Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 9
alia tíð áðurnefndar tvær
kirkjusóknir og fram yfir
seinustu cildamót, en þá var
lagt niður Gufudaispresta-
kall og það gert að þriðju
kirkjusókninni í Staðarpresta-
kalli.
Á Reykhólum var bænda-
kirkja frá fyrstu tíð en komst
síðar í eigu ríkisins er það
keypti Reykhóla um 1940.
Árið 1948 var ákveðið að
flytja prestssetrið frá Stað að
Reykhólum, og sama ár var
byrjað að smíða íbúðarhús
fyrir prestinn, sem síðan hef-
ur setið á Reykhólum. Varð
þá Reykhólakirkja höfuð-
kirkjan en Staður annexía og
svo Gufudalur. Með lögum um
skipun prestakalla og pró-
fastsdæma 1952 var breytt
um nafn á prestakallinu og
heitir það síðan Reykhóla-
prestakall. Með sömu lögum
var bætt við prestakallið enn
einni kirkjusókn: Garpsdals-
sókn, sem tilheyrt hafði Stað-
arhólsþingaprestakalli í Dala-
prófastsdæmi frá 1890 en
hafði áður verið sérstakt
prestakall. Þessi breyting kom
til framkvæmda 1960 er
prestaskipti urðu í Staðar-
hólsþingum.
Þann 1. júlí 1970 gengu enn
í gildi ný lög um skipun
prestakalla og prófastsdæma
cg var með þeim enn bætt við
Reykhóiaprestakall, í þetta
sinn heilu prestakalli; Flat-
eyjarprestakalli með tveim
kirkjusóknum, Flateyjarsókn
cg Skálmamesmúlasókn, og
nær það yfir alla Austur-
Barðastrandarsýslu og mun
að öllum líkindum nú vera
stærsta prestakall á öllu ís-
landi að víðáttu og vegalengd-
um milli kirkna, auk þess
sem ein kirkjusóknin er úti
á miðjum Breiðafirði og verð-
ur ekki pjónað nema með sjó-
ferðum. Það mun einnig vafa-
lítið vera erfiðast yfirferðar
til þjónustu allra prestakalla,
einkum á vetrum.
Þar sem nú er eitt presta-
kall með fimm kirkjusóknum
voru um seinustu aldamót
fjögur prestaköll með sex
kirkjusóknum. Nú þjónar
þessum sóknum einn prestur,
sem situr á Reykhólum, en
áður voru hér fjórir prestar.
Það vekur strax athygli
ferðamanns, sem kemur að
Reykhólum nú, að uppi á
hólnum standa tvær kirkjur,
önnur gömul af timbri smíð-
uð, hin ný cg mun stærri,
gerð úr steinsteypu, með há-
um turni.
Gamla kirkjan er á þessu
ári 116 ára gömul. Smíði
hennar var lokið árið 1857 og
hún vígð á því ári.
í gömlum heimildum má
sjá, að árið 1855 var á Reyk-
hólum gömul torfkirkja. Átti
hún í sjóði 494 dali og 65
skildinga, sem verið hefur
töluverð upphæð, varla minna
en hálf xniljón króna miðað
við núverandi gildi peninga.
í sömu heimild segir, að árið
1857 hafi kirkja verið byggð
úr timbri, falleg og sterk, en
ekki fullgerð og skuldi þá 798
dali. Tíu árum seinna, 1867
skuldar hún 1104 dali og enn
10 árum síðar, 1877, segir að
hún hafi verið í góðu standi
og skuldi 407 dali. Og árið
1887 eða 30 árurn eftir að hún
var byggð segir að hún sé í
umsjá eiganda, í dágóðu
standi og skuldi 70 dali.
Auðséð er, að allan þennan
tíma er verið að berjast við
skuldir vegna byggingarkostn-
aðarins og má m.a. af því
sjá að ekki hafa erfiðleikar
verið minni þá við byggingar-
framkvæmdir sem þessar.
Þarna var vissulega í mikið
ráðizt. Kirkjan hefur kostað
um 1656 ríkisdali, sem gæti
svarað til 3,3 milljón króna
nú til dags og þó líklega
meiru. Borið saman við torf-
kirkjurnar, sem áður voru
víðast hvar og kostuðu til-
tölulega lítið í smíði, hefur
þessi 116 ára gaimla kirkja
kostað offjár, sem fyrirfram
hefur verið vitað, að ekki yrði
hægt að greiða nema á löng-
um tíma.
