Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.2008, Page 33

Bjarmi - 01.07.2008, Page 33
KRISTÍN BJARNADÓTTIR ELDHUGUR Á SUÐURNESJUM VIÐTAL VIÐ KRISTJÖNU H. KJARTANSDÓTTUR f GARÐINUM. TÍÐINDAMAÐUR BJARMA LAGÐI NOKKRAR SPURNINGAR FYRIR KRISTJÖNU Á VORDÖGUM TIL ÞESS AÐ LEYFA LESENDUM BLAÐSINS AÐ SKYGGNAST INN í LÍF HENNAR OG ÆVI. Hver er konan, ætt og uppruni? Ég heiti Kristjana H. Kjartans- dóttir og er fædd 1943. Ég er búsett í Garði. Eiginmaður minn er Jóhannes S. Guðmundsson vaktstjóri hjá flug- þjónustudeild Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Hann var áður stýrimaður og skipstjóri á flutninga- skipum. Við eigum þrjú börn. Elstur er Gunnar Birgir Birgisson 39 ára, hann er fóstursonur okkar og starfar nú við íþróttamiðstöðina í Garði. Dætur okkar eru Marta Guðrún 29 ára og Guðbjörg Rannveig 28 ára. Marta er bókmenntafræðingur og framhalds- skólakennari og býr með Bjarna Þór- issyni kerfisfræðingi og tónsmiði. Þau eiga von á barni nú í júní, en fyrir á Marta soninn Einar Huga Böðvarsson 8 ára. Guðbjörg er doktorsnemi í umhverfisheimspeki við HÍ. Foreldrar mínir eru látnir, en þau hétu Marta Guðrún Halldórsdóttir frá Vörum í Garði og Kjartan Ásgeirsson sem fæddur var á (safirði, en fluttist þaðan til Reykjavíkur níu ára gamall með móður sinni, en föður sinn hafði hann misst aðeins sex ára gamall. Mamma var húsmóðir að aðalstarfi en vann við fiskvinnslu í hlutastarfi eins og margar húsmæður gerðu í Garð- inum. Hún vann síðast á Garðvangi, hjúkrunarheimili aldraðra. Pabbi var vélstjóri á fiskibátum, en síðast var hann pípulagningamaður á Keflavík- urflugvelli. Ég á fimm systkini og er ég elst. Við erum samheldin fjölskylda og höfum komið okkur upp ýmsum tilefnum til að koma saman með bömum,tengda- börnum og barnabörnum. Þannig ræktum við fjölskylduböndin og gefum yngri kynslóðinni tækifæri til að kynnast og finna hve dýrmætt það er að vera hluti af stórri fjölskyldu. Geturðu sagt okkur frá æsku þinni og uppvexti? Ég ólst upp í Garðinum og átti heima á Bjarmalandi, það hús byggðu pabbi og mamma. Við fluttum inn þegar ég var fjögurra mánaða, og ég bjó við það öryggi að vera alltaf á sama stað öll æskuárin mín. Ég átti yndislega æsku og var umvafin kær- leika og umhyggju. Foreldrar mínir voru trúaðir og kenndu okkur börn- unum að biðja og treysta Guði. Við fengum skýr skilaboð um viðhorf þeirra hvað varðaði kristna trú, heið- arleika, þindindissemi og einnig voru stjórnmálin þeim hugleikin, svo þau ráðlögðu okkur hvernig best væri að verja atkvæðum okkar í sveit- arstjórnar- og landsmálum. Eftir því sem ég lærði meira um uppeldismál, sannfærðist ég frekar um það hve góðir uppalendur þau voru og lykill- inn var að mínu mati trúarvissa þeirra og hve auðvelt þau áttu með að sýna

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.