Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 8
8
SR. ÞÓRARINN ÞÓR PRÓFASTUR
„A FORNUM REYKJAHÓLUM”
Reykhólar í Reykhólasveit
hafa alla tíð verið höfuðból
og þar setið stórbændur, ríkir
héraðshöfðingjar og embættis-
menn. Þar fæddist 5. október
1819 Jón Thoroddsen, skáld
og sat seinna staðinn, sem
æðsta veraldlegt yfirvald
Barðastrandarsýslu, en sýslu-
maður Barðstrendinga var
hann frá 1850—1861 og var
þrjú fyrstu árin á Reykhól-
um, en eftir það í Haga á
Barðaströnd.
Reykhólar koma víða við
sögu. í Sturlungu segir frá
miklum mannvígum þar, er
Kolbeinn ungi lét vega Tuma
Sighvatsson, sem þá bjó þar,
og marga menn aðra, en Kol-
beinn reið þá um sveitir með
flokk vígamanna og fóru þeir
með ránum og ofbeldi, meiddu
menn og drápu.
Það gæti verið skemmtilegt
viðfangsefni að skrifa sögu
Reykhóla frá fyrstu tíð, en
það yrði mikið verk því stað-
urinn er hinn merkilegasti af
eigin ágæti sínu, af fjöhnörg-
um merkismönnum, sem þar
hafa búið á liðnum öldum, og
af sögum og sögnum um þá
og ýmislegu atferli þeirra, og
merkum viðburðum, sem
geymzt hafa í minni manna
og rituðu máli. Það verður þó
að bíða, enda efni í stóra
bók ef öllu væri saman safn-
að.
í stuttri blaðagrein er fátt
eitt hægt að nefna af því öllu.
Ég ætla að reyna að segja
ofurlítið frá kirkjuhaldi á
Reykhólum enda ekki óvið-
eigandi í jólablaði.
Á Reykhólum mun kirkja
hafa verið byggð snemma.
Frá því að Reykhólar kama
við sögu fyrst eftir kristni-
töku er getið um kirkju þar.
Á gamaili bók stendur: „Á
Reykjahólum var Bartólome-
usarkirkja. Þar var snemma
kirkja byggð, því Illugi Ara-
son, bróðir Þorgils á Reykja-
hólum, var hirðmaður Ólafs
konungs helga og hafði Illugi
út við, sem kirkja og skáli
á Reykjahólum var byggt af.“
Fyrsti presturinn, sem nafn-
greindur er að Reykhólum,
var Ingimar Einarsson, dáinn
1170 og kemur hann víða við
Sturlungu öndverða. Faðir
hans var Einar Arason goð-
orðsmaður að Reykhólum,
Þorgilssonar, Arasonar, Más-
sonar. Ingimundur prestur var
rausnarmaður hinn mesti, tal-
inn skáld gott og mikiil fræði-
maður. Frá hans tíð má rekja
nokkuð prestaröðina, því vitað
er um nær alla þá, sem þjón-
að hafa Reykhólakirkju allt
fram á þetta ár.
Séra Ingimundur var með
vissu kominn til Reykhóla
árið 1118. Síðan hafa um það
bil 53 prestar þjónað við
kirkjuna, og af þeim hópi er
vitað um nöfn allra nema
fjögurra. Frá 1118 til 1973
eru 855 ár og er því meðal-
þjónustutími þeirra u.þ.b. 16
og y2 ár, en annars var þjón-
ustutíminn mjög mislangur,
Ingimundur, sá fyrsti var t.d.
a.m.k. 54 ár, en margir, sem
siðar komu, voru aðeins eitt
ár eða part úr ári, jafnvel.
Af þessum prestahópi þjón-
uðu 30 í 'kaþólskum sið (nafn-
greindir eru 26 þeirra); og
eftir siðaskiptin er röðin
nokkuð viss og óslitin á þeim
26 prestum, sem síðan hafa
komið við sögu.
Allir prestar eftir siðaskipti
sátu að Stað, sem var hið
lögboðna prestssetur í presta-
kallinu, þar til það var flutt
að Reykhólum árið 1948. Fyr-
ir siðaskipti sátu aftur á móti
nokkrir af fyrstu prestunum
á Reykhólum, þ.á.m. Ingi-
mundur Einarsson, sem fyrst-
ur er nefndur, eins og áður
segir. Aðrir nafngreindir
prestar, sem með vissu sátu
þar, eru sr. Tómas HaBgríms-
son um miðja 15. öld, sr.
