Bjarmi - 01.07.2008, Qupperneq 27
BJARNI RANDVER SIGURVINSSON
SAMRÁÐSVETTVANGUR TRÚFÉLAGA
Á ÍSLANDI
OG SAMSKIPTI ÞJÓÐKIRKJUNNAR VIÐ ÖNNUR TRÚARBRÖGÐ
STARFSHÓPUR ÞJÓÐKIRKJUNNAR UM SAMSKIPTI
VIÐ ÖNNUR TRÚARBRÖGÐ HEFUR NÚ VERIÐ
STARFRÆKTUR í TÆP SEX ÁR OG ÁHI HANN M.A.
FRUMKVÆÐIÐ AÐ STOFNUN SAMRÁÐSVETTVANGS
TRÚFÉLAGA Á ÍSLANDII SAMVINNU VIÐ
ALÞJÓÐAHÚS 24. NÓVEMBER 2006 AÐ VIÐSTÖDDUM
FORSETA ÍSLANDS í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR.
Áðuren haftvarsamband viðforsvars-
menn þeirra trúfélaga á íslandi sem
skráð eru hjá Hagstofunni til að kanna
möguleikann á stofnun samráðsvett-
vangs voru guðfræðilegu forsend-
urnar hins vegar íhugaðar vandlega
og starfshættir sambærilegra starfs-
hópa og samráðsvettvanga kann-
aðir í nágranalöndunum, aðallega
þó hjá lúthersku þjóðkirkjunum á
Norðurlöndunum og anglíkönsku
kirkjunni á Bretlandseyjum. Þar sem
kristnir menn hafa ekki verið á einu
máli um með hvaða hætti haga eigi
samskiptum við önnur trúarbrögð og
hvernig túlka beri einstaka ritning-
artexta í þv( sambandi var þeim mun
meiri ástæða til að vanda til verksins
og leita leiða sem allra flestir gætu
sæst á, bæði hvað varðar starfshætti
starfshópsins og aðkomu hans að
samráðsvettvangi trúfélaga.
STARFSHÓPUR
ÞJÓÐKIRKJUNNAR
UM SAMSKIPTI VIÐ
ÖNNUR TRÚARBRÖGÐ
Það var haustið 2002 sem dr. Sigurður
Árni Þórðarson, þáverandi verkefna-
stjóri guðfræði og þjóðmála á Bisk-
upsstofu, bauð nokkrum guðfræð-
ingum á fund til að ræða möguleikann
á myndun starfshóps um samskipti
þjóðkirkjunnar við önnur trúarbrögð.
Strax á fyrsta fundinum var ákveðið
að koma starfshópinum á fót og voru
framan af í honum Gunnar J. Gunnars-
son, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sr.
Toshiki Toma, sr. Þórhallur Heimisson
og undirritaður auk Sigurðar Árna
en árið 2003 tók Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir guðfræðingur sæti hans.
Undanfarin fjögur ár hafa hins vegar
aðeins Steinunn Arnþrúður, Toshiki
og undirritaður skipað starfshópinn.
Starfshópurinn er á vegum biskups
(slands og er starfsmönnum og söfn-
uðum þjóðkirkjunnar til stuðnings og
ráðgjafar í þvertrúarlegum málefnum.
Hlutverk hans er að hafa yfirsýn yfir
þá trúarhópa í landinu sem ekki eru
kristnir, vera ráðgefandi um sam-
skipti við þá, veita upplýsingar um
afstöðu kirkjunnar til þeirra og koma
á tengslum við forsvarsmenn þeirra
eða fulltrúa.
Myndun starfshópsins þótti
aðkallandi vegna aukinna áhrifa ann-
arra trúarbragða í landinu og marg-
víslegra tengsla þjóðkirkjufólks við
fólk af öðrum trúarbrögðum á ýmsum
sviðum mannlífsins. Þjóðkirkjan hafði
27