Byrjað var á kirkjunni 1855
og henni að mestu lokið 1857,
en ekki þó alveg, því að í
skýrslu um kirkjur landsins
árið 1857, sem birtist í riti
Bókmenntafélagsins „Skýrsl-
ur um landshagi á íslandi“
segir svo neðanmáls: ,,í
skýrslunni um Reykhóla-
kirkju er þess getið, að
kirkjusmíðið, þótt enn sé ekki
fullgert þakið, hafi kostað
1656 ríkisdali og 68 skild-
inga.“ Er þess jafnframt get-
ið að Reykhólakirkja hafi ný-
byggð, árið 1857, verið talin
eitt hið glæsilegasta hús á
Vesturlandi. Ekki hefur með
vissu verið hægt að finna hver
var kirkjusmiðurinn, og ekki
heldur hverjir réðu og létu
byggja hana, og þó má nokk-
uð geta sér til um sumt.
Mestan veg og vanda af
viðhaldi kirkjunnar og um-
sjón hennar á ofanverðri 19.
öld hafði Bjarni Þórðarson,
sem bjó stórbúi á Reykhólum
um 30 ára skeið, sem frægt
er orðið, og var þá eigandi
kirkjunnar. En hann kom
ekki til staðarins fyrr en 1869
um það bil, sem byggingar-
skuldir hennar voru mestar.
En árið 1857 bjó á Reyk-
hólum Páll Guðmundsson,
hreppstjóri, og var hann
kvæntur Jóhönnu Petronellu
Þórðardóttur, alsystur Jóns
Thoroddsens skálds. Dóttir
þeirra var Þórey, kona Bjarna
Þórðarsonar, sem áður var
nefndur. ■— Á Grund, smábýli
ofan við Reykhóla, undir
fjallinu, bjó þá móðir Jóns og
Jóhönnu, Þórey Gunnlaugs-
dóttir, en hún varð ekkja árið
1846. — Að því er bezt verður
séð, mun það vera hún, ásamt
Bcga Benediktssyni á Staðar-
felli á Felisströnd og Brynj-
ólfi Benediktssyni í Flatey á
Breiðafirði, sem áttu eða réðu
a.m.k. þá mestu um Reyk-
hólaeignirnar. Þessir tveir
voru í senn mestir auðmenn
og virðingarmenn við Breiða-
fjörð í þá daga. Og þegar/eða
ef þau þrjú hafa lagzt á eitt
um þessa kirkjusmíð, þarf
ekki að undra að kirkjan yrði
myndarlegt hús. Enda segir
um hana í kirkjuskýrstu árið
1860, að Reykhólakirkja sé
fegursta kirkjan í öllu Barða-
strandarprófastsdæmi.
Vitað er með vissu að alt-
aristaflan, sem er hinn merki-
legasti gripur, var gefin kirkj-
unni af Þóreyju, móður Jóns
Thoroddsens skálds, en hann
keypti hana úti í Danmörku
fyrir peninga, sem afgangs
urðu af )því fé, sem Þórey
sendi utan til að fá Jón keypt-
an úr herþjónustu.
Gamla kirkjan var vel
srníðuð, sem marka má af
því, að þrátt fyrir háan aldur
hennar, eru enn máttarviðir
allir óskemmdir með öllu.
Hún hefur ekkert viðhald
fengið nú um áratugaskeið,
enda ekki verið notuð til guðs-
þjónustuhalds sl. 10 ár.
Kirkjur landsins voru í
fyrstu bændakirkjur. Það
breyttist er tímar liðu og hafa
þau mál þróazt þannig, að
söfnuðurnir hafa yfirtekið
flestar kirkjur af bændum,
sem áttu þær, eða af ríkinu,
sem eignaðist með árunum
margar kirkjujarðir. En með
því að sú kvöð hvíldi á
kirkjueigendum, að viðhalda
þeim í góðu standi og byggja
nýjar þegar þær gömlu ónýtt-
ust, hefur ríkið leitazt við að
koma þeim kirkjum, sem það
eignaðist með kirkjujörðun-
um, yfir á söfnuðina, og
losna svo undan kvöðinni,
enda munu sárafáar kirkjur
nú vera í eigu bænda og ríkis.
Á Reykjanesi í Barða-
strandarsýslu voru lengst af
tvær kirkjur, eins og áður
segir, og báðar á sjálfu nes-
inu, þar sem voru 10 jarðir,
en engin í innsveitinni og
Þorskafirði, þar sem voru 19
jarðir. Sóknamörkin voru á
miðju nesinu og áttu bæir
þar, með og frá Miðjanesi,
sókn að Stað ásamt bæjum
öllum í Þorskafirði, alls 11
talsins, en að Reykhólum átti
sókn fólk af bæjum á innan-
verðu nesinu frá Skerðings-
stöðum og svo öll innsveitin,
allis af 18 bæjum.
Þessi sóknaskipting var
eðlileg meðan engir vegir
voru þar í sóknum utan reið-
götur. En eftir að bílvegur
kom að hverjum bæ, urðu
sóknamörkin að sama skapi
óeðlileg, og ástæðulaust að
hafa tvær sóknarkirkjur í
sömu sveitinni sem svo stutt