Bjarmi - 01.07.2008, Qupperneq 5
ESPEN OTTOSEN
BYLGJAN EYÐILAGÐI EKKI TRÚNA
VIÐTAL ÞETTA BIRTIST í HAUST í NORSKA TÍMARITINU YAPA
OG HÉR BIRT MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI ÚTGEFENDA.
ÞEGAR FLÓÐBYLGJAN SKALL Á STRÖNDUM TÆLANDS
ANNAN DAG JÓLA ÁRIÐ 2004 MISSTI FLEMMING-KOFOD
SVENSEN TVÖ BARNABÖRN, SON OG TENGDADÓTTUR.
EN BYLGJAN TÓK EKKI TRÚNA FRÁ HONUM.
- Áður hefur mér áreiðanlega fundist
sólin skína á götu mína. Nú er jafnan
þungskýjað og dimmt. Það er erfitt
fyrir sólina að skína í gegn. Ég hafði
ekki gert mér í hugarlund að sökn-
uðurinn vegna ástvina minna yrði
svona sár og nístandi, segir danski
presturinn, stjórnmálamaðurinn og
rithöfundurinn Flemming Kofod-
Svendsen.
Yapa kemur til fundar við Flemm-
ing og Inger Margrethe konu hans í
stóru einbýlishúsi í Birkerod, um tutt-
ugu mínútna ferð með lest frá mið-
borg Kaupmannahafnar. Flér hafa þau
átt heima í meira en 30 ár og hér hafa
öll fjögur börn þeirra vaxið úr grasi.
Flemming segir opinskátt og heið-
arlega frá sorginni eftir að hann missti
son sinn Jacob, tengdadótturina Lis-
beth og barnabörnin Silas og Regitze.
- Reynsla mín er sú að sorgin
kemur í bylgjum. Örvæntingartilfinn-
ing getur skyndilega komið aftur. Það
gerist til dæmis í tengslum við atburði
í fjölskyldunni, segir Flemming og
tekur fram að hann sé þakklátur fyrir
að eiga samheldna fjölskyldu. Það sést
líka á heimili hans. Myndir af börnum
og barnabörnum eru áberandi.
Danski presturinn hefur alltaf haft
áhuga á garðinum sínum, ávaxtatrjám
og runnum. Einn af hápunktum sum-
arsins hefur verið að tína jarðarber,
kirsuber, plómur, rifsber eða sólber.
En nú eru slíkar stundir einnig sárs-
aukafullar.
- Ég hef oft haft barnabörnin með
við uppskeruna. Nú vantar tvö. Þessar
góðu stundir ýfa jafnframt upp sökn-
uðinn eftir Sílasi og Regitze, segir
Flemming sem getur nefnt mörg
svipuð dæmi. Eitt það erfiðasta fannst
honum að taka til og tæma íbúð Lis-
betharog Jacobs.
JÓLAFRÍ í SÝRLANDI
Flemming hefur dreymt um það
allt lífið að sjá ána Evfrat. Hann fékk
drauminn uppfylltan þriðja dag
jóla árið 2004. Hann stóð á bökkum
árinnar ásamt konu sinni Inger Margr-
ethe og dótturinni Kathrine, sem
lagði stund á arabísku í Damaskus í
Sýrlandi, þegar símaskilaboðin bárust.
Þau komu frá yngsta syni þeirra og
greindu frá flóðbylgjunni sem hafði
skollið á Suðaustur-Asíu. Flemming
og Inger Margrethe vissu að börn og
barnabörn voru íTælandi.
- Einungis tveimur dögum áður
höfðum við fengið tölvupóst frá syni
okkar í Tælandi. Hann sagði að allt
gengi vel og þau héldu til á frábærum
stað, segir Flemming sem vissi ekki
nákvæmlega hvar fjölskyldan var.
Tælandsferðin átti að vera lang-
þráð fjölskyldufrí. Þau ætluðu að
ferðast í tvo mánuði. Um jólin voru