Vesturland - 01.12.1973, Blaðsíða 16
16
MATTHÍAS BJARNASON, ALÞINGISMAÐUR:
Tryggja verður reglulega útgáfu Vesturlands
Hlutverk lundsbyggðurblaðunnn er mikilvægt
fyrir byggðustefnunu
Blaðið Vesturland hóf göngu
sína fyrir 50 árum. Aðdrag-
andinn að stofnun þess var
nokkuð langur. Um árabil
fyrir stofnun blaðsins hafði
ekkert blað verið gefið út á
öllu svæðinu frá Reykjavík
til Akureyrar. Fréttir til
Vestfjarða bárust seint og
ekki fyrr en löngu eftir að
Matthías Bjarnason
atburðirnir höfðu gerzt. Þá
var takmarkaður kostur að
vekja athygli löggjafa og rik-
isvalds á nauðsynlegum hags-
munamálum fólksins, sem
byggði þennan landshluta.
Það var þess vegna eðlilegt,
að áhugi væri vakinn hjá
fólki um að stofna til blaða-
útgáfu cg bundust nokkrir
áhugamenn samtökum um að
hrinda af stað blaðaútgáfu og
styrkja útgáfu þess. Þeir
skoruðu á Sigurð Kristjáns-
son, kennara á ísafirði, að
hefja útgáfu blaðsins og
verða ritstjóri þess. Aðdrag-
andinn að stofnun blaðsins
varð lengri en við hafði verið
búizt. Undirbúningur að blaða
útgáfunni hófst árið 1918, en
það varð ekki fyrr en 21.
ágúst 1923, að fyrsta tölublað
Vesturlands birtist. Engin
prentsmiðja var til á ísafirði
á þessum árum og varð að fá
hana erlendis frá. Mikill drátt-
ur varð á afgreiðslu hennar,
og var það ein höfuðástæðan
fyrir hinum langa undirbún-
ingstíma að útgáfu blaðsins.
í þessu fyrsta tölublaði
Vesturlands er gerð grein
fyrir hlutverki blaðsins og
stefnu.
Þar er sagt, að blaðið verði
fyrst og fremst fréttablað og
þar næst, að það muni berjast
fyrir nauðsynjamálum þess
landshluta, er það tók nafn
sitt af.
Á fyrstu árum blaðsins
rækti það hlutverk sitt sem
fréttablað með miklum ágæt-
um, það gerði samning við
fréttastofnun í Reykjavik,
sem útvegaði þeim allar frétt-
ir frá erlendum fréttastofn-
unum, og aflaði því einnig
fjölibreyttra innlendra frétta.
Á þeim árum var hlutverk
blaðsins sem fréttablaðs mjög
mikils virði, því þá var ekk-
ert útvarp og dagblöð bárust
ekki nema með löngu milli-
bili tii byggða Vestfjarða.
Blaðið 'lét strax í upphafi
mikið til sín taka að berjast
fyrir þýðingarmiklum og
aðkallandi hagsmunamálum
fólksins á Vestfjörðum.
Útgáfa blaðsins hafði ekki
staðið lengi þegar ritstjórinn
hóf skrif um landsmálin al-
mennt. Hann var ákveðinn
talsmaður einstaklingsfrelsis
og dyggur stuðningsmaður at-
vinnuveganna, hann var tals-
maður þess, að bændur lands-
ins yrðu sjálfseignarbændur,
einstaklingar eða frjáls sam-
tök einstaklinga ættu að eiga
og reka fiskiskipin og fisk-
verkun. Hann var svarinn
andstæðingur hafta og banna
í viðskiptum. Þessari stefnu
hefur Vesturland síðan fylgt
í meginatriðum.
>f
Eins og útgáfa Vesturlands
var mikils virði fyrir Vest-
firðinga á fyrstu áratugum
blaðsins, þá er hún enn í dag
mikils virði fyrir baráttu
fólksins, sem býr í Mnum
strjálu byggðum þessa lands.
Þessi hluti þjóðarinnar verður
með hverju árinu sem líður
hlutfallslega minni, cg um
leið er nauðsyn á að baráttan
fyrir jafnrétti byggðarlag-
anna verði aukin frá því, sem
nú er. Auka þarf þekkingu og
skilning fólksins, sem í þétt-
býli býr á hinum mörgu og
mikilvægu verkefnum, sem
strjálbýlið á ennþá óleyst.
Regluleg blaðaútgáfa og
markviss blaðaútgáfa um
þessi mál, og raunar öll fram-
faramál þjóðarinnar, færa
okkur nær því marki, sem við
stefnum að, að skapa sem
jafnasta aðstöðu fyrir öll
landsins börn án tilits til
hvar þau búa í landi sínu.
>f
Þegar ég minnist 50 ára
afmælis Vesturlands, get ég
ekki annað en minnzt fyrst
og fremst fyrsta ritsjóra þess,
mannsins, sem stofnaði blaðið
og ritstýrði því fyrstu átta
árin, Sigurðar Kristjánssonar.
