Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 28
22
búnaðarrit
Búnaðarsambands Eyjafjarðar og 60 ára afmæli U.M.S.E.
Nokkrar ferðir fór búnaðarmálastjóri um Suðurland,
heimsóknir að Þorleifskoti og Gunnarsholti. Þar á meðal
skoðunarferð, sem efnt var til fyrir kornbændur, á Gunn-
arsholtssanda og í Sámsstaði 31. ágúst, og 1. sept. í
skoðunarferð með Iandgræðsluáætlunarnefnd um Biskups-
tungnaafrétt. Búnaðarmálastjóri og Steinþór Gestsson
voru við setningu þings Landssambands hestamanna 29.
okt. í Hlégarði og ávarpaði búnaðarmálastjóri þingið.
Þá sat búnaðarmálastjóri aðalfund Sambands ísl. loð-
dýrabænda, sem haldinn var í Bændahöllinni 9.—10. okt.,
og aðalfund Hagsmunafélags hrossabænda, einnig í Bænda-
höllinni seint í nóvember.
Þá fór búnaðarmálastjóri ásamt skógræktarstjóra á tvo
fundi, sem haldnir voru með forsvarsmönnum búnaðarsam-
banda og skógræktarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu og
Eyjafjarðarsýslu, til að ræða um skógræktaráætlanir fyrir
héruðin og skógrækt bænda. Fundir þessir voru 25. og 26.
október.
Utanlandsferðir. Dagana 9.—16. maí fór búnaðarmála-
stjóri ferð til Danmerkur. Að hluta var þetta kynnisferð til
danska loðdýraræktarsambandsins og tóku þátt í henni:
Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, Haukur Jörundar-
son, skrifstofustjóri landbúnaðrráðuneytisins, Magnús B.
Jónsson og Jón Bjarnason, skólastjórar, Ingi Tryggvason,
formaður Stéttarsambandsins, alþingismennirnir Davíð
Aðalsteinsson og Guðmundur Bjarnason, Stefán Pálsson
frá Stofnlánadeild landbúnaðarins, Jón Sigurðarson frá
Iðnaðardeild S.Í.S., Þórgnýr Þórhallsson frá KEA, Sigurð-
ur Þorsteinsson frá Framkvæmdastofnun og Jón R. Björns-
son, starfsmaður S.Í.L. Kynnt var starfsemi danska loð-
dýraræktarsambandsins, ráðunauta- og dýralæknaþjónusta
þess og svo uppboðsstarfsemin, sem er mjög umfangsmikil
og veltir óhemju fjármunum. Þá var farið til ,,Saga“
fyrirtækisins, sem er sameign loðdýraræktenda á Norður-