Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 61
SKÝRSLUR STARFSMANNA
55
hagkvæmni framleiðslunnar. Okkur skorti að von mikil-
vægar upplýsingar, m. a. vegna þess, að brugðizt hefur, að
Rannsóknastofnun landbúnaðarins hafi á undanförnum
árum framkvæmt rannsóknir og tilraunir, sem hægt væri að
leggja til grundvallar á þessu sviði. Þessar greinar munu
flestar birtast í Handbók bænda 1983, en áfram verður
unnið að því að efla leiðbeiningar á þessu sviði. Með
hliðsjón af greinargerð minni samþykkti Framleiðsluráð 30.
júlí tillögu í 6 liðum, sem aðallega var beint til Búnaðarfé-
lags Islands. Fjallaði hún um aðferðir við framleiðslu
nautakjöts, könnun á fóðrun, eldi, vexti og fallþunga
blendinga undan Hríseyjarnautum, jöfnun framleiðslu á
ungneytakjöti yfir árið með tilliti til markaðar og þess að
koma sem mestu af því fersku á markað og draga verulega
úr kostnaði við frystingu. Enn fremur skyldi kannað í
samráði við Framleiðsluráð og markaðsnefnd, hverjar óskir
neytenda eru og kröfur matreiðslumanna og matsölustaða
um nautakjöt.
í framhaldi af þessu hefur ýmislegt verið gert, og annað
er í framkvæmd eða undirbúningi. Framleiðsluráð samdi
við Halldór Eiðsson, líffræðinema, að fylgjast með slátrun
blendinga á Suðurlandi yfir vetrarmánuðina, taka af þeim
mál, er þeir kæmu til slátrunar, og afla upplýsinga um
fóðrun gripanna og aldur. Hefur Halldór haft um þetta
ágæta samvinnu við sláturhússtjóra og bændur, en ýmsir
annmarkar verið á framkvæmd, einkum gagnvart vigtun á
gripum á fæti. Halldór hefur unnið þetta starf í nánu
samráði við mig, enda haft aðstöðu á skrifstofu nautgripa-
ræktarinnar eftir þörfum.
I samhengi við þessi mál er rétt að geta þess, að
landbúnaðarráðherra skipaði að ósk Framleiðsluráðs land-
búnaðarins nefnd til að endurskoða reglugerð um kjötmat. í
skipunarbréfi, dags. 26. ágúst, er tekið fram, að nefndinni
sé „sérstaklega ætlað að endurskoða kaflann um mat á
nautakjöti“. A ég sæti í nefndinni skv. tilnefningu Búnaðar-