlægur á-
hugi á að bæta aðstöðu fólks-
ins fyrir vestan og íslenzku
þjóðarinnar í heild. Trúi
þessu hver sem vill. En sann-
ieikurinn er sá, að stjórn-
málabarátta, hvort heidur er
í blaði eða á öðrum vettvangi,
er lítils verð ef grundvöllur
hennar er ekki hugsjón og ó-
eigingjöm löngun til þess
fyrst og fremst að bæta og
fegra manniífið, stuðla að
auknu réttlæti og heiðarleika
í samskiptum manna.
Á fyrsta ári ritstjómar
minnar gerðust þau stórtíð-
indi í sögu ísfirzkra blaða að
hin gamla prentsmiðja þeirra
tók upp vélsetningu. Það var
mikil umbót frá gömlu hand-
setningunni. Magnús heitinn
Ólafsson, sem þá var prent-
smiðjustjóri, sagði einu sinni
við mig í spaugi þegar við
höfðum gefið út 2 eða 3 blöð
að Vesturlandi í sömu vik-
unni, að takmark mitt væri:
Vesturland dagblað! Þetta
fannst mér fallega mælt eáns
og fleira hjá þeim heiðurs-
manni. En hann og starfs-
menn hans gerðu allt, sem
þeir gátu til þess að hjálpa
mér við blaðið. Minnist ég ís-
firzku prentaranna með þakk-
læti og virðingu.
Þá var samstarfið við
krakkana, sem seldu blaðið í
lausasölu einnig þýðingarmik-
ið og ánægjulegt. Mig minnir
að fastir kaupendur Vestur-
lands á ísafirði hafi fyrstu
árin, sem ég var ritstjóri þess
verið um 300. En í lausasölu
seldust þar að auki stundum
allt að 4—500 blöð 1 bænum.
Man ég að einn strákur seldi
oft á annað hundrað blöð.
Hann Vcur bráðduglegur og
snjah sölumaður. Yfir 20
krakkar önnuðust oft lausa-
söluna. Fyrst í stað útbýtti
ég blöðunum til þeirra sjáif-
ur. Mun ég alltaf minnast
þessara ungu aðstoðarmanna
minna, drengja og stúlkna,
með þakklæti. Nú er þetta
fólk fyrir löngu orðið hefðar-
frúr, sjómenn og skipstjórar,
menntamenn og forstjórar o.
s.frv. Þegar bezt lét minnir
mig að Vesturland kæmi út
í allt að 2000 eintökum.
Það var stundum býsna
erfitt að tryggja að blaðið
kæmi út á réttum tíma, ekki
sízt ef kosningar voru í full-
um gangi cg ritstjórinn
þurfti að ferðast á bátum og
hestum um Norður-ísafjarð-
arsýslu og halda um 20 fram-
boðsfundi. Man ég sérstak-
lega eftir því sumarið 1942
að ég varð að skrifa Vestur-
land um borð í Djúpbátnum
á leiðinni frá Hesteyri norður
Óskum
starfsfólki voru
á sjó og landi
og öðrum
viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsældar
á nýja árínu
með þakklæti
fyrir líðandi ár.
Álftfirðingur hf.
SÚÐAVÍK.
Óskum
starfsfólki voru
og öðrum
viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsældar
á nýja árinu
með þakklæti
fyrir líðandi ár.
að Horni. En þá héldum við
Kristján frá Garðsstöðum cg
Barði heitinn Guðmundsson 4
fundi í Sléttuhreppi og 2 í
Grunnavíkurhreppi.
Sem foetur fer lét Vestur-
land sig fleira varða en
stjórnmál á þeim tíma. Man
ég að einu sinni birti ég mik-
inn harmagrát í blaðinu yfir
því, að skrúfan frá „Ásgeiri
litla“ væri týnd, og væri það
illa farið. Varpaði svo fram
þeirri spurningu, hvort nokk-
ur vissi, hvar hún væri niður
komin. En eins og kunnugt
er grotnaði „Ásgeir litli“ nið-
ur í fjörunni í Neðsta kaup-
staðnum. Ekki var Vestur-
land fyrr komið út en hringt
var í mig og tilkynnt að
skrúfan væri geymd á vísum
stað. Vonandi er hún nú í
Byggðasafni Vestfjarða.
Það er ekkert launungar-
mál, að enda þótt örlögin
höguðu því iþannig, að a-lla
mína blaðamannstíð skrifaði
ég fyrst og fremst um stjórn-
mál, bæði í Vesturland og
Morgunfolaðið, þá var mér
Sigurður Bjarnason. — Myndin er tekin á „Borginni" í
Vigur sumarið 1973. (Ljósm.: Þ.B.)
jafnan geðþekkara að skrifa
almennar fréttir um menn og
málefni, þjóðlegan fróðleik og
persónusögu.
Að lokum þetta:
Ég álít, að ísfirzku blöðin
hafi á sínum tíma gegnt mik-
ilvægu hlutverki, allt frá því
að Skúli Thoroddsen og séra
Sigurður í Vigur stofnuðu
„Þjóðviljann“ og til þessa
dags. Síðustu árin hefur „ís-
firðingur" komið einna reglu-
bundnast út. Vesturland hef-
ur sézt of sjaldan.
Um leið og ég þakka göml-
um vinum og samstarfsmönn-
um samstarfið við Vestur-
land árna ég folaðinu nýs
gengis og þroska. Öllum Vest-
firðingum bið ég blessunar
og framgangs, með þökkum
fyrir tryggð og vináttu.
Kaupmannahöfn, 20. 11. 1973
Sigurður Bjarnason
frá Vigur.
Óskum
Óskum starfsfólki voru
Vestfirðingum á sjó og landi
og öðrum og öðrum Óskum
viðskiptavinum viðskiptavinum Vestfirðingum
gleðilegra jóla gleðilegra jóla og öðrum
og farsæls og farsældar viðskiptavinum
komandi árs. á nýja árinu gleðilegra jóla
Þökkum viðskiptin með þakklæti og farsæls
á líðandi ári. fyrir líðandi ár. komandi árs.
Þökkum viðskiptin
á líðandi ári.
Alþýðuhúsið Ishúsfélag
Isafjarðarbíó Ísfirðinga hf. Kofri hf.
Vestfirðingar — ísfirðingar
Óskum öllum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
FLUGFÉLAGIÐ
FlugíélagiÖ Ernir hf.