Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 17

Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 17
&ans a&sankxxxh xfUu&nuu&aotMn 17 seli og á Stöng í Mývatnssveit Jónssonar. Sigurður lauk námi í bændaskólanum á Hól- um árið 1907. Hann lauk kennaraprófi í Reykjavík 1910. Barnaskólastjóri var hann í Bolungarvík árlangt, skólastjóri Iðnskólans á Isa- firði í þrjú ár og kennari við barnaskólann á sama stað í 15 ár. Hann var ráðunautur Búnaðarsambands Vestfjarða í 7 ár. Eins cg áður er sagt, var hann ritstjóri Vesturlands 1923—1930, en á því ári flutti hann með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Það var mikii eftirsjá að Sigurði Kristjáns- syni úr baráttuliði sjálfstæð- ismanna á Isafirði. Þegar suður kom, gerðist Sigurður ritstjóri ísafoldar og Varðar á árunum 1930—1932 og blaðsins Heimdallar frá 1932—1934. Það ár varð hann framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, og gegndi því starfi um nokkurra ára skeið. Hann var skipaður forstjóri Samábyrgðar íslands á fiski- skipum á árinu 1939, og því starfi gegndi hann þar til hann lét af því fyrir aldurs sakir. Sigurður átti sæti í mörgum nefndum á sínum stjórnmála- ferli. Hann átti m.a. sæti í milliþinganefnd í sjávarút- vegsmálum 1932—1933 og aftur 1938—1939. I Lands- bankanefnd var hann um nokkur ár og í Þingvalla- nefnd var hann frá árinu 1937 til 1954. Sigurður Kristjánsson var bæjarfulltrúi á ísafirði á ár- unum 1916—1922, 1924—1927 og 1930—1931. Sigurður átti sæti á Alþingi frá 1934—1942 sem þingmaður Reykvíkinga, cg frá haustinu 1942 til árs- ins 1949 sem landskjörinn þingmaður. Hann lézt 27. maí 1968, 83 ára að aldri. Kona hans var Ragna Pétursdóttir bónda í Hafnardal, Pálssonar. Við, sem kynntumst Sigurði Kristjánssyni, minnumst hans Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. Þorgrímur hf. SÚÐAVÍK. ætíð með hlýhug og virðingu. Hann var okkur sjálfstæðis- mönnum mikilsverður bar- áttufélagi og drengur góður. Ég ætla ekki að minnast annarra þeirra manna, sem ritstýrt hafa Vesturlandi. En ég vil þó að lokum minnast þess, að þau ár, sem ég var ritstjóri blaðsins átti ég mjög gott og náið samstarf við sjálfstæðismenn víðs vegar um Vestfirði og marga aðra, sem voru að ýmsu leyti velunnar- ar þessa blaðs. Á 50 ára afmæli blaðsins á ég þá ósk til handa vest- firzkum sjálfstæðismönnum og öllum Vestfirðingum, að útgáfa þessa blaðs falli ekki niður. Það hefur verið dauft yfir útkomu þess nú í nokkur ár, en á þessum tímamótum verðum við að strengja þess heit, að treysta útgáfu blaðs- ins og sjá svo um, að það komi reglulega út í framtíð- inni og haldi hátt á loft því merki, sem það barðist fyrir allt frá stofnun þess, og öll þau ár, sem það hefur lifað og starfað. MATTHÍAS BJARIMASON. Hér eru komnir saman fimm sýslumenn og einn hreppstjóri í Strandasýslu. Guðjón Guð- mundsson á Eyri í Ingólfsfirði, sem látinn er fvrir skömmu, situr hér lengst til vinstri. Hann var hreppstjóri í Árneshreppi frá 1929 til dauðadags, og á því tímabili starfaði hann undir stjórn fimm sýslumanna. Sá fyrsti var Halldór Júlíusson, sem var sýslumaður Strandamanna frá 1909—1930. Næstur var Jóhann Salberg Guðmundsson, sem var sýslumaður frá 1938—1958. Hinn þriðji var Friðjón Sigurðsson, núverandi skrifstofustjóri Alþingis, sem var settur sýslu- maður í veikindaforföllum Jóhanns frá 15. sept. 1941 þar til í sept. 1943. Fjórði var Björgvin Bjarnason, sem var sýslumaður Strandamanna frá 1958—1968, og loks er Andrés Valdimarsson, sem gegnt hefur embættinu frá 1968. Sitjandi frá vinstri: Guðjón, Halldór og Jóhann. Standandi frá vinstri: Andrés, Björgvin og Friðjón. © — Possat er bíllinn — ® sem beðið hefur verið eftir Passat er nýjung i sinum stœrðarflokki. ekki eingöngu vegna frábœrra akaturs- eiginleika, — þæginda, — eða kitlandi út- lits, heldur vegna þess, að hann er bú- inn öllum þessum kostum og óteljandi öðrum. Passat er aflmikill og trauetur. Þrjár vélastærðir: 60 ha, 75 ha og 85 ha. 75 ha vélin: Viðbragðshraði: 0—100 km 13,5 sek. Hámarkshraði: 160 km klst. Ðenzineyðsla: um 8,8 litra á 100 km. Passat er öruggur i akstri: Allur öryggisbúnaður Passat og hinn fullkomni stýris-, fjöðrunar- og hemla- búnaður er miðaður við hámarksorku og hraða. Passat luxus-þægindi, sjálfsögð þseglndi. Passat framsæti er hægt að stltla að vild og jafnvel i þægrlega svefnstöðu. Passat er rúmgóður fimm manna bill. Stórt farangursrými, 490 litrar. Þessar staðreyndir eru aðeins brot af öllum sjáanlegum atriðum. Passat verður fáanlegur 2ja og 4ra dyra og einnig sem Variant, 4ra dyra með stórri afturlúgu. Passat er hagkvæmur og ódýr í rekstrí. Benzineyðsla: Um 8,8 I. — Viðhalds- skoðunar er þörf aðelns einu sinni á ári eða eftir 15 þús. km akstur. — Hin viðurkennda V.W.-varahluta- og vlðgerð- arþjónusta er einnig Passat-þjónusta. Jafnvel er tölvustýrður V.W. bilana- greinir einnig Passat bflanagreinir. Pantið tima og reynsluaklð Passat. © HEKLA hf. Laugavog'i 170—172 — Simi 21240.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.