Bjarmi - 01.07.2008, Síða 29
FRÁ FUNDINUM í MOSKVU SUMARIÐ 2006
STOFNUN
SAMRÁÐSVETTVANGS
TRÚFÉLAGA
Snemma var um það rætt innan
starfshóps þjóðkirkjunnar að koma
þyrfti á fót samráðsvettvangi trú-
félaga af sem flestum trúarbrögðum
eins og gert hefur verið í flestum nágr-
analöndunum til að liðka fyrir miðlun
upplýsinga, stuðla að málefnalegum
samskiptum og umburðarlyndi og
taka á vandamálum sem upp geta
komið í þjóðfélaginu. Eftir að hafa
ígrundað guðfræðilegar forsendur
slíks samráðsvettvangs og borið
þær undir biskup íslands var í sam-
vinnu við Alþjóðahús boðaður fundur
vorið 2005 með forystumönnum allra
skráðra trúfélaga á íslandi með a.m.k.
150 meðlimi samkvæmt Hagstofunni
og hugmyndimar um stofnun sam-
ráðsvettvangs kynntar fyrir þeim en
fulltrúum smærri skráðra trúfélaga var
boðin þátttaka síðar. Allmargir fundir
voru haldnir næsta eitt og hálfa árið,
farið vandlega ofan í drögin að stefnu-
lýsingu og leitað leiða til að allir gætu
samþykkt textann af heilum hug.
í stefnulýsingunni kemur fram að
markmið samráðsvettvangsins sé „að
stuðla að umburðarlyndi og virðingu
milli fólks með ólík lífsviðhorf og af
ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum
og standa vörð um trúfrelsi og önnur
mannréttindi." Jafnframt er tekið fram
að slíkt náist „ekki með því að sam-
sinna hverju sem er eða láta hvað sem
er gagnrýnilaust heldur með því að
vera reiðubúinn til að hlusta á sjón-
armið annarra, setja sig í spor þeirra
og virða sjálfsákvörðunarrétt sjálfráða
einstaklinga og trúfélaga." Áhersla er
lögð á að virða beri „að aðildarfélögin
árétti sérstöðu sína í kenningarlegum
efnum, boðun og starfsháttum" og
tekið fram að tilgangurinn sé hvorki
sameining trúarbragða né sameig-
inlegt helgihald aðildarfélaganna
í nafni samráðsvettvangsins. Enda
þótt sérhverju aðildarfélagi sé frjálst
að efna til sameiginlegs helgihalds
með öðrum þegar tilefni gefst og
aðstæður leyfa megi aðeins gera það í
nafni viðkomandi félaga en ekki vett-
vangsins. Þá er einnig lögð áhersla á
að óheimilt sé að gefa út yfirlýsingar
í nafni samráðsvettvangsins sem
ekki hafi verið samþykktar af öllum
aðildarfélögunum og geti hvorki full-
trúarnir skuldbundið eigin trúfélög né
samráðsvettvangurinn aðildarfélögin
á nokkurn hátt.
Þetta þýðir með öðrum orðum að
fyrst og fremst er um að ræða vett-
vang þar sem leiðtogar trúfélaganna
eða fulltrúar þeirra fá tækifæri til
að kynnast, skiptast á upplýsingum
og bregðast við vandamálum sem
upp kunna að koma milli þeirra eða
í þjóðfélaginu. Stefnulýsingarskjalið
hefur ennfremur þá sérstöðu umfram
önnur sambærileg skjöl um þvertrúar-
leg málefni frá nágranalöndunum að
þar er tekið fram réttmæti þess að
aðildarfélögin árétti sérstöðu sína í
kenningarlegum efnum, boðun og
starfsháttum og viðurkenni réttmæti
málefnalegrar gagnrýni.
Stofnfundur samráðsvettvangs
trúfélaga á íslandi var haldinn ÍTjarn-
arsal Ráðhúss Reykjavíkur 24. nóv-
ember 2006 og fluttu Ólafur Ragnar
Grímsson forseti íslands, Marsibil J.
Sæmundsdóttir formaður mannrétt-
indanefndar Reykjavíkurborgar og
Einar Skúlason framkvæmdastjóri
Alþjóðahúss ávörp en Guðrún Dögg
Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu íslands, var
fundastjóri. Karl Sigurbjörnsson
biskup íslands skrifaði undir stefnulýs-
ingu samráðsvettvangsins fyrir hönd
þjóðkirkjunnar og gerðu leiðtogar
eða fulltrúar hinna trúfélaganna slíkt
hið sama fyrir hönd sinna. Öll þau trú-
félög sem tekið höfðu þátt í undirbún-
inginum frá upphafi skrifuðu undir en
það eru auk þjóðkirkjunnar Rómversk-
kaþólska kirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík,
Krossinn, Kirkja sjöunda dags aðvent-
ista, Búddistafélag íslands, Fríkirkjan
Vegurinn, Bahá'ísamfélagið, Félag
múslima á íslandi, Ásatrúarfélagið,
Heimsfriðarsamband fjölskyldna og
sameiningar (moonistar), Söfnuður
Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík
(rússneska rétttrúnaðarkirkjan) og
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga
heilögu (mormónar). Jafnframt skrif-
aði framkvæmdastjóri Alþjóðahúss
undir stefnulýsinguna en hann hefur
frá upphafi verið upplýsingafulltrúi
samráðsvettvangsins. Nýverið fengu
Soka Gakkai búddhistar svo aðild að
samráðsvettvanginum eftir að hafa
fengið skráningu sem trúfélag hér á
landi en sóknarprestur Óháða safn-
29