Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.2008, Side 25

Bjarmi - 01.07.2008, Side 25
66 NOTKUN PERSÓNUGERVINGA í DAVÍÐSSÁLMUM ER STÍLBRAGÐ SEM Á TVÍMÆLALAUST SINN ÞÁTT í LÆSILEIKA ÞEIRRA OG VINSÆLDA 99 sálmasafns Gamla testamentisins eru hymnar eða lofsöngvar og þar taka náttúrufyrirbærin eða sköpunarverkið á sig persónulega mynd og syngur Drottni lof einum munni, eins og best er lýst í Sálmi 148 (v. 3-9): Lofíð hann, sól og tungl, lofíð hann, allar lýsandi stjörnur, lofíð hann, himnanna himnar, og vötnin himni ofar. Lofí þau nafn Drottins því að þau voru sköpuð að boði hans. Hann fékk þeim stað um aldur og ævi, setti þeim lög sem þau fá ekki brotið. Lofíð Drottin frá jörðu, þér stóru sjávardýr og öll djúp hafsins, 8eldur og hagl, snjór og þoka, þú stormur, sem framfylgir boði hans, þér fjöll og allar hæðir, ávaxtatrén og öll sedrustré HEIMFÆRSLA PERSÓNUGERVINGA í SÁLMUM SR. VALDIMARS BRIEM Ekkert íslenskt sálmaskáld hefur ort eins mikið út af Biblíunni og sálma- skáldið góðakunna frá Stóra-Núpi, sr. Valdimar Briem (1848-1930). Víða má sjá skemmtileg dæmi um hvernig hann heimfærirhiðbiblíulegaefni upp á íslenskar aðstæður, íslenska nátt- úru. Valdimar hefur, sem kunnugt er, ort út af öllum 150 sálmum Saltarans. Eftirfarandi tvö vers eru meðal þeirra sem hann yrkir út af 148. sálmi og ekki leynir það sér að hin persónugerðu náttúrufyrirbæri hafa í meðförum hans tekið á sig íslenska mynd: Lofíð drottin, þú land og sjór, lofíð drottin, þú hagl og snjór; leiftur og þrumur, lofíð hann, lofíð þér, stormar, skaparann. Sé drottni dýrð! Lofíð drottin, þér fjöll og fell, fossar, elfír og jökulsvell, dalir og hlíðar, gil og grund, grösin á engi, blóm í lund. Sé drottni dýrð!'4 LOKAORÐ Notkun persónugervinga í Dav- íðssálmum er stílbragð sem á tví- mælalaust sinn þátt í læsileika þeirra og vinsælda. Með þessu stílbragði kvikna óeiginleg hugtök og náttúru- fyrirbæri til lífs. Það er eftirtektarvert að þersónugervingarnar koma mjög gjarnan við sögu í harmsálmunum og sömuleiðis vekur það athygli hversu oft það eru kvenkyns nafnorð sem notuð eru þegar óhlutstæð fyrirbæri eru persónugerð. Þegar eiginleikar Guðs eru persónugerðir eru það und- antekningalítið hinir jákvæðu eig- inleikar hans sem verið er að lýsa. En dauðanum og dauðraríkinu er einnig lýst sem persónu. Víða taka náttúru- fyrirbæri svo sem himinn, sól og tungl, á sig mynd persónu þegar kemur að því að lofa Drottin og má segja að þar verði notkun persónugervinga hvað stórbrotnust. íslensk sálmaskáld hafa notfært sér hina biblíulegu persónu- gervinga og heimfært upp á íslenskar aðstæður. 1. Alonso Schökel 1988: A Manual of Hebrew Poetics, s. 95. f bók Schökels er að finna örstuttan kafla um notkun persónugervinga í Gamla testamentinu. Annars hefur furðulítið verið skrifað um það efni. Nýverið hafa hins vegar verið skrifaðar tvær vandaðar og afar áhugaverðar kjörsviðsritgerðir í gamlatesta- mentisfræðum við guðfræðideild Háskóla Islands þar sem myndmál kemur við sögu: Ninna Sif Svavarsdóttir 2006: Fær kona gleymt brjóstbarni sínu? Um myndina afGuði í Deutero- Jesaja, lýsingarhætti um Guð, myndhverfngar, kvenlegt orðalag og skírskotanir til reynslu kvenna, og Hjörtur Pálsson 2007: Eins og lilja meðal þyrna... Ljóðaljóðin, form þeirra, mynd- mál og skyldir textar. 2. Skemmtileg dæmi um slíka notkun persónu- gervinga rakst ég nýverið á í bók Guðrúnar Helgadóttur, Gunnhildur og Gtói (Iðunn, 1985) er ég var að lesa bókina fyrir dótturdóttur mína. 3. Með spekiritum Gamla testamentisins er átt við Jobsbók, Orðskviðina og Prédikarann. Meðal hinna apókrýfu bóka Gamla testament- isins falla og tvö rit undir þennan flokk, þ.e. Síraksbók og Speki Salómons. 4. Gunnlaugur A. Jónsson, 2000: Psaltaren i kulturen. Verkningshistoriens betydelse för exegetiken. Svensk exegetisk árshok 2000 5.1 síðara tilfellinu (v. 25) er raunar um að ræða hugtakið „emuna" en það er af sömu rót og „emet" og í Sl 89 eru hebresku orðin í báðum tilfellum þýdd sem „trúfesti" en allt eins hefði mátt nota hugtakið sannleikur i öðru tilfellinu. 6. Sjá Viktor Hamilton „rehem" í Dictionary of Old Testament Theology & Exegesis. Vol. 3 Pater- noster Press 1996, s. 1096-1097. 7. Alonso Schökel 1988, s. 122. 8. Nikulássaga, s. 102. Tilvitnun: Þorleifur Hauksson, Þórir Óskarsson 1994: islensk stil- fræði s. 318. 9. Sjá Gunnlaugur A. Jónsson 2001: Babette býður til veislu. (: Guð á hvíta tjaldinu. Trúar- og bibllustef í kvikmyndum. Ritstj. Bjarni Randver Sigurvinsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Þorkell Ágúst Óttarsson. Háskólaútgáfan. Reykjavík, s. 71-84. 10. Sjá t.d. A. A. Anderson 1980: TheBookofthe Psalms. Vol. II. S. 607. 11. fslenska þýðingin byggir, eins og Ijölmargar erlendar þýðingar, á lagfæringu á hebreska textanum í v. 14 og að þar hafi einnig átt að standa „sjalom" sem þó er ekki i texta massó- retanna. 12. Sjá t.d. John Goldingay, Psalms. Vol.l Psalms 1-41. Baker Academic 2006, s. 352-353. 13. Fóstbræðra saga, s. 784. Tilvitnun fengin úr (slenskri stílfræði Þorleifs Haukssonar og Þóris Óskarssonar, Íslenskstílfræði, 1994, s. 290. 14. Valdimar Briem 1898: Davíðs sálmar í íslenzkum sálmabúningi. Reykjavík, bls. 209. 25 L

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.