Hann skapaði þetta blað og
setti svipmikið mót á það,
sem blaðið lengi bjó að, því
lengi býr að fyrstu gerð. Sig-
urður Kristjánsson var mikill
gáfumaður, talaði hreint og
fagurt mál, og var með allra
ritfærustu mönnum, sem þá
skrifuðu í íslenzk blöð og
tímarit. Hann var beinskeytt-
ur í skrifum, dáður mjög af
Sigurður Kristjánsson
samherjum sínum, en and-
stæðingarnir töldu hann óvæg-
inn og öfgakenndan í skrifum.
En hvað sem því líður, verð-
ur það ekki vefengt, að Sig-
urður Kristjánsson var harð-
ur baráttumaður, mælskumað-
ur cg frábærlega ritsnjall.
Hann var öruggur og traust-
ur talsmaður einstaklings-
frelsis, andstæðingur hafta og
banna, Hann var mikill bar-
áttumaður fyrir íslenzkan
sjávarútveg, og átti frum-
kvæði að mörgum merkurn
málum, sem orðið hafa þeirri
atvinnugrein til mikils gagns.
Sigurður Kristjánsson var
fæddur 14. apríl 1885 á
Ófeigsstöðum í Kinn. For-
eldrar hans voru Kristján
bóndi þar Árnason, bónda á
Hóli í Kinn, Kristjánssonar
og kona hans Kristín Ás-
mundsdóttir bónda í Heiðar-
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksms:
Sjálfs er höndin
Stórhugur stofnenda fylgdi
Vesturlandi úr hlaði og
eldmóður einkenndi skrif
þeirra. Sigurður Kristjáns-
son, alþingismaður, fyrsti
ritstjóri blaðsins, var góð-
ur fulltrúi þessara manna.
Sigurður var einn vígfim-
asti baráttumaður Sjálf-
stæðisflokksins bæði á
Vestfjörðum og síðar í
Reykjavík. Lengi býr að
fyrstu gerð, og eftirmenn
Sigurðar Kristjánssonar
létu heldur ekki sitt eftir
liggja, svo að um langt
árabil var Vesturland
eitt áhrifaríkasta málgagn
Sjálfstæðisflokksins.
Það var öðruvísi um-
horfs á íslandi fyrir hálfri
öld en nú, en bjartsýni hef-
ur engu síður verið þá ríkj-
andi í kjölfar fengins full-
veldis.
Sjálfs er höndin hollust
og stjórnarfarslegt sjálf-
stæði skapaði grundvöll
framfarasóknar. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur verið
þar í fararbroddi og notið
löngum málafylgju Vestur-
lands.
Þótt nú séu hlutfallslega
færri íslendingar á Vest-
fjörðum en fyrir fimmtíu
árum, sjá framfarir fimm-
tíu ára sér sem betur fer
víða stað á Vestfjörðum.
Sjávarútvegurinn er rekinn
þar með slíkum myndar-
brag, að Vestfirðingar
munu nú framleiða um
fjórðung frystra sjávaraf-
urða landsins í sérlega góð-
um gæðaflokki.
Skilyrði ættu því að vera
fyrir hendi að snúa megi
vörn í sókn og hlutfallsieg
Geir Hallgrímsson
fólksfækkun sé að baki
ef skynsamlegri stjórnar-
stefnu er fylgt.
Því er að vísu ekki að
heilsa í bili þegar þensla
í þjóðarbúskapnum og
jafnvægisleysi í efnahags-
málum, veldur óðaverð-
bólgu og vinnuaflsskorti í
framleiðslugreinum. Aukið
hollust
miðstjórnarvald, sem fylgir
auknum áhrifum vinstri
Flokkanna, er andstætt heil-
brigðri byggðastefnu. Ó-
hófleg skattheimta vinstri
stjórnarinnar dregur fjár-
magn frá einstaklingum og
sveitarfélögum, en með
fjármagninu fer og vald
úr heimabyggð til stjórnar-
herranna fyrir sunnan.
Þessa öfugþróun verður
að stöðva og flytja valdið
aftur til fólksins, þar sem
það býr. Enn er staðreynd-
in sú sama og fyrir 50
árum, að sjálfs er höndin
hollust.
Sjálfstæðisflokkurinn
berst fyrir dreifingu valds-
ins, frelsi einstaklingsins
og sjálfstæði þjóðarinnar.
Þetta eru brýnustu verk-
efnin.
Sjálfstæðismenn og allir
Vestfirðingar, hvar sem
þeir annars kunna í flokki
að standa, þarfnast Vestur-
lands í þeirri baráttu, sem
nú er háð og framundan
er.
Afmælisósk mín til Vest-
urlands 50 ára er því sú,
að það vígbúist nú að nýju
og veki menn ávallt til
dáða fyrir byggðarlag sitt
og föðurland.
GEIR HALLGRÍMSSON.