Salómon Magnússon 1840—
1500, sr. Koðran Jónsson
Jónisson 1512—1529 og sr.
Jón Jónsson, skamman tíma
á ef-tir sr. Koðran.
Sjálfsagt hafa fleiri prestar
haft aðsetur á Reykhólum á
fyrstu árunum og sáðar í
kaþólskum sið, sóknamörk og
prestakallaskipan var allt með
öðrum hætti en nú. í fyrstu
létu kristnir höfðingjar og
stórbændur gera kirkjur á
jörðum sínum og höfðu þá
gjarnan, sumir hverjir, einka-
prest og þjónuðu stundum
fleiri en einn prestur við sömu
kirkjuna. Síðar urðu venjur
að reglum, sem kirkjuskipan-
in var síðan byggð á, biskup-
Sr. Þórarinn Þór, vígðist árið 1947 til Reykhóla og gegndi
prestsembætti þar í 21 ár, er hann fluttist til Patreksfjarðar.
Sr. Þórarinn hfeur verið prófastur Barðastrandarprófasts-
dæmis frá 1960.
Frá vígslu Reykhólakirkju 1963. Sr. Þórarinn í stólnum.
ar settu kirkjum máldaga,
þar sem nánar var kveðið á
um not þeirra og réttarstöðu.
í máldaga, sem Árni biskup
Þorláksson setti kirkjunni á
Reykhólum segir, að þar skuli
vera prestur og djákni, nema
sá vilji heldur tvo presta, sem
þar býr. Má með sanni segja
að „þá var öldin önnur“. Tveir
prestar þjónandi við eina
kirkju á Reykhólum, — en
nú á einn Reykhólaprestur að
þjóna fimm kirkjum.
Þegar kirkjuskipan öB hafði
fengið sæmilega fasta mótun
á landinu og ákveðin sókna-
og prestakailamörk, varð
reyndin sú eftir siðaskipti a.
m.k. í Austur-Barðastrandar-
sýslu, að fjórir prestar þjón-
uðu þar jafnmörgum presta-
köllum. Austast var Garps-
dalsprestakall með einni
kirkjusókn, næst kom Staðar-
prestakaB á Reykjanesi með
tveim kirkjusóknum, þá Gufu-
dalsprestakall með einni sókn,
og l'oks Flateyjarprestakall
með tveim kirkjusóknum.
Reykhólar voru í Staðar-
prestakaBi á Reykjanesi og
voru þar tvær kirkjusóknir,
Staðarsókn og Reykhólasókn.
Reykhólar voru því lengst af
annexía frá Stað, en Staður
á Reykjanesi er líka stórjörð
með miklum hlunnindum og
sátu prestar þar margir við
mikla rausn. Þótti Staðar-
prestakaB eftirsóknarvert —
enda sátu þar margir merkir
lærdóms- og kennimenn og
nægir í því sambandi að nefna
þrjá, sem voru þar hver á
eftir öðrum meginpart sein-
ustu aldar eða frá 1813 til
1884. Fyrstur þeirra var Páll
Hjálmarsson, sem var seinasti
skólameistari á Hólum í
Hjaltadal og fékk Staðar-
prestakall þegar skólinn var
lagður niður á Hólum. Næstur
var tengdasonur hans séra
Friðrik Jónsson prófastur,
sem drukknaði í „Kóngavök-
um“ í Þorskafirði laust eftir
1840, og loks séra Ólafur E.
Johnsen prófastur, sem var
þar þeirra lengst eða í 44 ár
samtals.
Marga fleiri merkisklerka
mætti upp telja, sem þarna
þjónuðu, en það verður ekki
gert frekar hér utan hvað
þess skal getið til gamans,
að sá sem nú þjónar Reyk-
hólaprestakaBi og situr á
Reykhólum er einn mesti lær-
dóms- og virðingarmaður ís-
lenzku kirkjunnar, sjálfur
vígslubiskup Skálholtsstiftis
herra Sigurður Pálsson.
f StaðarprestakalB voru