Bjarmi - 01.07.2008, Page 2
GARÐHEIMAR
INGI
HÓPFERÐIR
55444 66
S. Waage sf
GARÐABÆ
Hjálparstarf
VTT/ kirkjunnar
spEEdo:
MILLI HIMINS
OGJARÐAR
Engin hætta virðist vera á því að kristið fólk verði nokkurn tímann sam-
mála um alla hluti, enda er það engin nauðsyn. Reynsla fólks er misjöfn
sem og persónuleikar þessm, og það skilur og meðtekur fagnaðarerindið
með mismuandi hætti. Þó skiptir miklu máli að keppt sé eftir því að vera
sammála um það sem mestu máli skiptir. Fyrir því fundu menn strax í
frumkristninni og er postullega trúarjátningin tilraun til að koma orðum
að því sem kirkjan álítur vera kjarna og grundvöll trúarinnar. Síðar kom í
Ijós þörf fyrir fleiri játningarsem ekki verður fjallað um hér.
Ýmsar samþykktir hafa verið undirritaðar á liðnum áratugum til að
sameina fólk og til að draga fram það sem sameinar frekar en það sem
sundrar. Engu að síður verður áherslumunur alltaf fyrir hendi. Eftirfar-
andi orð eru eignuð Rubert Meldeníusi: „í aðalatriðum eining, í auka-
atriðum frelsi, í öllum efnum kærleikur og umburðarlyndi."
Meðal þess sem birtist í ýmsum myndum er það sem undirritaður kallar
annars vegar dýrðarguðfræði og hins vegar eymdarguðfræði. Dýrð-
arguðfræðin leggur áherslu á að dýrð himinsins stendur okkur til boða,
og þau sem lengst ganga, að hún sé sjálfsögð krafa. Lífið hér á jörð eigi
að einkennast af velgengni og ríkidæmi, góðri heilsu og velfarnaði á
öllum sviðum. Horft er til Jesú hins upprisna sem hefur sigrað allt hið
illa. Við fáum að smakka himininn hér og nú. Dýrðarguðfræðin lendir í
vandræðum með mótlæti lífsins, sjúkdóma og fátækt.
Eymdarguðfræðin leggur áherslu á hið mannlega. Þar undir fellur þján-
ing Jesú Krists og að þjáning hans sýni að hann þjáist með okkur og
fyrir okkur. Þjáningin getur orðið svo mikilvæg að hún verði jafnvel
keppikefli í sjálfu sér. Hinn upprisni Jesús er einhvern veginn fjarlægur
og lítið rými gefst fyrir kraftaverk og himneska opinberanir. Þar lendir
hún í vandræðum.
í þessu, eins og svo mörgu öðru, megum við ekki missa sjónar á heild-
armyndinni. Jesús er krossfestur og upprisinn. Líf okkar hér á jörð er líf í
spennu hins gamla og hins komandi, hins jarðneska og hins himneska.
Við erum mannleg en eigum einnig heilagan anda lifandi Guðs. Kraftar
himinis hafa brotist inn í þennan heim með komu Jesú Krists og úthell-
ingu Heilags anda.
Við megum hvorki gleyma okkur í eymdinni né dýrðinni. Guð á máttinn.
Hann grípur inn í aðstæður okkar og honum er ekkert um megn. Þeirri
trú megum við ekki láta ræna úr hjörtum okkar. Jafnframt má það ekki
gleymast að köllun okkar er sú að lifa lífinu og þjóna Drottni í föllnum
heimi þar sem hamförum, sjúkdómum og alls kyns eymd hefur ekki
verið útrýmt.
Tvær greinar þessa tölublaðs varpa Ijósi á þessi mál, annars vegar saga
um mikinn missi, hins vegar saga um miklar lækningar.
Spillingin býr enn í líkama okkar og persónuleika. Við erum samtímis
réttlætt og syndug. En við erum kölluð til helgunar og eftirfylgdar. Það
felur í sér sjálfsskoðun í heiðarleika og einlægni, til iðrunar, fyrirgefn-
ingar og umbreytingar. Við erum kölluð til þjónustu í heimi óréttlætis,
haturs, ófriðar, syndar og dauða. Við erum talsmenn réttlætis, kærleika,
friðar, fyrirgefningar og lífs. Okkur ber að halda okkur við Jesú. Hann
hefur lofað að vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar.
Ragnar Gunnarsson