Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 285
B Ú N A Ð’A R1’ IN G
279
endurskoðunar og áréttingar, því að tímarnir breytast og
alltaf er eitthvað nýtt að gerast, sem þarfnast athugunar.
Umræður á þingi þessu voru stundum miklar, en almennar
og málefnalegar, og það sem betra var, að menn skildu
hvorir aðra og komust að niðurstöðum. Mörg málefni
þingsins eru fjárhagslegs eðlis, og þau eru ekki auðleyst í
fjárvana þjóðfélagi, þar sem verðbólgan æðir áfram. Sýni-
legt er, að Búnaðarfélag íslands verður í bili að draga
saman seglin, þar sem fjárveitingum þess er þröngur
stakkur skorinn. Þetta er Búnaðarþingi ljóst og öllu starfs-
fólki Búnaðarfélagsins. Mörg erindin, sem Búnaðarþingi
bárust, kosta aukin fjárráð á ýmsum sviðum, kannski ekki í
augnablikinu, en í framtíðinni, og vonandi birtir bráðum til
í þessum efnum — kreppan smáhverfur, ef vel verður að
málum staðið.
Búnaðarþing fjallaði um nokkur viðamikil frumvörp til
laga, t. d. frumvarp um ræktun, eldi og veiði vatnafiska,
frumvarp um afréttarmálefni og fjallskil, — þ. e. einkum
um mörk og markaskrár, frumvarp um búfjárhald í þétt-
býli, frumvarp um Framleiðnisjóð landbúnaðarins o. fl.
Tvær þingsályktanir um stefnumörkun í landbúnaði, og var
þeim vísað til frekari athugunar hjá Búnaðarfélagi Islands
og Stéttarsambandi bænda. Tillögur um rannsóknir og
þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna og tillaga um
landgræðsluáætlun. Mörg erindi bárust frá ýmsum aðilum.
Þar á meðal voru tillögur um hagfræðilegar leiðbeiningar
og rekstraráætlanagerð fyrir bændur, erindi um landnýt-
ingu, búfjárframleiðslu og gerð jarðabókar. Hér er m. a.
um það að ræða að samræma starfsemi þeirra, sem vinna að
grunnkortagerð. Stefnt verði að úrvinnslu gróðurkorta fyrir
einstök svæði og ákvörðun beitarþols fyrir hverja einstaka
jörð, svo að unnt verði á grunni þeirra að skipuleggja
nýtingu heimalands einstakra jarða og fella það skipulag að
notkun viðkomandi afréttarlanda.