Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 301
LANDBÚNAÐURINN
295
eins vænleg eins og nú horfir. Þó er ekki verið að gera lítið
úr möguleikum til fiskræktar, aukinnar laxveiði og sérstak-
lega aukinnar silungsveiði og betri nýtingar silungsvatna.
Margt fleira mætti til tína, sem nýjar leiðir fyrir landbúnað
og þar með atvinnulíf í landinu. Verst er ef erfiðleikarnir,
sem vissulega eru fyrir hendi, hafa dregið dug úr mönnum
svo og ef stjórnmálamenn þora ekki lengur að taka upp
hanskann fyrir landbúnað og dreifbýlið. Efnahagur bænda
er örugglega mjög misjafn um þessar mundir. Þó að ekki
liggi fyrir um það óyggjandi tölur, þá er talið að skuldir
margra bænda hafi aukist verulega tvö síðustu árin, og má
ætla að þar skilji annars vegar á milli þeirra, sem eru með
eldri fjárfestingu, og hinna, sem byggt hafa fyrir verð-
tryggða fjármuni, og hins vegar þeirra, sem fá gerðar upp
afurðir sínar nokkurn veginn jafnóðum, og hinna, sem fá
innlegg að mestu aðeins einu sinni á ári. Þannig uggir menn
að halli verulega á sauðfjárbændur nú upp á síðkastið.
Eins hlýtur það að valda mönnum áhyggjum, hve þung-
lega hefur gengið upp á síðkastið fyrir ullar- og þó einkum
gæruiðnaðinn. Það er vissulega hagsmuna- og áhugamál
bænda hvernig þessum iðnaði vegnar. En víkjum aðeins
nánar að framleiðslumálum sauðfjár- og nautgripaafurða.
Bændur sáu strax á sjöunda áratugnum hvert stefndi og
hófu þegar árið 1968 baráttu fyrir því, að fá leiddar í lög
heimildir til að stjórna framleiðslunni. Segja má að allt,
sem unnist hefur á því sviði, hafi náðst fyrir frumkvæði og
baráttu bændasamtakanna, en á stjórnmálasviðinu skorti
skilning, samstöðu og þor til að taka á málunum, þó jafnan
væri þar vinsemd að mæta hjá flestum þeim, sem ferðinni
réðu.
Það var fyrst árið 1979 að Framleiðsluráðslögunum var
breytt þannig, að hægt væri að taka á málunum. Breyting á
jarðræktarlögunum, sem einnig var gerð 1979, var spor í þá
átt að hægt væri að vinna sig út úr vandanum með því að
byggja upp nýjar greinar til að mæta samdrætti í þeim eldri.