Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 59
SKÝRSLUR STARFSMANNA
53
inn í nautgripum hér á landi, sem veldur stórfelldu tjóni hjá
bændum og spillir afuröum.
Nefnd um ófrjósemi í nautgripum, sem getið er í síðustu
starfsskýrslu, starfaði áfram á árinu, enda gert ráð fyrir, að
árangur af þeim rannsóknum, sem áætlað er að hefjast
handa um, komi ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár. Nefndin
sendi búnaðarmálastjóra í febrúar 1982 greinargerð um þau
verkefni á þessu sviði, sem stofnanir og félagasamtök voru
að vinna að, og enn fremur ábendingar um, hverju þyrfti að
hrinda í framkvæmd á næstunni. Skýrsla þessi var látin í té
fulltrúum á Búnaðarþingi ásamt greinargerð Þorsteins
Ólafssonar, dýralæknis, um notkun prostaglandinslyfja hér
á landi, m. a. til að samstilla gangmál kúa. Nefndin kom
saman til fundar 4 sinnum á árinu. Búnaðarsamband
Suðurlands bauð henni að sitja fund á Selfossi 15. sept., þar
sem skýrt var frá, hvað þá þegar hafði komið fram í
rannsóknum á ófrjósemi í kúm í Sandvíkurhreppi. Að því
verkefni vinnur samstarfshópur frá Tilraunastöðinni á
Keldum, Rala og búnaðarsambandinu í samvinnu við Nf.
Sandvíkurhrepps. Fundinn sátu 14 manns, sem flestir höfðu
tekið þátt í framkvæmd verkefnisins.
Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, hefur ásamt sérfræðing-
um Rala og Keldna gert áætlun um fjöldaathugun á kúm
eftir burð með tilliti til ástands æxlunarfæra, og yrðu í
athugun þessa valin einstök bú í Eyjafirði og á Suðurlandi,
þar sem ekki hafa verið vandkvæði á því, að kýr festu fang.
Er með því verið að finna undirstöðu, sem frekari rann-
sóknir á ófrjósemi yrðu byggðar á. Forstöðumenn þessara
tveggja stofnana og búnaðarmálastjóri ræddu þetta yfir-
gripsmikla mál á fundi, er ég sat sem formaður nefndarinn-
ar um ófrjósemi, og fékk ég leyfi til að leggja áætlunina
fyrir nefndina. Eftir umræður þar var ákveðið að efna til
fundar með þessum aðilum öllum ásamt fulltrúum búnaðar-
sambandanna tveggja, sem nefnd hafa verið, til frekari
umfjöllunar. Var sá fundur haldinn í Reykjavík 1. des., og