Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.2008, Qupperneq 16

Bjarmi - 01.07.2008, Qupperneq 16
HINN HÚÐFLÚRAÐI TODD Todd Bentley er aðeins 32 ára gamall. Hann frelsaðist úr harðri neyslu fíkni- efna þegar hann var átján ára. Guð vitjaði hans þegar hann var staddur í húsvagni eiturlyíjasala nokkurs. Nokkrum árum síðar stofnaði hann Fresh Fire Ministries og hefur hann ferðast á vegum samtakanna og heimsótt fjölda kirkna og haldið lækn- inga- og vakningarsamkomur víða um heim. Fjöldi fólks hefur læknast á samkomum hjá honum í Afríku og á Indlandi. Hann segir um vakn- inguna núna að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sjái svona marga læknast í Ameríku og minni það sig á herferðir sem hann hefur tekið þátt í í þriðja heiminum. Fatastíll hans er ekki dæmigerður fyrir bandaríska sjónvarpsprédikara. Hann mætir iðulega í dökklituðum áletruðum stuttermabolum eða Har- ley Davidson skyrtum og gallabuxum, jafnvel götóttum. Húðflúrið læðist upp úr hálsmálinu og fram eftir öllum handleggjum. í öðru eyranu er hann með hring og eins fyrir neðan vörina og minnir það mig helst á karlana í Pókot í Keníu þegar að skreytingum kemur. Eitt kvöldið var hann í bol sem á var letrað: Jesús elskar mig og húð- flúrið mitt. Fatastíllinn er sjálfsagt tengdur því að Todd þráir að ná til fólksins á göt- unni og samfélaga vélhjólafólks. Hann er einstaklega geðfelldur maður með mikinn glampa í augum. Hann sýnir mikla samkennd með fólki og er ákaflega afslappaður, glaður og hress. SAMKOMURNAR Todd notar mikinn hluta dagsins til að undirbúa samkomurnar, einkum í bæn og tilbeiðslu frammi fyrir augliti Guðs. Samkomurnar hefjast með lof- gjörð sem yfirleitt er stýrt af Roy nokkrum, samstarfsmanni Todds, og hljómsveit. Stundum hefur hann þurft að hvíla sig og aðrir séð um söng og undirleik. Drjúgur tími er tekinn í söng og tilbeiðslu eða allt upp í tvær klukkustundir. Samt er ekki um að ræða ákveðið skipulag og bregðast bæði Todd og samverkafólk hans við leiðsögn Heil- ags anda. Hópur aðstoðarfólks og gesta situr uppi á sviði. Yfirleitt er flutt ávarp þegar nokkuð er liðið á lofgjörð- ina og tilkynnt hvaðan erlendu gest- írnir séu en þeir hafa iðulega verið frá um 30 löndum um allan heim. Þá er Todd kynntur og boðinn velkominn. Fram að því hefur hann gengið um pallinn og lofað Guð, staðið eða legið á gólfinu í bæn og tilbeiðslu. Það sem eftir er samkomunnar leiðirTodd yfirleittframvinduna. Hann ávarpar fólkið, talar um vakninguna og lækningarnar sem hafa átt sér stað bæði í Lakeland og eins úti í heimi þar sem fólk hefur verið að horfa á sam- komurnar. Hann horfír oft í upptöku- vélina og beinirorðum sínum beinttil þeirra sem sitja við tölvuskjáinn heima eða fyrir framan sjónvarpið sitt. Hann hvetur fólk til að leita Drottins og oft er fólki boðið fram og gefið tækifæri til þess að taka við Jesú Kristi sem frelsara sínum. í prédikun sinni les Todd mjög oft eða vísar í texta úr Biblíunni um það þegar Jesús miskunnaði fólki og læknaði það. Eins eru ýmsir textar Gamla testamentisins í uppáhaldi, einkum þeir sem fjalla um spámenn- ina og dýrð Drottins. Hið sama er að segja um texta úr bréfum Páls þar sem hann fjallar um Heilagan anda og upprisukraftinn. Hugtök eins og nær- vera, dýrð, andrúmsloft, smurning og fleiri eru notuð til að tjá nærveru Heil- ags anda. Todd talar einnig mikið um engla í því sambandi. Beðið er um lækningu fyrir fólki með ákveðna sjúkdóma og oft eru borin fram þekkingarorð um sjúk- dóma sem eru að læknast á þeirri stundu sem þau eru sögð. Fólkerkallað uppá pallinn, sumttil aðfáfyrirbæn vegnaákveðinna meina og sumt til að bera vitni um lækningu sína. Sumir hafa fengið lækningu með því að fylgjast með samkomunum á netinu eða í sjónvarpinu, jafnvel í end- ursýningu. Inn á milli er sungið, viðstaddir beðnir um að biðja með Todd og oft er klappað og mikið líf í salnum. Stundum er talað í tungum og vísað til þess að útleggingin komi í þekkingarorðum sem fram eru borin síðar á samkomunni. Oft má sjá fólk hristast eða að kippast til, margir falla í gólfið, sumum er ýtt og öðrum ekki. Hlátrasköll heyrast við og við. Todd sparar ekki röddina og er ótrúlegt að maðurinn skuli geta hrópað og kallað kvöld eftir kvöld, viku eftir viku. Inn á milli fær hann sér próteindrykkinn sinn og minnist á það að hann hafi lést um tæp 20 kíló á undanförnum mánuðum. Um leið minnir hann gjarnan á að mikilvægt sé að hugsa vel um heilsuna, hreyfa sig og þjálfa líkamann. Við og við er beðið um kraft og eld og fyrirbænin beinist að salnum: „Eldur, eldur, eldur... kraftur, kraftur, kraftur... íJesú nafni." ÓTRÚLEGAR LÆKNINGAR Margir stíga á stokk og vitna um lækningu sína í Lakeland. Aðrir senda tölvupóst eða senda jafnvel ættingja með fréttirnar. Ótrúlegustu mein og sjúkdómar læknast og vitað er um 20 manns sem hafa verið úrskurð- aðir látnir en hafa vaknað til lífsins á ný þegar beðið var fyrir þeim. Þar á meðal eru einstaklingar með heila- dauða sem átti að fara að taka úr sam- bandi við öndunarvélar og einhver var kominn í líkhúsið ef rétt er skilið. Gífurlegur fgöldi fólks hefur fengið bætta sjón og heyrn, bakmeiðsli hafa læknast, krabbameinsæxli skroppið saman og horfið og svo má lengi telja. Todd vill umfram allt fá staðfestingu lækna á breytingum þeim sem verða og margar slíkar staðfestingar hafa verið lesnar upp. 16

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.